Hafístilkynningar síðustu 30 daga

19. feb. 2024 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn var um 55 mílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því ætti vindur ekki að færa ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. feb. 2024 14:49 - Byggt á gervitunglamynd

Á grevitunglamyndum sést mikill hafís á svæðinu, að hluta innan miðlínu, en eins má reikna með borgarís á víð og dreif. Stíf norðaustanátt í dag, en snýst síðan í vestan- og suðvestanátt sem mun færa borgarjaka nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 59 sml norðvestur af Straumnesi

05. feb. 2024 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamynd frá því kl. 8:22 í morgun, mán. 5. feb. 2024.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 57 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Frá mánudegi til fimmtudags eru norðan- og norðaustanáttir algengastar á Grænlandssundi og vindur ætti því ekki að að færa ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. feb. 2024 11:09 - Óskilgreind tegund athugunar

Hafískort frá dönsku Veðurstofunni dags. 31.01.2024

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. jan. 2024 04:00 - Skip

Nýmyndaður Flöguís á staðsettningu 65.55N, 27.54W, SOG11,4 kn. COG 067° og 21 sml til Vest suðvesturs, yfirborðs hitastig fór niður í -1,7 °C sást allstaðar í kringum skipið og það sem ég sá út frá skipnu.

Leit út fyrir stórt svæði af nýminduðum ís. Constant á milli seinustu staðsettningu og þessarar.

Hnit á stökum hafís

  • 65.55N, 27.54W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica