Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni)

  • lau. 06. mar.

    Nokkur hætta
  • sun. 07. mar.

    Nokkur hætta
  • mán. 08. mar.

    Nokkur hætta

Lítill snjór er á svæðinu almennt og eldri snjór er talinn nokkuð stöðugur. Nýr snjór er efst í fjöllum og þar sem hann er ofan á eldri snjó geta verið óstöðugir vindflekar. Ef skjálftavirknin á Reykjanesskaga færist austar, gæti hún komið af stað snjóflóðum efst í fjöllum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Þar sem nýr snjór er ofan á eldri snjó efst í fjöllum. Ef skjálftahrinan á Reykjanesskaga færist austar gæti hún komið af stað snjóflóðum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Almennt er lítill snjór á spásvæðinu og eldri snjór hefur blotnað og frosið á víxl og er talinn nokkuð stöðugur. Á þriðjudag og miðvikudag var talsverð úrkoma sem hefur verið snjókoma efst í fjöllum, í suðlægum vindáttum. Vindflekar geta hafa myndast, einkum í hlíðum sem snúa í NV-NA. Þar sem nýr snjór er ofan á eldri snjó getur verið óstöðugleiki.

Nýleg snjóflóð

Ekki er vitað um nýleg snjóflóð en hengjuhruns varð vart við Kleifarvatn í upphafi skjálftahrinunnar í síðustu viku.

Veður og veðurspá

Dálítil úrkoma aðfaranótt laugardags sem verður rigning upp á fjallatoppa. Áfram hlýtt í veðri. Svolítil úrkoma á mánudag sem gæti verið snjókoma efst í fjallatoppum.

Spá gerð: 05. mar. 19:03. Gildir til: 06. mar. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica