Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • þri. 13. apr.

    Nokkur hætta
  • mið. 14. apr.

    Nokkur hætta
  • fim. 15. apr.

    Lítil hætta

Vindflekar ofan á hjarni, sérstaklega í vestur- og suðurviðhorfum, giljum og lægðum. Suðlægar áttir með skúrum og fremur hlýtt næstu daga og geta votar spýjur fallið og svo ætti snjór að styrkjast.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Vindflekar eru til staðar, einkum í giljum og í vestur- og suðurvísandi hlíðum. Á sunnudag bætti á snjó til fjalla í austan eða suðaustanátt. Undir vindskafna snjónum er hjarn sem talið er stöðugt eftir umhleypingar. Gryfja í Skálafelli 8. apríl í vesturviðhorfi sýndi lagskiptan vindfleka ofan á hjarni. Stöðugleikapróf sýndi veikleika á lagmótum vindflekans og hjarnsins og að brot gæti auðveldlega breiðst út. Snjórinn mun blotna næstu daga í fremur hlýjum suðlægaum áttum með skúrum. Mest hætta er talin vera í giljum og þar sem snjór hefur safnast í vindfleka undanfarið.

Nýleg snjóflóð

Skíðamaður setti af stað snjóflóð í Skálafelli 8. apríl, í gili sem vindfleki hafði myndast ofan á hjarni.

Veður og veðurspá

Milt veður næstu daga og yfir frostmarki á daginn hátt upp í hlíðar. Þurrt að mestu á mánudag, minnkandi vindur með deginum og færist úr austanátt yfir í breytilega. Hægur vindur og úrkomulítið á þriðjudag. Suðlæg átt á miðvikudag og rigning seinnipartinn.

Spá gerð: 12. apr. 12:58. Gildir til: 14. apr. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica