Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • fim. 14. jan.

    Nokkur hætta
  • fös. 15. jan.

    Nokkur hætta
  • lau. 16. jan.

    Töluverð hætta

Það hlýnaði á miðvikdag og má reikna með að almennt hafi snjórinn styrkst, en þó líkur á óstöðugum vindflekum ofarlega í fjöllum. Stöku él á fimmtudag og norðaustan hríð á laugardagskvöld.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Á miðvikdag hlýnað og má reikna með að snjóþekjan varð almennt stöðugri, en efst í fjöllum hlánaði ekki lengi og eru enn þá líkur á því að óstöðugir vindflekar séu til staðar. Stöku él á fimmtudag og föstudag og gæti nýsnævið bundist illa við eldri snjó og líkur á litlum flóðum, einkum í norðurvísandi hlíðum. Vaxandi austanátt á laugardag, norðaustanhríð um kvöldið með talsverðu nýsnævi, einkum í suðvesturvísandi hlíðum.

Nýleg snjóflóð

Flekaflóð féll í Botnsdal aðfaranótt miðvikudags. Fjögur flóð féllu í Súðvíkurhlíð eftir úrkomuna um helgina.

Veður og veðurspá

Fremur hæg suðlæg átt á fimmtudag og föstudag með stöku éljum yfir 200 m, en frostlaust við sjávarmál. Vaxandi austanátt á laugardag með rigningu á láglendi, hvöss norðaustanátt um kvöldið með talsverðri snjókomu niður á láglendi.

Spá gerð: 13. jan. 15:44. Gildir til: 15. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica