Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • lau. 25. jan.

    Töluverð hætta
  • sun. 26. jan.

    Töluverð hætta
  • mán. 27. jan.

    Nokkur hætta

Efri hluti þykka vindflekans frá sl. viku hefur blotnað en frosið aftur og hlaupið í sterkt hjarnlag. Undir flekanum er hins vegar veikt lag og geta því vélsleðar og stærri tæki sett af stað stór snjóflóð. Á yfirborði eru einhverjir vindflekar eftir SV-éljagang á fim. Á lau. er búist við að nýr vindfleki byggist upp í NA-stormi og snjókomu

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindfleki byggist upp í hvassri NA-A átt á lau, bæði verður snjókoma og snjórinn eftir SV-élin í vikunni gæti einnig farið af stað.

Efri hluti vindflekans frá NA-áhlaupinu í sl. viku hefur blotnað en frosið aftur og hlaupið í sterkt hjarnlag. Vélsleðar og stærri tæki gætu þó brotið

Snjósöfnun var víðast lítil í SV-éljum í vikunni en vindflekar geta verið varasamir þar sem þeir hafa byggst upp.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Efri hluti þykka vindflekans sem kom í NA-áttum í sl. viku hefur blotnað en frosið aftur og hlaupið í sterkt hjarnlag. Undir flekanum er hins vegar veikt lag sem sýnir að ef það brestur, geti brotið breiðst hratt út og því stór snjóflóð fallið. Á yfirborði eru einhverjir vindflekar eftir SV-éljagang á fim. Á lau. er búist við að nýr vindfleki byggist upp í NA-stormi og snjókomu.

Nýleg snjóflóð

Nokkur flekahlaup féllu í hlákunni um sl. helgi og tvö minniháttar flekahlaup í SV-áttinni í vikunni.

Veður og veðurspá

Gengur í NA-storm með snjókomu á lau. og vaxandi úrkomu er líður á daginn. Hægir með morgninum á sun. og dregur úr úrkomu. Lítur út fyrir rólega SA-átt á mán.

Spá gerð: 24. jan. 19:32. Gildir til: 27. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica