Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)

  • fim. 14. jan.

    Nokkur hætta
  • fös. 15. jan.

    Nokkur hætta
  • lau. 16. jan.

    Nokkur hætta

Dálítið nýsnævi á fimmtudag sem getur haft litla samloðun við eldri snjó og möguleiki er á litlum flóðum í afmörkuðum giljum. Hlýnar á föstudag og laugardag og líkur á litum votum flóðum og ætti snjóþekjan almennt að verða stöðugri, en mögulega óstöðugir vindflekar efst í fjöllum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjó hefur tekið mikið upp í hlákum undanfarið. Eldri snjór er talinn stöðugur, en dálítil él á fimmtudag skila af sér nýsnævi sem getur haft litla samloðun við eldri snjó og er möguleiki á litlum flóðum í afmörkuðum giljum, einkum norðurvísandi hlíðum. Á föstudag hlýnar með rigningu í hvassri austlægari átt og líkur á votum flóum í fyrstu en almennt ætti snjóþekjan að verða stöðugri. Líklega snjókoma efst í fjöll sem gæti myndað óstöðuga vindfleka í ofarlega í vesturvísandi hlíðum, en norðlægari vindur á laugardag og áfram úrkoma og möguleiki á vindflekum í suðurvísandi hliðar þá.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð.

Veður og veðurspá

Sunnan og suðvestanátt með dálitlum éljum í yfir 300 m hæð á fimmtudag. Gengur í hvassa austanátt á föstudag með slyddu eða snjókomu ofan 300 m, en fer hlýandi með deginum með rigningu upp í 700 m hæð. Snýst í norðlægari átt á laugardag, kólnar hægt í veðri og styttir upp með deginum.

Spá gerð: 13. jan. 15:28. Gildir til: 15. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica