Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • lau. 01. nóv.

    Nokkur hætta
  • sun. 02. nóv.

    Nokkur hætta
  • mán. 03. nóv.

    Lítil hætta

Snjór á svæðinu er mis mikill og steinar og gróður stendur sumstaðar uppúr. Hlýindi og rigning næstu daga hafa talsverð áhrif á snjóinn og getur hann orðið óstöðugur um tíma.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Hlýnar upp í fjallahæð um helgina með rigningu við og við.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjóþekjan er misþykk á svæðinu og snjór talinn frekar stöðugur, gróður og steinar standa uppúr víða. Tvær gryfjur á svæðinu 30.okt, í Hlíðarfjalli var vindfleki í suðlægu viðhorfi ofan á nýsnævi með köntuðum kristöllum við jörðu. Gryfjan í Öxnadal sýndi einsleitari snjó en báðar gryfjur voru með háann hitastigul. Hlýindi og rigning hátt til fjalla gera snjóinn óstöðugann um tíma en svo sjatnar snjórinn og styrkist.

Nýleg snjóflóð

Engar nýlegar tilkynningar.

Veður og veðurspá

Norðlæg eða breytileg átt og hlýtt í veðri og úrkoma með köflum. Rigning upp í miðjarð hlíða en snjór bætist við í efstu fjöll.

Spá gerð: 31. okt. 14:45. Gildir til: 03. nóv. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica