Hafístilkynningar síðustu 30 daga

06. júl. 2020 14:28 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið teiknað með radarmyndum úr Sentinel-1 gervitunglinu frá 5. og 6. júlí. Ísröndin var 103 sjómílur NV af Straumnesi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Spáð er hægum vindi fram eftir vikunni. Hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. jún. 2020 13:30 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið teiknað með radarmyndum úr Sentinel-1 gervitunglinu frá 27., 28. 0g 29. júní. Ísröndin var 105 sjómílur NA af Straumnesi 28. júní þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga. Hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. jún. 2020 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi undanfarna daga og ekkert hefur sést til hafíssins á hefðbundnum tunglmyndum (sýnilegt og innrautt ljós). Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá því í dag og í gær (22. og 21. júní). Mældist meginísröndin í um 65 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi út vikuna og hvössum vindi um helgina. Hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. jún. 2020 14:42 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt radarmyndum úr gervitungli er ísinn fremur gisinn en ekki er ólíklegt að borgarís sé inná milli líka. Spangir eiga auðvelt með að breytast þar sem aðalísinn virðist ekki samfrosta. Spöngin næst landi er um 60 sjómílur norðvestur af Kögri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica