Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • fim. 09. des.

    Nokkur hætta
  • fös. 10. des.

    Nokkur hætta
  • lau. 11. des.

    Nokkur hætta

Almennt lítill snjór og þunnur. Skafsnjór er ofan á hjarni ofarlega í fjöllum einkum í norðlægum viðhorfum. Engin nýleg flóð skráð.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Fremur lítill vindskafinn snjór er ofan á hjarni ofarlega í fjöllum og í giljum. Hvöss SA-átt á sunnudag hefur líklega flutt snjó í norðlæg viðhorf. Lítill snjór er neðan 500 m og þar sem snjó er að finna er stutt í grjót víðast hvar. Spáð er snjókomu í SA-átt á fimmtudag en svo gengur í SA-storm með hlýindum og rigningu á laugardag.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

Snjókoma í SA-átt á miðvikudag og fimmtudag. Hægbreytileg átt og úrkomulítið á föstudag. Gengur í SA-hvassviðri og rigningu á laugardag.

Spá gerð: 08. des. 15:18. Gildir til: 10. des. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica