Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • þri. 25. mar.

    Nokkur hætta
  • mið. 26. mar.

    Nokkur hætta
  • fim. 27. mar.

    Nokkur hætta

Dálítið hefur snjóað á svæðinu og gætu litlir vindflekar myndast til fjalla. Eldri snjór hafði sjatnað að mestu en gamlir vindflekar gætu ennþá verið hátt til fjalla.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Fyrst geta myndast vindflekar í A-N viðhorfum en á mið/fim í S-V viðhorfum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Dálítið hefur snjóað ofan á eldri snjó, sem var að mestu orðinn einsleitur. Litlir flekar gætu myndast til fjalla í flestum viðhorfum. Leifar af eldri vindflekum gætu verið í giljum og lægðum hátt til fjalla. Snjókoma til fjalla næstu daga og vindflekar geta myndast í austur til norður viðhorfum á þriðjudag en suður og vestur viðhorfum á mið/fim.

Nýleg snjóflóð

Engar nýlegar tilkynningar.

Veður og veðurspá

SV-átt og él/slydduél til fjalla á þriðjudag, snýr í A/NA átt á miðvikudag og fimmtudag og lítilsháttar snjókoma.

Spá gerð: 24. mar. 14:31. Gildir til: 25. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica