Hafístilkynningar síðustu 30 daga

16. sep. 2019 17:25 - Byggt á gervitunglamynd

Enga samfellda hafísbreiðu er að sjá á Grænlandssundi. Gervitunglagögn sýna staka jaka á svæðinu.
Spáð er hvassri norðaustlægri átt á svæðinu eftir miðja viku.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. sep. 2019 15:41 - Óskilgreind tegund athugunar

Enga samfellda hafísbreiðu er að sjá á Grænlandssundi. Gervitunglagögn sýna staka jaka á svæðinu.
Spáð er norðaustlægum eða breytilegum áttum á svæðinu næstu daga. Vindhraði lítill, yfirleitt innan við 10 m/s.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. sep. 2019 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Enga samfellda hafísbreið er að sjá á Grænlandssundi um þessar mundir, eins og svo oft á þessum árstíma. Gervitunglagögn sýna staka jaka á svæðinu.
Spáð er breytilegri vindátt á Grænlandssundi næstu daga, þar af suðvestanátt um tíma. Vindraði lítill, eða yfirleitt innan við 10 m/s.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. ágú. 2019 18:35 - Óskilgreind tegund athugunar

Engan hafís er að sjá á ratsjármyndum frá gervitunglum, en samkvæmt nýju hafískorti dönsku veðurstofunar er eitthvað um ís á stangli, einkum borgarís og virðist hann allur vera vestan miðlínu, þótt ekki sé hægt að útiloka ís nær Íslandi.

19. ágú. 2019 14:31 - Byggt á gervitunglamynd

Hafiskort unnið uppúr Sentinel 1 gervitunglamyndum, numdar annarsvegar 17. ágúst og hinsvegar 19. ágúst. Engin hafísbreið sést, en hægt er að greina stöku borgarísjaka en líklega eru fleiri minni sem sjást ekki. Norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því nálgast ísinn ekki landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglamyndum.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica