Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • fim. 09. feb.

    Nokkur hætta
  • fös. 10. feb.

    Nokkur hætta
  • lau. 11. feb.

    Nokkur hætta

Snjóþekja er almennt talin stöðug eftir frost og þíðu síðustu daga. Síðan hefur snjóað í sunnanáttum og gera má ráð fyrir að vindflekar hafi myndast í norðlægum viðhorfum. Djúphrím gæti leynst sums staðar hátt til fjalla á nokkru dýpi.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Á þriðjudag og miðvikudag snjóaði í S-SV áttum og finna má vindfleka í norðlægum viðhorfum. Aðfaranótt fimmtudags snýst í N-átt með éljagangi og gera má ráð fyrir snjósöfnun í suðurvísandi hlíðum. Djúphrím gæti leynst sums staðar á nokkru dýpi undir þykku harðfenni, líkt og snjógryfja í Hlíðarfjalli í lok janúar sýndi. Ólíklegt er að fólk setji slík flóð af stað en ef það gerist, gætu þau orðið stór.

Nýleg snjóflóð

Engin snjóflóð hafa verið skráð nýlega.

Veður og veðurspá

Norðanátt og éljagangur á miðvikudagskvöld og nótt. Snýst í sunnanáttir á fimmtudag, 8-15 m/s síðdegis og bjartviðri. Á föstudag og laugardag er útlit fyrir að hlýni á láglendi og upp í fjallstoppa.

Spá gerð: 08. feb. 13:43. Gildir til: 09. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica