Hafístilkynningar síðustu 30 daga

20. jan. 2020 17:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er allbreytileg en virðist vera næst Íslandi um 95 sjómílur NV af Kóp. Það er að sjá allstóra spöng. Þar sem skiptast á NA- áttir og SV-áttir næstu daga má búast við að hreyfanleiki íssins verði talsverður. Eins getur íshrafl verið nær landi en greinanlegt er á myndunum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. jan. 2020 13:50 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er um 70 sjómílur norðvestur af Barða. Hvassar norðaustanáttir verða ríkjandi næstu daga og því ólíklegt að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. jan. 2020 17:32 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað er á Grænlandssundi og eins hafa ekki hafa fengist nýjar gervitunglamyndir til að geta gefið áræðanlega mynd af útbreiðslu hafíss. Kortið er því að mestu byggt á eldri myndum og ágiskun. Líklegur ísjaðar er um 91 sml VNV af Straumnesi. Spáð er norðaustanáttum til miðvikudags, en síðan suðvestanáttum sem gæti fært borgarjaka nær landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 91 sml VNV af Straumnesi

31. des. 2019 13:53 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir gervitunglamyndum frá 28. og 29. desember. Ísjaðarinn er næst 90 sjómílum frá Barða en þar sem vindar hafa verið að blása úr suðvestri er líklegt að jaðarinn hafi færst eitthvað nær Íslandi en sýnt er á kortinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica