Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • fim. 30. okt.

    Nokkur hætta
  • fös. 31. okt.

    Nokkur hætta
  • lau. 01. nóv.

    Nokkur hætta

Snjór á svæðinu er mis mikill og steinar og gróður stendur sumstaðar uppúr. Mögulegir vindflekar í S og A viðhorfum á miðvikudag. Óstöðugleiki myndast á föstudag þegar hlýnar og rignir í snjóinn.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Rignir í neðri hluta hlíða á föstudag en hlýnar hærra upp á laugardag.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjóþekjan er misþykk á svæðinu og snjór talinn frekar stöðugur, gróður og steinar standa uppúr víða. Meira snjóaði inn til dala í síðustu viku. Stíf N-V átt á miðvikdag til fjalla og vindflekar myndast í S og A viðhorfum. Stíf NV-átt og snjókoma í hæstu fjöll en rigning á láglendi á föstudag, á laugardag gæti frostmarkshæð náð 1000-2000 m hæð. Snjó verður votur og óstöðugur um tíma.

Nýleg snjóflóð

Engar nýlegar tilkynningar.

Veður og veðurspá

Vestlæg eða suðvestalæg átt og stöku él á snemma á fimmtudag en styttir svo upp. Fremur stíf NA-átt á föstudag og sjókoma í hæstu fjöll en rigning á láglendi. Minnkandi úrkoma á laugardag en hækkandi frostmarkshæð.

Spá gerð: 29. okt. 18:04. Gildir til: 31. okt. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica