Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður 
-
þri. 09. des.

Nokkur hætta -
mið. 10. des.

Nokkur hætta -
fim. 11. des.

Nokkur hætta
Snjó hefur tekið upp á láglendi og snjór sjatnað. Búast má við lítilsháttar snjókomu næstu daga.
Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Í síðustu viku snjóaði nokkuð og litlir vindflekar mynduðust í öllum viðhorfum hátt til fjalla. Nú hefur snjór sjatnað og hlýnað upp í efri hluta fjalla en stöku vindflekar gætu verið til staðar ofarlega.
Nýleg snjóflóð
Snjóflóð að stærð 2.5 féll úr Stofugili ofan við Karlsá við Dalvík þann 4. desember.
Veður og veðurspá
Ríkjandi austanátt og lítilsháttar snjókoma til fjalla næstu daga.



