Hafístilkynningar síðustu 30 daga

11. jan. 2021 15:10 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort var dregið eftir myndum Sentinel1- og Modis-gervitunglanna. Hafísbreiðan nær vel inn fyrir miðlínu og er aðeins um 26 sml norðnorðvestan af Kögri. Stíf austan- og norðaustanátt á þriðjudag og miðvikudag ætti í bili að hindra ísinn að nálgast enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísröndin er um 26 sml norðnorðvestur af Kögri

05. jan. 2021 20:29 - Skip

Komid i isspong kl 20:29 stads: 6759-2239 Sest vel i ratsja
Ship arrived near ice-floe. Easy visible on radar

Hnit á stökum hafís

  • 67.59N, 22.39W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

04. jan. 2021 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 3. og 4. janúar 2021. Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 50 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Útlit er fyrir suðvestanátt á Grænlandssundi í dag og á morgun (mán. og þri.) og gæti því ísinn færst nær landi af völdum vinds. Snýst í skammvinna norðaustanátt á miðvikudag, en aftur suðvestanátt á fimmtudag. Síðan breytileg átt út vikuna, stundum hvass vindur og kólnar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. des. 2020 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísrönd er um 50 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Búast má við suðlægum áttum um helgina og því gæti hafísinn færst nær.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. des. 2020 16:57 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað með myndum frá radargervitungli 20. og 21. desember. Breytilegar áttir í spám þessa vikuna, þó ekki SV átt í langann tíma svo ísinn ætti ekki að fræast mikið.
Ísröndin er um 100 sjómílur frá Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica