Hafístilkynningar síðustu 30 daga

17. okt. 2018 22:28 - Skip

Ísjakinn sem sást við Stóraboða/Þorkelssker hefur líklegast farið uppí fjöru og brotnað niður í brælunni um daginn og sést ekki lengur vestanmeginn í Húnaflóa.

15. okt. 2018 18:16 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi undanfarna daga og því lítið sést til hafís.
Gögn frá radartungli hafa heldur ekki borist og því ekki hægt að teikna hafískort í dag.
Samkvæmt hafískortum Dönsku Veðurstofunnar (DMI) eru jakar og brot á Grænlandssundi næst Grænlandi en lítill sem enginn samfelldur hafís. Þá hefur borði á tilkynningum um ísjaka við Húnaflóa, sjá neðar á þessari síðu.

09. okt. 2018 18:18 - Skip

Ísjaki við stóraboða í húnaflóa
Hefur brotnað mikið niður síðustu daga og minnkað töluvert. Virðist vera strand en töluvert vagg var á honum á um 20 fa dýpi stakir molar liggja í suðurátt frá jakanum sirka stærð á jaka er 15 metra hár og 20-30 metra breiður.
Staðsetning
65,44,5
21,15,8

Hnit á stökum hafís

  • 65:44.5N, 21:15.8W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

08. okt. 2018 15:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Samkvæmt hafískortum frá norsku og dönsku veðurstofunum er ennþá lítill sem enginn samfelldur hafís á Grænlandssundi, þó eru gefnar vísbendingar um nýmyndun á stöku stað við strönd Grænlands. Borgarísjakar og borgarbrot eru enn á víð og dreif á Grænlandssundi og nýlega hafa borist tilkynningar um jaka úti fyrir Norðurlandi, sjá hér á síðunni.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi alla þessa viku, stundum hvass vindur eða jafnvel stormur.

03. okt. 2018 13:50 - Skip

Borgarís við Þorkelssker.

Hnit á stökum hafís

  • 65:46.065N, 21:15.241W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

01. okt. 2018 13:37 - Óskilgreind tegund athugunar

Engin samfelld hafísbreiða er nú milli Íslands og Grænlands. Borgarísjakar og borgarbrot eru þó á víð og dreif á Grænlandssundi og einnig úti fyrir Norðurlandi, sjá tilkynningar hér á síðunni. Breytileg vindátt verður á Grænlandssundi næstu daga og er yfirborðshiti sjávar um 2-3 gráður á þeim slóðum.

01. okt. 2018 10:24 - Skip

Skip tilkynnir um brot af borgarísnum við Hrólfsker á stað 66°07N 018°25V rekur í norður.
Uppfært
kl. 13:46 fengum við tilkynningu um að borgarísinn hafi brotnað upp í a.m.k. 6 hluta.

Hnit á stökum hafís

  • 66:07.0N, 18:25.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

28. sep. 2018 20:32 - Óskilgreind tegund athugunar

TILKYNNT UM BORGARISJAKA A STAD 66.22,10N-021.11,00W. JAKINN SEST VEL I RADAR OG REKUR I SUDUR ATT. EKKI ER UTILOKAD AD MINNI JAKAR SEU I KRING

Hnit á stökum hafís

  • 66:22.10N, 021:11.00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

26. sep. 2018 09:01 - Skip

Borgarís í mynni Eyjafjarðar hefur kurlast mikið úr honum getur verið hættulegt í myrkri.

Hnit á stökum hafís

  • 66:08.89N, 18:28.98W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

24. sep. 2018 13:13 - Óskilgreind tegund athugunar

Engin samfelld hafísbreiða er nú milli Íslands og Grænlands. Borgarísjakar og borgarbrot eru þó á víð og dreif á Grænlandssundi og einnig hafa borist tilkynningar um jaka úti fyrir Norðurlandi, sjá tilkynningar hér á síðunni. Breytileg vindátt verður á Grænlandssundi næstu daga og er yfirborðshiti sjávar um 2-3 gráður á þeim slóðum.

20. sep. 2018 15:22 - Flug Landhelgisgæslunnar

Borgarísjaki sást kl. 15:22 á stað 66°48'N 027°24'V og annar kl. 15:25 á stað 66°31'N 026°42'V.

Hnit á stökum hafís

  • 66:48N, 27:24W
  • 66:31N, 26:42W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica