Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi

  • fim. 20. feb.

    Mikil hætta
  • fös. 21. feb.

    Mikil hætta
  • lau. 22. feb.

    Mikil hætta

Víða eru varasamir vindflekar eftir ítrekað hvassviðri og snjókomu af N-lægum áttum og A-stormi á föstud. Það gengur í NA-stórhríð á fimmtud.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar hafa byggst upp í N- og A-lægum áttum í þremur áhlaupum. Undir getur verið hjarnskel sem brotnar við lítið álag. Hríðarveður næstu daga bætir á vindflekana.

Kantaðir kristalla undir hjarnskel frá síðustu hláku geta valdið miklum óstöðugleika í vindflekum sem byggst hafa ofaná. Ofantil í fjöllum getur hvöss SV-átt hafa rifið upp skelina á veðurs áður en tók að snjóa í byrjun sl. viku. Neðantil í hlíðum getur hlýnunin um helgina hafa orsakað fleiri veik lög.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Vindflekar hafa líklega byggst upp í þremur áhlaupum í N-lægri átt í byrjun sl. viku, A-stormi á föstud. og í N-NA hraglanda laugard.-mánud. Veikleiki sást í sl. viku í gryfju á Siglufirði á lagmótum nýsnævisins við hjarnskel frá síðustu hláku sem gaf vísbendingar um mikla útbreiðslu brotsins. Þykkir vindflekar geti legið ofaná þessum veikleika í hlíðum sem snúa mót V-S.

Nýleg snjóflóð

Stórt flekaflóð féll í V-viðhorfi Pallahnjúks við Siglufjörð um kl 23:00 17.2. Flóðið náði niður í dalbotn Skútudals. Vitað er um fáein snjóflóð í hvössu A-áttinni fyrir helgi í Ólafsfirði, Dalvík og yfir Grenivíkurveg við Laufás. Snjóflóð féllu í byrjun sl. viku í S-SA viðhorfi í Ólafsfirði og eitt yfir Siglufjarðarveg. Eitt flóð sást í Ósbrekkufjalli á mánudagsmorgun sem fallið hefur í N-lægu áttinni í lok helgarinnar og annað á Ytri-Árdal.

Veður og veðurspá

N og NA stormur með töluverðri snjókomu næstu daga.

Spá gerð: 19. feb. 18:37. Gildir til: 21. feb. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica