Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)

  • fös. 17. jan.

    Nokkur hætta
  • lau. 18. jan.

    Nokkur hætta
  • sun. 19. jan.

    Töluverð hætta

Víða skafskaflar eftir norðlægar og síðan austlægar áttir síðustu daga. Efst í fjöllum geta verið varasamir skafskaflar. Á sunndag er hætta á blautum flóðum samfara rigningu.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Á sunnudag rignir í snjóinn og búast má við blautum flóðum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjógryfja úr Bláfjöllum 15.1. sýnir ágætis bindingu við eldri snjó. Frostmarkshæð hefur farið upp í um 400 metra hæð og má búast við að ofar geti verið varasamir skaffskaflar.

Nýleg snjóflóð

Ekki hafa borist fréttir af nýjum flóðum.

Veður og veðurspá

Vestlægar og suðlægar áttir næstu daga með lítilsháttar éljum og hita um frostmark. Aðfaranótt sunnudags snýst í sterka suðlæga átt og tölverða rigingu og hlýindum.

Spá gerð: 17. jan. 17:38. Gildir til: 19. jan. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica