Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi 

-
fim. 14. jan.
Nokkur hætta -
fös. 15. jan.
Nokkur hætta -
lau. 16. jan.
Töluverð hætta
Vindflekar sem geta verið óstöðugir í skálum og giljum, sérstaklega í suðaustur viðhorfum eftir norðvestan hvassviðri síðustu helgi, búist er við að skammvinn hlýjindi á miðvikudag gætu styrkt snjóþekjuna eitthvað eftir að þau ganga yfir. Snjóþyngra er inn til landsins. Búist er við norðanáttum og snjókomu um helgina.
Snjóflóðavandi á svæðinu
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Tiltölulega lítill snjór er almennt, en snjó hefur skafið í gil og hvilftir, sérstaklega í suðaustur viðhorf. Inn til dala hefur snjór einnig safnast fyrir. Gryfja sem tekin var 10.janúar undir Siglufjarðarskarði sýnir veikleika í nýja snjónum sem er lagskiptur eftir hvassviðri síðustu helgar. Hugsanlega hefur snjór styrkst í skammvinnri hláku á miðvikudag.
Nýleg snjóflóð
Nokkur snjóflóð voru skráð í lok síðustu viku.
Veður og veðurspá
Suðlæg átt 5-10 m/s, kólnandi og þurrt veður. Snýst í austlæga átt á föstudag en áfram þurrt og kalt. Norðaustlæg átt á laugardag með slyddu eða snjókomu.