Hafístilkynningar síðustu 30 daga

24. jún. 2019 18:44 - Byggt á gervitunglamynd

Skv. ratsjármynd sem tekin var í morgun og nær yfir vestanvert svæðið lá ísjaðarinn um:
66°03´N 26°20´V
66°38´N 25°52´V
66°32´N 25°27´V
66°54´N 24°05´V
67°10´N 22°57´V

Innan ísbreiðunnar er borgarísjaki á 66°46´N 25°29´V. Reikna má með fleiri borgarísjökum og borgarbrotum þó þau greinist ekki vel á myndinni.
Meðfylgjandi er ískort frá því í dag (og jaðar frá því í gær settur inn til að gefa hugsanlega staðsetningu austast til kynna). Athugið þó að þar vantar inn á íssvæði austast, sem lentu "utan myndar"

Hnit á stökum hafís

 • 66:46.0N, 25:29.0W

Hnit á hafísjaðri

 • 66:03.0N, 26:20.0W
 • 66:38.0N, 25:52.0W
 • 66:32.0N, 25:27.0W
 • 66:54.0N, 24:05.0W
 • 67:10.0N, 22:57.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Ískort frá því í dag ásamt jaðar frá því í gær til að gefa hugsanlega staðsetningu austast til kynna.ATH, vantar inn á íssvæði austast, sem lentu "utan myndar"

23. jún. 2019 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er byggt á Sentinel-1 ratsjármynd sem var numin klukkan 19:07 í kvöld, og næst er ísinn 28 sjómílur NNA af Horni. Ísinn hefur færst tæpar 10 sjómílur til austurs frá því í morgun. Áframhaldandi suðvestanátt er spáð á svæðinu, og gæti hafísinn því færst nær landi.

Hnit á stökum hafís

 • 66:24.0N, 26:42.0W
 • 66:47.0N, 25:28.0W

Hnit á hafísjaðri

 • 66:11.0N, 26:12.0W
 • 67:06.0N, 23:00.0W
 • 66:56.0N, 22:15.0W
 • 66:59.0N, 21:43.0W
 • 67:16.0N, 21:30.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort teiknað af Ingibjörgu Jónsdóttur við Háskóla Íslands, unnið úr Sentinel-1 ratsjármyndum sem voru teknar klukkan 19:07, 23. júní.
Styddu til að skoða stærri mynd
Sentinel-1 ratsjármynd, numin klukkan 19:07, 23. júní, með vegalengdum frá landi.

23. jún. 2019 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafiskort er byggt á SENTINEL-1 mynd frá kl. 19:07 og 19:08 þ. 23. júní 2019. Myndin sýnir að hafísinn er næst landi um 28 nm NNA af Horni á Hornströndum og hafði sá ís færst um 10 nm til austurs frá því um morguninn (m.v. mynd tekna kl. 7:49). Af myndum að dæma virðist ísinn víða vera gisinn. Ekki náðust myndir af austasta og vestasta hluta svæðisins í gær og þar sem hafísþekjan er að breytast hratt voru eldri myndir ekki skoðaðar. Taka verður fram að ekki er unnt að greina allan hafís eða borgarísjaka með gervitunglagögnum. Spáð er suðvestlægum áttum á svæðinu fram á föstudag og er því viðbúið að ísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. jún. 2019 19:14 - Byggt á gervitunglamynd

Hnit á jaðrinum þeim megin eru:

65°58´N 27°37´V

66°35´N 25°18´V

67°08´N 23°28´V Þar austur af er áreiðanlega meiri ís.

Innan ísbreiðunnar sást stór borgarísjaki á stað 66°46´N 25°28´V Það gætu verið miklu fleiri minni borgarísjakar þarna, en ekki alltaf hægt að greina þá frá skipum.

Spöngin sem var úti fyrir Kópi hefur færst og virðist að mestu bráðnuð, það sjást merki um kaldari tungu í sjónum á svipuðum slóðum og hún var.

Næstu daga er útlit fyirr ákveðinni suðvestan átt á Grænlandssundi, lengst af 10-15 m/s, og er því líklegt að hafísinn færist til austurs og nær landi.

Hnit á stökum hafís

 • 66:46N, 25:28W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort teiknað af Ingibjörgu Jónsdóttir, HÍ. Byggt á Sentinel-1 radarmynd.

19. jún. 2019 17:20 - Flug Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan fór í hafískönnunarflug í dag milli kl 15:15 og 16:10 var hafísinn kannaður á milli Íslands og Grænlands. Flogið norður með ísröndinni en skýjað var yfir suðurhlutanum af ísnum þannig að ekki var hægt að meta þéttleikan þar, en fyrir norðan 66°40‘N er þéttleikinn 6-8/10 og litlar ísdreifar út frá meginísröndinni. Ísinn er næstur landi 41 sjml NV af Straumnesi. Einnig er hann 56 sjml VNV af Bjargtöngum.

Komu að borgarísjaka á 67°11‘N – 022°47‘V kl 15:51. Hæð jakans c.a. 10m, breidd 50m.

Ísbreiða syðst er á:
65°45,0 N – 027°31,0W
65°50,0 N – 026°39,0W
65°58,0 N – 026°43,0W
66°14,0 N – 026°23,0W

Hnit á stökum hafís

 • 67:11N, 22:47V

Hnit á hafísjaðri

 • 66:44.0N, 27:30.0W
 • 66:30.0N, 26:52.0W
 • 66:50.0N, 26:11.0W
 • 67:05.0N, 26:42.0W
 • 67:02.0N, 26:15.0W
 • 67:16.0N, 25:52.0W
 • 66:40.0N, 25:34.0W
 • 66:58.0N, 24:50.0W
 • 67:02.0N, 23:27.0W
 • 67:12.0N, 23:26.0W
 • 67:11.0N, 24:05.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

17. jún. 2019 13:56 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er byggt á gervitunglamyndum og radarmyndum frá 15. og 16. júní. Hafísjaðar er nú um 47 sjómílur norðvestur af Straumnesvita og hefur verið að færast nær síðustu daga. Norðaustlæg átt á svæðinu í dag, en síðan er útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga eða breytilega átt á þriðjudag og miðvikudag og því getur hafísinn færst nær. Mikilvægt er því að fylgjast með þróuninni næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. jún. 2019 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískortið er teiknað eftir gervitunglamyndum frá í gær, 10. júní. Ísjaðarinn var næstur landi um 75 sjómílur NNV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. jún. 2019 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Það hefur verið og verður áfram norðaustan átt á Grænlandssundi sem heldur ísnum að landi þar. Einhver breyting gæti orðið á því um hvítasunnuhelgina. Þá er útilit fyrir breytilega eða jafn vel norðvestlæga átt sem gæti dreift ísnum meira. Gott að fylgjast vel með og kíkja á nýtt kort eftir helgina. Kortið 3. júní er byggt á gervitunglamynd, litablöndu, frá polar-tungli þar sem allur ísinn sást tiltölulega vel á einni mynd frá því í hádeginu í dag. Engar myndir hafa borist frá radartunglum til samanburðar í nokkra daga. Ísinn er næstur 79 sjómílur frá landi, NNV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. maí 2019 14:40 - Byggt á gervitunglamynd

Undanfarið hefur verið norðaustanátt á Grænlandssundi sem hefur haldið ísnum að Grænlandi. Það lítur ekki út fyrir að breyting verði á því í þessari viku. Kortið er byggt á gervitunglamyndum teknar með sýnilegu ljósi, og teiknað eftir einni góðri mynd frá deginum í dag. Öll hafísröndin sást með þeirri mynd. Radarmyndir frá í dag og í gær (26. og 27. maí) voru til stuðnings. Á þeim sást einstaka spöng úti fyrir megin svæðinu. Næst mældist ísinn 87 sjómílur norður af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica