Hafístilkynningar síðustu 30 daga

13. sep. 2021 12:21 - Óskilgreind tegund athugunar

Eins og undanfarið er engin samfelld hafísbreiða sjáanleg á Grænlandssundi. Í gögnum úr gervitunglum má greina staka ísjaka á svæðinu og eru sæfarendur eru beðnir um að vera á varðbergi gagnvart borgarís.

09. sep. 2021 12:30 - Skip

Landhelgisgæslan tilkynnir um hafís á eftirfarandi stöðum:
Jaki á 67°27,7'N - 022°31,1'W
Fleki á 67°28,5'N - 022°46,1' W sem sést illa á radar
Fleki á 67°31,1'N - 022°31,9'W
Jaki á 67°31,7'N - 022°16,6'W Nokkrir smájakar N og S af honum.
Einnig vart við stöku ís-hröngl á þessum slóðum.
Skyggni gott.

Hnit á stökum hafís

  • 67:27.7N, 22:31.1W
  • 67:28.5N, 22:46.1W
  • 67:31.1N, 22:31.9W
  • 67:31.7N, 22:16.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

06. sep. 2021 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Eins og verið hefur, er engin samfelld hafísbreiða sjáanleg á Grænlandssundi. Í gögnum úr gervitunglum má greina staka ísjaka á svæðinu. Sjófarendur eru beðnir um að vera á varðbergi gagnvart stökum jökum.

30. ágú. 2021 17:39 - Byggt á gervitunglamynd

Engin samfelld hafísrönd né ísjakar sjást á tunglmyndum en tilkynningar um staka jaka berast Veðurstofunni, síðast 26. ágúst 2021.
Ekki er útilokað að ísjakar séu á stangli á Grænlandssundi þrátt fyrir að sjást ekki á tunglmyndum og er sjófarendum bent á að fylgjast með tilkynningum um jaka.

26. ágú. 2021 15:12 - Skip

Tilkynning um Borgarís frá sjófarendum

Hnit á stökum hafís

  • 67:17.3N, 20:35.5W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

24. ágú. 2021 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Um þessar mundir er enginn samfelldur hafís á Grænlandssundi. Í gögnum úr gervitunglum má greina staka ísjaka á svæðinu, einkum Grænlandsmegin við miðlínu. Sjófarendur eru beðnir um að vera á varðbergi gagnvart stökum jökum.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica