Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • sun. 25. feb.

    Töluverð hætta
  • mán. 26. feb.

    Töluverð hætta
  • þri. 27. feb.

    Nokkur hætta

Veikt lag er enn í snjóþekjunni til fjalla og gáfu prófanir vísbendingar um að upptök snjóflóða geti breiðst nokkuð út. Það snjóaði nokkuð ákaft í hægum NV-lægum vindi á fimmtudag og föstudag en vindflekar í suðlægum viðhorfum hafa stækkað.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Veikleiki í snjóþekju gæti enn verið til staðar til fjalla þar sem hlýindi hafa ekki náð að hafa áhrif á snjóþekju

Vindflekar hafa stækkað í suðlægum viðhorfum eftir ríkjandi N-NA snjókomu síðustu daga.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það hlánaði upp undir fjallatoppa síðustu helgi svo snjór sjatnaði en nú hefur fryst aftur uppi. Veikt lag er þó ofantil í snjóþekjunni sem við prófanir í NA-vísandi kverk Suðurdals í Hlíðarfjalli 16. febrúar sýndi vísbendingar um nokkuð auðvelda útbreiðslu brota á hjarnlagi ofarlega í snjónum. Það snjóaði aðeins í hægri NA-lægri átt á miðvikudag með lítilsháttar flekamyndun og brast um 30 m breiður fleki við sprengingu í Brún Hlíðarfjalls. Síðdegis á fimmtudag snjóaði svo ákaft í hægri NV-átt og áfram yfir föstudaginn. Nú hefur fryst aftur og hitastig víða lægra en -10 til fjalla.

Nýleg snjóflóð

Þunnur fleki um 30 m breiður brast í brún Hlíðarfjalls 22.2 við sprengingu. Snjóflóð af stærð 3 í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði eftir N-áttir fyrir viku síðan. Fjögur nokkuð breið flóð sáust utarlega Í Keflavíkurdal í Fjörðum 16.2.

Veður og veðurspá

Dregur úr éljagangi og vindi á Sunnudag en herðir frost. SSV hvassviðri og úrkoma taka svo við á mánudag með hlýindum sem gætu náð upp til fjalla. Áframhaldandi snjókoma í logni á þriðjudag.

Spá gerð: 24. feb. 13:42. Gildir til: 25. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica