Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • lau. 13. des.

    Nokkur hætta
  • sun. 14. des.

    Nokkur hætta
  • mán. 15. des.

    Nokkur hætta

Viðvarandi veikt lag er enn til staðar ofarlega til fjalla og vindflekar til staðar á suð- og vestlægum hlíðum. Varast skal brattar hlíðar ofarlega til fjalla þar sem vindflekar liggja á virku viðvarandi veiku lagi.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Sprengjuflóð féll á viðvarandi veiku lagi 11.12. ofarlega í Hlíðarfjalli og gefur til kynna að lagið er enn virkt.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Viðvarandi veikt lag er enn til staðar ofarlega til fjalla. Snjóflóð féll með fjarbroti við sprengjustýringar í Hlíðarfjalli og gefur til kynna að lagið er enn virkt. Ofan á veika laginu sitja vindflekar og vindflekar til staðar á suð- og vestlægum hlíðum eftir austlægar áttir. Lítilsháttar éljagangur næstu daga bætir snjó ofan á þessa fleka ofarlega til fjalla

Nýleg snjóflóð

Snjóflóð að stærð 2 féll við sprengjustýringu í Hlíðarfjalli á fimmtudagskvöld. Það féll á viðvarandi veiku lagi og breiddist töluvert út.

Veður og veðurspá

Hægur vindur og lítilsháttar úrkoma til fjalla yfir helgina.

Spá gerð: 12. des. 15:15. Gildir til: 15. des. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica