Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • sun. 19. jan.

    Lítil hætta
  • mán. 20. jan.

    Lítil hætta
  • þri. 21. jan.

    Lítil hætta

Snjór hefur sjatnað og tekið upp í hlýindum og rigningu. Snjóþekjan er talin stöðug. Bætir lítillega á snjó til fjalla næstu daga. Þunnir vindflekar geta myndast í giljum og lægðum í V-vísandi hlíðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór hefur sjatnað og tekið upp í hlýindum og rigningu. Snjóþekjan er talin stöðug eftir hláku síðustu dag. Bætir lítillega á snjó til fjalla næstu daga. Þunnir vindflekar geta myndast í giljum og lægðum í V-vísandi hlíðum og er fjallafólki bent á að fara varlega þar sem flekar geta safnast í landslagsgildrum.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð

Veður og veðurspá

Austlæg átt og lítilsháttar úrkoma, rigning, slydda og snjókoma, um helgina. Norðlægari átt á mánudag og þurrt að kalla.

Spá gerð: 18. jan. 17:42. Gildir til: 19. jan. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica