Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)

  • þri. 18. feb.

    Nokkur hætta
  • mið. 19. feb.

    Nokkur hætta
  • fim. 20. feb.

    Töluverð hætta

Skafsnjór í vestlægum viðhorfum eftir A-fárviðri á föstudag varasamir. Gamalt hjarn undir og víða á yfirborði sem talið er stöðugt.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

A- fárviðri með miklum skafrenningi og snjókomu var á SV-horninu á föstudag. Talsverð úrkoma mældist í Bláfjöllum en fjöll virðast líka nokkuð vindbarin eftir rokið. Það er fremur lítill snjór til fjalla en skafskaflar bindast hjarni ílla og brotna upp í fleka, í vestlægum viðhorfum. Undir er grjóthart harðfenni sem talið er stöðugt.

Nýleg snjóflóð

Lítil náttúrleg flóð hafa sést í vestur viðhorfi.

Veður og veðurspá

Breytileg vindátt með éljum. Hiti um frostmark á láglendi. Á fimmtudag aukin úrkoma og hvassari norðlæg átt.

Spá gerð: 17. feb. 21:22. Gildir til: 19. feb. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica