Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • fim. 09. des.

    Nokkur hætta
  • fös. 10. des.

    Nokkur hætta
  • lau. 11. des.

    Nokkur hætta

Lagskiptur snjór, stífir vindflekar og veikari lög ofan á íslagi. Einhver nýr snjór og vindflekar í flestum viðhorfum, en nýir vindflekar gætu myndast í austlægum viðhorfum á þriðjudag.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Nýir vindflekar líklegir í vestlægum viðhorfum en eldri vindflekar í flestum viðhorfum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjóþekja er mjög lagskipt og vindfleka er að finna í flestum viðhorfum. Gryfja var tekin í Illviðrishnjúk við Siglufjörð 6. Des sem sýndi lagskiptan snjó með fremur stífum vindflekum og lög með rúnuðum kristöllum og annað með köntuðum kristöllum, þar undir var íslag sem lá ofan á gömlu stöðugu hjarni. Einhver nýr snjór hefur bæst við fyrri part vikunnar en á laugardag geta nýir vindflekar myndast í vestur viðhorfum undan hvassri A-átt.

Nýleg snjóflóð

Nokkrar spýjur féllu í Klifinu ofan við Ólafsfjarðarveg 30. nóv. Snjóflóð féll í Miðstrandargili og yfir Siglufjarðarveg aðfaranótt 29. nóv.

Veður og veðurspá

Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og lítilsháttar él á föstudag en snýr í hvassa austanátt á laugardag með lítilsháttar snjókomu hátt til fjalla en rigningu í neðri hluta hlíða.

Spá gerð: 08. des. 15:30. Gildir til: 10. des. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica