Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið 

-
þri. 17. maí
Lítil hætta -
mið. 18. maí
Lítil hætta -
fim. 19. maí
Lítil hætta
Vorsnjór er til fjalla, almennt fremur stöðugur. Votar spýjur gætu fallið og hengjur hrunið.
Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Vorsnjór er til fjalla, almennt einsleitur og fremur stöðugur. Hætta getur verið á litlum votum flóðum og hengjuhruni í hlýindum næstu daga.
Nýleg snjóflóð
Engin nýleg snjóflóð skráð.
Veður og veðurspá
A-læg átt og skúrir