Hafístilkynningar síðustu 30 daga

18. mar. 2019 12:58 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn virðist vera u.þ.b. 100 sjómílur NV af Vestfjörðum. Reikna má með að hafís muni færast nær landi á næstu dögum þar sem spár gera ráð fyrir suðvestlægri átt fram að helgi hið minnsta.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. mar. 2019 17:05 - Byggt á gervitunglamynd

Myndin var teiknuð eftir gervitunglamynd frá í dag, 4. mars. Þunn skýjahula var yfir svæðinu en allvel sást í ísinn í gegnum hana. Hafísjaðarinn var næstur landi um 105 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. feb. 2019 17:29 - Byggt á gervitunglamynd

Þétt ísbreiða sést vel á SEVIRI-gervitunglamyndum og ísröndin er áætluð 92 sml norvestur af Straumnesi. Norðaustanáttir verða ríkjandi út vikuna þ.a. borgarís ætti ekki að nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 92 sml norðvestur af Straumnesi.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica