Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður 

-
þri. 25. mar.
Nokkur hætta -
mið. 26. mar.
Nokkur hætta -
fim. 27. mar.
Nokkur hætta
Dálítið hefur snjóað á svæðinu og gætu litlir vindflekar myndast til fjalla. Eldri snjór hafði sjatnað að mestu en gamlir vindflekar gætu ennþá verið hátt til fjalla.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 500 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Fyrst geta myndast vindflekar í A-N viðhorfum en á mið/fim í S-V viðhorfum.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Dálítið hefur snjóað ofan á eldri snjó, sem var að mestu orðinn einsleitur. Litlir flekar gætu myndast til fjalla í flestum viðhorfum. Leifar af eldri vindflekum gætu verið í giljum og lægðum hátt til fjalla. Snjókoma til fjalla næstu daga og vindflekar geta myndast í austur til norður viðhorfum á þriðjudag en suður og vestur viðhorfum á mið/fim.
Nýleg snjóflóð
Engar nýlegar tilkynningar.
Veður og veðurspá
SV-átt og él/slydduél til fjalla á þriðjudag, snýr í A/NA átt á miðvikudag og fimmtudag og lítilsháttar snjókoma.