Hafístilkynningar síðustu 30 daga

26. okt. 2020 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 25.10 og 24.10, auk þess sem ískort DMI var haft til hliðsjónar. Hafísröndin er um 110 sjómílur NNV af Straumnesi þar sem hún liggur næst Íslandi, en nokkrir borgarísjakar sjást þó nær landinu. Það er útlit fyrir norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga, svo ólíklegt er að ís reki nær Íslandi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. okt. 2020 17:23 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er um 80 sjómílur NV af Straumnesi. Ísinn er nokkuð gisinn þar sem hann er næst en þéttist er norðar dregur. Nokkuð er um borgarískjaka suðvestur af hafísröndinni. Hægum breytilegum áttum er spáð fyrrihluta vikunnar og því ólíklegt að ísinn hreyfist mikið en síðari hluta vikunnar er von á austlægum og norðaustlægum áttum og ætti ísinn þá að fjarlægast Ísland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. okt. 2020 10:09 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er 102 sjómílur NV af Straumnesi þar sem hún er næst Íslandi. Við Kangerlussuaq og til suðvesturs má sjá borgarísjaka á gervitunglamyndum síðustu daga. Ísinn er nokkuð gisinn að vestanverðu en þéttist eftir því sem norðar dregur. Suðvestanátt er spáð á Grænlandssundi næstu daga, en norðaustlægum áttum síðari hluta vikunnar. Ekki er að sjá að hafísjaðarinn nálgist Ísland á því tímabili.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. okt. 2020 14:53 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum Sentinel gervitunglanna, þar sem sjá má fremur gisinn ís fjarri miðlínu. Einnig sést vel íshrafl við mynni Kangerlussuaq-fjarðar. Ísjaðarinn er um 109 sml norðvestur af Straumesi. Spáð er norðaustanáttum næstu daga þ.a. borgarís ætti að haldast fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 109 sml norðvestur af Straumnesi

28. sep. 2020 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað eftir gervitunglamynd frá 27. 09. 2020, gisinn ís eða ísspangir er nálægt Grænlandi en talsvert frá miðlínu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica