Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni) 
-
lau. 22. nóv.

Lítil hætta -
sun. 23. nóv.

Lítil hætta -
mán. 24. nóv.

Lítil hætta
Snjór er almennt talinn stöðugur og ætti að styrkjast enn frekar með kólnandi veðri á laugardag.
Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Snjór til fjalla blotnaði í hlákunni sem gekk yfir landið á fimmtudag og föstdag (20.-21. nóv) en er almennt talinn stöðugur. Hæglætis veður á næstunni en fer kólnandi sem kemur almennt til með að styrkja snjóþekjuna enn frekar.
Nýleg snjóflóð
Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.
Veður og veðurspá
Rólegt veður næstu daga en fer kólnandi. Hæð yfir landinu frá laugardegi til mánudags.



