Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 07. apr.

    Mikil hætta
  • mið. 08. apr.

    Töluverð hætta
  • fim. 09. apr.

    Nokkur hætta

Á norðanverðum Vestfjörðum var mikill skafrenningur í ANA hríðarveðri á sunnudag og talsverð snjósöfnun í fjöll en síðan hlánaði aðfaranótt mánudags og fjöldi snjóflóða féll sem er til marks um víðtækan óstöðugleika undir nýja snjónum sem enn getur hlaupið á ef bætir á snjó eða vegna annarra veðrabrigða.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Skafrenningsskaflar frá sunnudegi eru víða óstöðugir ofan á stöðugum eldri snjó.

Nýleg snjóflóð

Á mánudag féllu snjóflóð á allmörgum stöðum, m.a. í Súgandafirði, Önundarfirði, Dýrafirði, úr Steiniðjugili og víðar í Skutulsfirði, yfir veginn um Súðavíkurhlíð og í Ísafirði í Djúpi.

Veður og veðurspá

Aðfaranótt þriðjudags og á þriðjudag er spáð kólnandi veðri og NA éljagangi. Tíðindalítið veður á miðvikudag og fimmtudag.

Spá gerð: 06. apr. 19:53. Gildir til: 09. apr. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica