Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi

  • fim. 24. jan.

    Töluverð hætta
  • fös. 25. jan.

    Töluverð hætta
  • lau. 26. jan.

    Töluverð hætta

Vindflekar ofarlega í fjöllum. Veikleiki í gryfjum nyrst á svæðinu

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Í fjöllum er nú víða um 40-60 cm af nýlegum þurrum snjó sem kom að miklu leyti í síðustu viku. Einnig er harðpakkaður eldri snjór sem er talinn stöðugur. Við Siglufjörð og í Mánárskriðum hafa sést veikleikar í nýja snjónum. Við Ólafsfjörð var góð binding í snjónum í gryfju í um 500 m hæð.

Nýleg snjóflóð

Ekki hafa borist fréttir af nýlegum snjóflóðum en flóð féll yfir Siglufjarðarveg í Mánárskriðum í síðustu viku.

Veður og veðurspá

Austan átt og snjókoma á fimmtudag-föstudags.

Spá gerð: 23. jan. 15:19. Gildir til: 25. jan. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica