Hafístilkynningar síðustu 30 daga

01. apr. 2020 13:49 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1 gervitunglsins og hafískorti dönsku veðurstofunnar. Vaxandi norðaustanáttir næstu daga bera hafís til suðsuðvesturs. Áætluð ísrönd er um 41 sml norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 41 sml norðvestur af Straumnesi.

31. mar. 2020 16:00 - Skip

Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum. Við eftirlit varðskipsins Þórs kom áhöfnin auga á hafísinn sem var rétt utan við Halann. Ísbrúnin lá í norðaustur og klukkan 16 í gær var ísinn næst landi um 43 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Frétt á vef Landhelgisgæslunnar

Hnit á hafísjaðri

  • 67:02N, 25:29W
  • 67:08N, 25:12W
  • 66:57N, 25:01W
  • 66:52N, 24:50W
  • 66:55N, 24:32W
  • 66:59N, 24:21W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

23. mar. 2020 14:33 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort er byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu. Áætlaður ísjaðar er 78 sml vestnorðvestur af Barðanum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 78 sml VNV af Barða

16. mar. 2020 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 15. og 16. mars 2020. Með þessum gögnum mátti greina megnið af meginröndinni og mældist hún í um 70 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Útlit er fyrir norðaustan storm eða enn hvassara á Grænlandssundi nú í byrjun vikunnar og ísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds. Lægir á miðvikudag. Seinnipart vikunnar eru síðan horfur á suðlægum áttum, þar á meðal suðvestanátt með köflum og gæti ísinn þá færst nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. mar. 2020 16:12 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn sést vel á myndum frá Sentinel-1 radartunglinu. Ísjaðarinn breytist talsvert milli daga og líkur eru á að íspsangir eða stakir jakar séu fjær Grænlandi en meginjaðar hafísins, en hann er í dag uþb. 130 SM frá Vestfjörðum. Norðaustanáttir eru ríkjandi næstu daga og litlar líkur á að hafís færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica