Hafístilkynningar síðustu 30 daga

17. jún. 2024 16:57 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á tuglmynd frá 16.06 kl 08:22. Töluvert er um gisnar ísspangir vel innan miðlínu og næst landi u.þ.b. 27 sjómílur norðvestur af Straunesvita. Óvíst hve vel ís sést á radar. Norðaustlægar áttir næstu 2 sólarhringa ættu að ýta ísnum í átt að Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. jún. 2024 17:25 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir VIIRS gervitunglamynd frá 10. júní kl 14. Meginísröndin er um 50 sjómílur VNV af Gelti þar sem hún liggur næst landi. Í dag og á morgun eru suðvestlægar áttir á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi, en snýst í austan og síðar norðaustanátt á miðvikudag og þá ætti ísinn að fjarlægjast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. jún. 2024 17:33 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS og AVHRR frá 4. júní kl 15. Meginísröndin er um 50 sjómílur VNV af Ritstá þar sem hún liggur næst landi. Á miðvikudag er útlit fyrir vestan- og suðvestanátt á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi, en norðlægari á fimmtudag og ætti þá ísinn að fjarlægjast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. maí 2024 08:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármynd Sentinel-1 gervitunglsins frá 28. maí 2024 kl. 08:30. Meginísröndin er um 80 sjómílur NNV af Kögri þar sem hún liggur næst landi. Það verður norðaustanátt á svæðinu í dag, en um og eftir miðja vikuna er útlit fyrir suðvestanátt og ís gæti þá rekið nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica