Hafístilkynningar síðustu 30 daga

22. maí 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir litmynd Sentinel-1 gervitunglsins frá 21. og 22. maí 2023. Ísröndin er 50 sml norður af Kögri. Suðvestlægar áttir verða ríkjandi. Því eru líkur á að ísinn reki nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. maí 2023 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir litmynd VIIRS gervitunglsins frá 14:00 16. maí 2023. Ísinn hafði rekið heldur nær landi síðan í gær, en næst landi var hann um 59 sjómílur NV af Straumnesi. Það var hálfskýjað á Grænlandssundi í dag, en á gervitunglamyndum í morgun sást ísspöng teygja sig nokkuð langt til suðurs út frá meginísröndinni. Það er útlit fyrir breytilegar áttir á svæðinu næstu daga, en suðvestlægar áttir verða líklega ríkjandi. Því eru líkur á að ísinn reki nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. maí 2023 15:28 - Flug Landhelgisgæslunnar

Tilkynnt var um hafís NV af Vestfjörðum. Er hann næst landi á eftirfarnadi stöðum: 64nm af Horni, 68 nm af Straumnesi, 103nm af Barðanum og 96nm frá Blakknesi.

Hnit á hafísjaðri

 • 66:13N, 29:09W
 • 66:03N, 28:07W
 • 67:03N, 27:50W
 • 66:59N, 27:23W
 • 67:10N, 26:23W
 • 67:20N, 26:05W
 • 67:19N, 25:49W
 • 67:15N, 25:46W
 • 67:15N, 25:05W
 • 67:42N, 23:10W
 • 67:31N, 21:48W
 • 67:30N, 21:16W
 • 68:07N, 19:45W
 • 68:28N, 19:53W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

08. maí 2023 18:40 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er dregið eftir gervitunglamyndum frá laugardeginum 6. maí og sunnudeginum 7. maí. Hafísjaðarinn var næst landi 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Næstu vikuna er útlit fyrir breytilegum áttum á svæðinu og því ætti ísjaðarinn að færast lítið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. maí 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er dregið eftir gervitunglamynd í dag, 1. maí. Hafísjaðarinn var næst landi um 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. apr. 2023 12:20 - Skip

Skip tilkynnir samfellda ísspöng, 3 sml að lengd, liggur austur vestur. Hnit 67°46,6N; 020°00,8V til 67°46,4N; 019°51V. Sést vel í radar. Sést í aðra rönd norður af þessari sem virðist dreifðari.

Hnit á hafísjaðri

 • 67:46.6N, 20:00.8W
 • 67:46.4N, 19:51.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica