Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður 
-
fim. 30. okt.

Nokkur hætta -
fös. 31. okt.

Nokkur hætta -
lau. 01. nóv.

Nokkur hætta
Talsverður snjór til fjalla, búið að safna í vindfleka í V- og S-viðhorf, lagskipting milli vindfleka gæti verið til staðar. Nýjir vindflekar myndast undan NV-átt á fimmtudag. Snjór blotnar og gæti orðið óstöðugur, sérstaklega í neðri hluta hlíða á föstudag og laugardag.
Snjóflóðavandi á svæðinu
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Talsverðru snjór er á svæðinu, mest hefur snjóað í norðlægum og norðaustlægum áttum og hafa vindflekar myndast, sérstaklega í S- V viðhorfum. Það virðist hafa snjóað heldur meira inn til dala en á annesjum í byrjun síðstu viku. Einhver lagskipting gæti verið milli mis stífra vindfleka. Nýjir vindflekar mynast í SA viðhorfum í NV- átt og snjókmu á mið/fim. Snjór í neðri hluta hlíða gæti blotnað og orðið óstöðugur um tíma á föstudag og laugardag þegar rignir í neðri hluta hlíða.
Nýleg snjóflóð
Þurrt lausasnjóflóð féll í Hrafnaskál í Ólafsfirði þriðjudaginn 28. okt.
Veður og veðurspá
N/NV átt og snjókoma eða él á fimmtudag en styttir svo upp um kvöldið. Á föstudag kemur lægð austur af landinu með hlýindum, hvassri norðaustanátt og snjókomu í til fjalla en rigningu á láglendi á föstudag og laugardag.



