Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi

  • þri. 24. nóv.

    Töluverð hætta
  • mið. 25. nóv.

    Töluverð hætta
  • fim. 26. nóv.

    Töluverð hætta

Talsverður snjór er til fjalla og snjóflóð féllu á svæðinu umhverfis Ólafsfjörð um helgina. Svolítill NA-éljagangur bætir í snjó á þriðjudag, en á miðvikudagskvöld hvessir í suðlægum áttum og bætir enn frekar á snjó til fjalla en hlánar á láglendi.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Talsverður snjór er til fjalla og snjóaði mikiðí í fjallahæð á föstudag fram á laugardag, einkum á austanverðu svæðinu. Aðeins bætir á snjó á þriðjudag fram á miðvikudag í éljagangi í norðlægum áttum. Það hlýnar aðfaranótt fimmtudags og hvessir úr suðri með einhverri úrkomu sem líklega verður snjókoma til fjalla. Þá getur snjórinn sem fyrir er einnig farið á hreyfingu og nýir vindflekar myndast.

Nýleg snjóflóð

Mörg flekaflóð féllu á svæðinu umhverfis Dalvík og Ólafsfjörð um helgina. Þau voru líklega mörg hver þurr í upptökum en tóku með sér rakan snjó neðar í hlíðunum.

Veður og veðurspá

Spáð éljagangi á þriðjudag fram á miðvikudag í fremur hægum vindi sem snýr úr ANA yfir í NV. Þó gæti vindur verið yfir skafrenningsmörkum í fjallahæð. Á miðvikudagskvöld hlýnar og hvessir úr S og gæti dálítil úrkoma fylgt lægðinni sem yrði snjókoma til fjalla en rigning á láglendi.

Spá gerð: 23. nóv. 18:52. Gildir til: 25. nóv. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica