Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • lau. 06. mar.

    Nokkur hætta
  • sun. 07. mar.

    Nokkur hætta
  • mán. 08. mar.

    Nokkur hætta

Almennt er fremur lítill snjór miðað við árstíma og eldri snjór talinn nokkuð stöðugur. Í fjöllum eru þó vindflekar í flestum viðhorfum sem geta verið óstöðugir á afmörkuðum svæðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vinfleka má finna í flestum viðhorfum og geta þeir verið óstöðugir. Snjór er orðinn rakur nema í hæstu fjöllum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Um síðustu helgi snjóaði til fjalla í stífri SV-átt. Á þriðjudagskvöld var A-strekkingur og skafrenningur. Síðan þá hefur verið hlýtt og lítil úrkoma. Almennt er lítill snjór miðað við árstíma, sérstaklega í neðri hluta hlíða og við ströndina. Eldri snjór er talinn nokkuð stöðugur en ofarlega í fjöllum eru vindflekar í flestum viðhorfum sem geta verið óstöðugir á afmörkuðum svæðum í bröttum brekkum. Örlítið gæti bætt á snjó í fjöllum aðfaranótt laugardags, en rigning verður á láglendi.

Nýleg snjóflóð

Nokkur snjóflóð féllu í síðustu viku. Í þessari viku hefur aðeins verið skráð eitt lítið snjóflóð í Syðridal við Bolungarvík.

Veður og veðurspá

Svolítil úrkoma í hægri suðlægri átt aðfaranótt laugardags. Gæti snjóað efst í fjöll. Úrkomulítið og hægviðri á sunnudag. Smávegis úrkoma í hægum vindi síðdegis á mánudag, rigning á láglendi en snjókoma til fjalla.

Spá gerð: 05. mar. 15:18. Gildir til: 06. mar. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica