Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni) 

-
lau. 06. mar.
Nokkur hætta -
sun. 07. mar.
Nokkur hætta -
mán. 08. mar.
Nokkur hætta
Lítill snjór er á svæðinu almennt og eldri snjór er talinn nokkuð stöðugur. Nýr snjór er efst í fjöllum og þar sem hann er ofan á eldri snjó geta verið óstöðugir vindflekar. Ef skjálftavirknin á Reykjanesskaga færist austar, gæti hún komið af stað snjóflóðum efst í fjöllum.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 600 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Þar sem nýr snjór er ofan á eldri snjó efst í fjöllum. Ef skjálftahrinan á Reykjanesskaga færist austar gæti hún komið af stað snjóflóðum.
-
Tegund
-
HæðOfan 400 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Vegna sólbráðar eða hlýinda.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Almennt er lítill snjór á spásvæðinu og eldri snjór hefur blotnað og frosið á víxl og er talinn nokkuð stöðugur. Á þriðjudag og miðvikudag var talsverð úrkoma sem hefur verið snjókoma efst í fjöllum, í suðlægum vindáttum. Vindflekar geta hafa myndast, einkum í hlíðum sem snúa í NV-NA. Þar sem nýr snjór er ofan á eldri snjó getur verið óstöðugleiki.
Nýleg snjóflóð
Ekki er vitað um nýleg snjóflóð en hengjuhruns varð vart við Kleifarvatn í upphafi skjálftahrinunnar í síðustu viku.
Veður og veðurspá
Dálítil úrkoma aðfaranótt laugardags sem verður rigning upp á fjallatoppa. Áfram hlýtt í veðri. Svolítil úrkoma á mánudag sem gæti verið snjókoma efst í fjallatoppum.