Hafískort dregið eftir litmynd Sentinel-1 gervitunglsins frá 21. og 22. maí 2023. Ísröndin er 50 sml norður af Kögri. Suðvestlægar áttir verða ríkjandi. Því eru líkur á að ísinn reki nær landi vegna vinds.
![]() |
Hafískort dregið eftir litmynd VIIRS gervitunglsins frá 14:00 16. maí 2023. Ísinn hafði rekið heldur nær landi síðan í gær, en næst landi var hann um 59 sjómílur NV af Straumnesi. Það var hálfskýjað á Grænlandssundi í dag, en á gervitunglamyndum í morgun sást ísspöng teygja sig nokkuð langt til suðurs út frá meginísröndinni. Það er útlit fyrir breytilegar áttir á svæðinu næstu daga, en suðvestlægar áttir verða líklega ríkjandi. Því eru líkur á að ísinn reki nær landi vegna vinds.
![]() |
Tilkynnt var um hafís NV af Vestfjörðum. Er hann næst landi á eftirfarnadi stöðum: 64nm af Horni, 68 nm af Straumnesi, 103nm af Barðanum og 96nm frá Blakknesi.
![]() Sea ice map |
Hafískort er dregið eftir gervitunglamyndum frá laugardeginum 6. maí og sunnudeginum 7. maí. Hafísjaðarinn var næst landi 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Næstu vikuna er útlit fyrir breytilegum áttum á svæðinu og því ætti ísjaðarinn að færast lítið.
![]() |