Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 19. mar.

    Töluverð hætta
  • mið. 20. mar.

    Töluverð hætta
  • fim. 21. mar.

    Töluverð hætta

Vindflekar ofan á gömlu hjarni ofarlega í fjöllum. SV éljagangur og skafrennigur til fjalla næstu daga.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Afmarkaðir vindflekar ofarlega í fjöllum í SV-V viðhorfum en búast má við að nýir vindflekar myndist næstu daga í hlíðum með norðlægt viðhorf.

Nýleg snjóflóð

Skíðamenn settu lítinn fleka af stað í vestur vísandi hlíð Mærðarhorns í Syðridal við Bolungarvík á laugardag. Vott flekaflóð féll á veginn um Hrafnseyrarheiði á mánudag.

Veður og veðurspá

SV éljagangur næstu daga og skafrennigur í fjalla toppum

Spá gerð: 18. mar. 20:18. Gildir til: 20. mar. 21:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica