Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • fös. 19. apr.

    Nokkur hætta
  • lau. 20. apr.

    Nokkur hætta
  • sun. 21. apr.

    Lítil hætta

Snjór talinn nokkuð stöðugur. Hengjuhrun gætu átt sér stað og komið af stað flóðum þar sem vindfleka er að finna. Hætta á fallslysum í bröttum brekkum. Líkur á votumflóðum í rigningu um helgina.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Gamla vindfleka gæti verið að finna ofan á hjarni hátt til fjalla inn til landsins en snjóþekja er almennt talin stöðug. Gryfja undir hengju í Bláfjöllum 17.apríl brot við miðlungsálag í samþjöppunarprófi en útvíkkað próf gaf enga niðurstöðu. Hengjur gætu hrunið og komið af stað litlum flekum þar ef snjór hefur náð að safnast fyrir. Hætta á fallslysum í bröttum brekkum. Líkur á votum flóðum á föstudag/laugardag.

Nýleg snjóflóð

Flekaflóð undan vélsleða í Hrafnbjörgum við Skriðu, 10-12/4. Nokkuð um náttúruleg flóð í SV hlíðum í nágrenni Skjaldbreiðar sem hafa fallið síðustu vikur.

Veður og veðurspá

SA-átt, rigning eða slydda/snjókoma til fjalla á föstudag en snýr svo í SV-átt á um kvöldið og rignir í fjallahæð, rignir fram á sunnudagsmorgun og hlýtt í veðri.

Spá gerð: 18. apr. 15:53. Gildir til: 19. apr. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica