Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • fim. 20. feb.

    Mikil hætta
  • fös. 21. feb.

    Mikil hætta
  • lau. 22. feb.

    Töluverð hætta

Talverður nýr snjór ofarlega í fjöllum í suðlægum viðhorfum eftir NA-hríðarveður um síðustu helgi. Það bætist á skafsnjóinn sömu viðhorfum næstu daga í NA-hríðarveðri

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Búast má við náttúrulegum flóðum af stærð 3 í skafsnjónum sem kemur næstu daga og mögulega upp í stærð 4 ef eldri vindfleki undir brestur með.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

NA hríðarveður var frá föstudegi í síðustu viku og fram á mánudag en hiti á láglendi á köflum. Lítið bætti á snjó á láglendi og neðri hluta hlíða en talsverður snjór safnaðist í suðlæg viðhorf ofarlega í fjöllum. Mjög hvasst var um helgina og snjór skóf úr hlíðum sem vísa til norðurs. Snjórinn í neðri hluta hlíða náði að blotna en hefur frosið á ný og þunnt lag af nýsnævi yfir. Nýjir skafskaflar myndast í sömu viðhorfum í NA-hríðarveðri næstu daga. Gryfja sýndi ágætis stöðugleika í snjónum.

Nýleg snjóflóð

Vitað er um allmörg lítil og meðalstór snjóflóð sem féllu 16-17.2 í norðanverðum Önundarfirði og Skutulsfirði.

Veður og veðurspá

NA-fárviðri með snjókomu frá miðvikudagskvöldi og allan fimmtudag. Hvöss NA-átt með éljum á föstudag en lægir á laugardag en áfram NA-átt.

Spá gerð: 20. feb. 13:09. Gildir til: 21. feb. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica