Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • fim. 09. des.

    Nokkur hætta
  • fös. 10. des.

    Nokkur hætta
  • lau. 11. des.

    Nokkur hætta

Þunnt lag af nýsnævi/skafsnjó ofan á hjarni. Vindflekar í giljum ofarlega í fjöllum og flestum viðhorfum. Spýjur féllu í vestur viðhorfum í Skutulsfirði á sunnudag.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það bætti á snjó í SV-éljagangi í síðustu viku og svo í hvassri SA-átt á sunnudag en þá rigndi á láglendi. Aðfaranótt þriðjudags snjóaði í hægum vindi 5-10 cm jafnfallið. Snjórinn er því nokkuð lagskiptur, nýsnævi á yfirborði, svo skafsnjór/skel ofan á stöðugu harðfenni. Efst í fjöllum er að finna litla vindfleka í giljum ofan á hjarninu í flestum viðhorfum.

Nýleg snjóflóð

Spýjur féllu ofan Súðavíkur í síðustu viku og votar spýjur féllu í hlýindum á sunnudag í Kirkjubóls- og Fossahlíð.

Veður og veðurspá

Hægbreytileg átt, svallt og smá snjókoma af og til. Hvessir lítillega með SA-A átt og síðar NA-átt en ekki mikil úrkoma. Gengur í SA-hvassviðri með hlýindum og rigningu láglendi en slyddu til fjalla á laugardag.

Spá gerð: 08. des. 15:15. Gildir til: 10. des. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica