Hafístilkynningar síðustu 30 daga

19. ágú. 2019 14:31 - Byggt á gervitunglamynd

Hafiskort unnið uppúr Sentinel 1 gervitunglamyndum, numdar annarsvegar 17. ágúst og hinsvegar 19. ágúst. Engin hafísbreið sést, en hægt er að greina stöku borgarísjaka en líklega eru fleiri minni sem sjást ekki. Norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því nálgast ísinn ekki landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglamyndum.

13. ágú. 2019 08:13 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki sást neinn hafís á gervitunglamyndum. Þó er ekki útilokað að stöku hafís leynist á svæðinu líkt og danska hafískortið gefur til kynna.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. ágú. 2019 08:29 - Byggt á gervitunglamynd

Lítið er eftir af hafís við Grænland á nýjustu gervitunglamyndum (sem gáfu þó ekki sýn á allt svæðið).

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. júl. 2019 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Aðeins eru eftir leifar af ís við Grænland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica