Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • mið. 21. feb.

    Nokkur hætta
  • fim. 22. feb.

    Töluverð hætta
  • fös. 23. feb.

    Töluverð hætta

Snjór hefur sjatnað í hlýindum síðan á laugardag og veik lög hafa styrkst. Nýr rakur snjór ætti að bindast ágætlega við undirliggjandi snjó en á fimmtudag gæti snjóað talsvert og skafið í NA áttum og nýir óstöðugir vindflekar myndast.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Veik lög hafa styrkst í hláku. Snjóflóð gætu einkum fallið í miklum bratta og giljum hátt í fjöllum.

Nýir óstöðugir vindflekar geta myndast í snjókomu og NA skafrenningi á fimmtudag.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Síðan á laugardag hefur verið hlýtt, snjór hefur sjatnað og tekið upp að hluta. Veik lög sem fyrir voru í snjóþekjunni virðast heldur hafa styrkst. Í stöðugleikaprófum 18. febrúar þurfti meira álag til að brjóta veiku lögin heldur en viku fyrr og kristallar höfðu rúnnast. Blaut snjókoma ætti að bindast ágætlega við undirliggjandi snjó. Ef snjór á fimmtudag verður kaldur og þurr gætu hins vegar nýir óstöðugir vindflekar myndast undan hvössum NE áttum.

Nýleg snjóflóð

Mörg lítil lausasnjóflóð féllu í Kirkjubólshlíð, væntanlega í rigningunni aðfaranótt miðvikudags 20. feb. Stærsta flóðið stöðvaðist 50 m ofan við veg. Litlar spýjur féllu á svæðinu í hlýindum og sólbráð um helgina.

Veður og veðurspá

Smá snjókoma eða slydda í NA-átt á miðvikudag. Samfelldari snjókoma og hvassari NA-átt seinnipart fimmtudags. Dregur smám saman úr á föstudag og kólnar.

Spá gerð: 20. feb. 12:59. Gildir til: 21. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica