Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi

  • fim. 14. jan.

    Nokkur hætta
  • fös. 15. jan.

    Nokkur hætta
  • lau. 16. jan.

    Töluverð hætta

Vindflekar sem geta verið óstöðugir í skálum og giljum, sérstaklega í suðaustur viðhorfum eftir norðvestan hvassviðri síðustu helgi, búist er við að skammvinn hlýjindi á miðvikudag gætu styrkt snjóþekjuna eitthvað eftir að þau ganga yfir. Snjóþyngra er inn til landsins. Búist er við norðanáttum og snjókomu um helgina.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Tiltölulega lítill snjór er almennt, en snjó hefur skafið í gil og hvilftir, sérstaklega í suðaustur viðhorf. Inn til dala hefur snjór einnig safnast fyrir. Gryfja sem tekin var 10.janúar undir Siglufjarðarskarði sýnir veikleika í nýja snjónum sem er lagskiptur eftir hvassviðri síðustu helgar. Hugsanlega hefur snjór styrkst í skammvinnri hláku á miðvikudag.

Nýleg snjóflóð

Nokkur snjóflóð voru skráð í lok síðustu viku.

Veður og veðurspá

Suðlæg átt 5-10 m/s, kólnandi og þurrt veður. Snýst í austlæga átt á föstudag en áfram þurrt og kalt. Norðaustlæg átt á laugardag með slyddu eða snjókomu.

Spá gerð: 13. jan. 16:08. Gildir til: 15. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica