Hafístilkynningar síðustu 30 daga

12. apr. 2021 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglagögnum frá 11. og 12. apríl 2021 (myndir með innrauðu og sýnilegu ljósi ásamt SAR gögnum). Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 24 sjómílna fjarlægð frá Kögri þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Á morgun (þriðjudag 13. apríl) og á miðvikudag er útlit fyrir suðvestanátt á Grænlandssundi og gæti ísinn þá færst nær landi af völdum vinds. Á fimmtudag er spáð hvassri austan- og norðaustanátt á svæðinu sem ætti að færa ísinn fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. apr. 2021 00:47 - Byggt á gervitunglamynd

Gervitunglamynd Sentinel-1 frá Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 16 SML norður af Vestfjörðum

05. apr. 2021 13:17 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn NV af Vestfjörðum er allþéttur en ekki samfrosinn að milu leiti. Ský trufla syðsta og nyrsta hluta svæðisins en jaðarinn er í um 36 sjómílna fjarlægð NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. mar. 2021 15:43 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er byggt á mynd úr gervitungli með litablöndum á sýnilegu ljósi. Bjart er á svæðinu og sást ísill allur og hitaskil í hafi á einni mynd frá 13:41 í dag. Ísröndin er ekki þétt og var næst 55 sjómílur frá landi.
Vestlægar og suðvestlægar áttir eru á sundinu, hvassar á miðvikudag og föstudag svo gera má ráð fyrir að ísinn færist nær landi. Með kortinu er ein myndanna sem sýnir ísinn vel.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

22. mar. 2021 11:45 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 21. mars 2021. Greina mátti megnið af ísröndinni, en næst landi var hún um 60 sjómílur NNV af Straumnesi. Stakir jakar eða rastir geta þó verið handan meginlínunnar.
Það er suðvestanátt á þessu svæði í dag, svo ísinn gæti rekið nær landi undan vindi. Á morgun og út vikuna er hins vegar útlit fyrir norðaustan- og austanátt á Grænlandssundi svo ísinn ætti þá ekki að berast nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. mar. 2021 17:33 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er dregið eftir gervitunglamyndum Sentinel-1 frá 14. og 15. mars og sýnir þétta hafísbreiðu við Grænland og er ísröndin um 55 sjómílur norðvestur af Kögri. Suðvestlægar áttir verða ríkjandi á Grænlandssundi næstu vikuna og því lílkegt að hafísinn færist nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica