Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • lau. 01. apr.

    Nokkur hætta
  • sun. 02. apr.

    Nokkur hætta
  • mán. 03. apr.

    Nokkur hætta

Töluverð hlýindi á föstudag auka líkur á votum flóðum þar til frystir á laugardag og efri lög styrkjast. Vindflekar gætu enn verið í flestum viðhorfum ofarlega í fjöllum en sérstaklega í S og V viðhorfum.Snjóflóð sem féllu fyrr í vikunni benda til að veikleiki sé til staðar milli nýrri snjós og hjarns. Ekki er hægt að útiloka að þessi veikleiki sé enn til staðar ofarlega í fjöllum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vot flóð gætu fallið þar til kólnar á laugardag.

Vindflekamyndun hefur átt sér stað í vikunni og vindflekar gætu enn verið til staðar hærra í fjöllum.

Ekki er útilokað að veikleiki sé enn til staðar.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Hlýindi fram á laugardag hafa áhrif á efstu hluta snjóþekjunnar í nánast allri hæðinni en stífnar þegar frystir á laugardag. Vot snjóflóð gætu fallið þar til kólnar. En vindflekar gætu enn verið til staðar ofarlega í fjöllum en gera má ráð fyrir að veikleikar séu enn til staðar í snjóþekjunni, innan vindfleka og á lagmótum þeirra við eldra hjarn. Gryfjursem gerðar voru í Skarðsdal 26. mars sýndu annarsvegar fram á töluverðan veikleika á N-viðhorfi en hinsvegar nokkuð stöðuga snjóþekju sem brotnaði við mikið álag. Gera má því áfram ráð fyrir breytileika á milli viðhorfa í snjóþekjunni.

Nýleg snjóflóð

Mikil hrina votra flekahlaupa í Sveinsstaðaafrétt (Skíðadal) í hlýindunum fim-fös. Mörg býsna efnismikil og þykk og eitt niður undir Skíðadalsá á þekktum stað úr Holárfjalli. Upptökin flóðanna eru mishátt. Stórt snjóflóð sást á vesturvísandi hlíð í Þorvaldsdal sem féll um 26. mars og rann á veikleika við lagmót hjarns og vindfleka. Þrjú snjóflóð af miðlungsstærð voru sett af stað af sleðafólki 25. mars við Lágheiði, Burstabrekkudal og Árdal í Ólafsfirði. Nokkur lítil snjóflóð voru sett af stað af vélsleðafólki 25. mars í Fjörðum. Mjög stórt náttúrulegt snjóflóð féll í Skútudal í Siglufirði, líklegast þann 24. mars en það náði yfir dalbotninn og upp í brekku. Mörg snjóflóð féllu á Tröllaskaga 23. og 24. mars.

Veður og veðurspá

Hlýindi fram á laugardag en fljótlega frystir til fjalla og þurrt að kalla. Hæg suðvestanátt fyrripartinn en hvessir með deginum. Hæglætisveður og þurrt á sunnudag.

Spá gerð: 31. mar. 19:29. Gildir til: 02. apr. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica