Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi

  • þri. 07. apr.

    Nokkur hætta
  • mið. 08. apr.

    Töluverð hætta
  • fim. 09. apr.

    Töluverð hætta

ANA-éljagangur og hvassviðri hafa byggt upp vindfleka ofaná hjarnlög. Hlýnun aðfaranótt mánudags og á mánudag bætti stöðugleika.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það hlánaði upp á fjallatoppa á norðanverðum skaganum á mánudag. Gamli snjórinn er talinn stöðugur nema í hæstu fjöllum gætu enn verið gamlir vindflekar með einhverjum óstöðugleika. Skafskaflar í suður- og vesturhlíðum frá síðustu helgi geta verið óstöðugir, sérstaklega ofarlega í fjöllum þar sem hlýinda hefur ekki gætt.

Nýleg snjóflóð

Nokkur snjóflóð féllu á mánudag í Ólafsfjarðarmúla og við Dalvík þegar hlýnaði.

Veður og veðurspá

Hvöss SV-átt en lítil úrkoma aðfaranótt þriðjudags og á þriðjudag. Snýst í norðlæga átt 8-15 m/s þriðjudagskvöld með dálítilli snjókomu. Tíðindalítið veður á miðvikudag og fimmtudag.

Spá gerð: 06. apr. 20:02. Gildir til: 09. apr. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica