Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi

  • þri. 19. mar.

    Töluverð hætta
  • mið. 20. mar.

    Töluverð hætta
  • fim. 21. mar.

    Töluverð hætta

Snjór hefur blotnað og sjatnað víðast hvar eftir snögga hlýnun. Líklega myndast nýir vindflekar næstu daga í hlíðum með norðlægt viðhorf.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Miðvikudagur og fimmtudagur, líkur og stærð aukast eftir því sem líður á vikuna.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Hiti hefur farið vel upp fyrir frostmark í fjallahæð í dag 18.3 og snjórinn sjatnað. Hitastigull er veikur eða nánast horfinn á sjálfvirkum mælum. Á þriðjudag tekur að kólna með SV éljagangi og gæti einnig skafið talsvert þegar líður á vikuna. Líkur eru á að nýir vindflekar myndist ofarlega í fjöllum og norðlægu viðhorfi.

Nýleg snjóflóð

Vélsleði setti flekaflóð af stað í NV viðhorfi á Lágheiði síðastliðinn laugardag. Breitt náttúrulegt flekaflóð féll í vestur viðhorfi Hamarshyrnu í Fljótum þann 14.2

Veður og veðurspá

Hlýtt í veðri á mánudag en tekur að kólna þegar líður á þriðjudag. SV éljagangur næstu daga og hvessir með skafrenningi í fjallatoppum

Spá gerð: 18. mar. 21:53. Gildir til: 20. mar. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica