Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi 

-
lau. 06. mar.
Nokkur hætta -
sun. 07. mar.
Nokkur hætta -
mán. 08. mar.
Nokkur hætta
Talsverður snjór er til fjalla á svæðinu. Snjór er almennt fremur stöðugur en vindflekar geta leynst ofarlega í fjöllum og þeir gætu verið óstöðugir á afmörkuðum svæðum. Sólbráðarspýjur gætu fallið í bröttum brekkum sem snúa að sól.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Vegna sólbráðar eða hlýinda.
-
Tegund
-
HæðOfan 800 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Vindflekar gætu leynst í hæstu fjöllum, einkum í norðurvísandi hlíðum.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Hlákan í síðustu viku náði að bleyta snjó og hita upp í 0 gráður hátt upp í fjöll. Eftir kaldari daga er talið að snjórinn sé orðinn nokkuð stöðugur. Mögulega eru vindflekar í hæstu fjöllum þar sem hlákan hefur ekki náð til. Snjólétt er í neðri hluta hlíða. Búist er við lítilsháttar snjókomu til fjalla á laugardag. Vot lausaflóð gætu fallið, einkum seinnipart dags þar sem sólin nær að skína á brekkur.
Nýleg snjóflóð
Engar tilkynningar hafa borist um nýleg flóð.
Veður og veðurspá
Hæg suðvestan eða breytileg átt næstu daga, hlýtt á láglendi en frost ofarlega í fjöllum. Lítilsháttar skúrir eða éljagangur fyrripart laugardags en annars þurrt og jafnvel bjartviðri. Einhver úrkoma á mánudagskvöld.