Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi

  • lau. 25. jan.

    Töluverð hætta
  • sun. 26. jan.

    Nokkur hætta
  • mán. 27. jan.

    Nokkur hætta

Vindflekar eru til staðar eftir SV-V él í vikunni en á lau. skefur í A-NA átt og bætir á snjó svo vindflekar geta færst til. Rólegheit á sun. og mán.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

A-NA strekkingur með einhverri snjókomu en fyrir eru vindflekar eftir SV-V átt og éljagang í vikunni sem geta fokið til

Veikt lag gæti leynst í snjónum ofantil í fjöllum þar sem hlákurnar sl. viku vörðu ekki lengi og rakinn náði ekki djúpt niður í vindflekann

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Efri hluti vindflekans sem kom í NA-áttum í sl. viku hefur blotnað, sennilega uppá efstu toppa en frosið aftur og því víða hjarnskel. Ofaná hana hefur sett vindfleka í SV-V éljagangi sem ekki er vitað hve vel hefur bundist við undirlagið. A-NA áttin á lau. getur hreyft þennan snjó og byggt upp nýjan fleka en vindinum fylgir einnig snjókoma.

Nýleg snjóflóð

Ekki er vitað um snjóflóð síðan í NA-hríðinni 12-14. jan.

Veður og veðurspá

A-hríðarhraglandi og svo NA-lægari á lau. en hæglætis veður á sun. og mán.

Spá gerð: 24. jan. 19:22. Gildir til: 27. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica