Hafístilkynningar - 2019

18. mar. 2019 12:58 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn virðist vera u.þ.b. 100 sjómílur NV af Vestfjörðum. Reikna má með að hafís muni færast nær landi á næstu dögum þar sem spár gera ráð fyrir suðvestlægri átt fram að helgi hið minnsta.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. mar. 2019 17:05 - Byggt á gervitunglamynd

Myndin var teiknuð eftir gervitunglamynd frá í dag, 4. mars. Þunn skýjahula var yfir svæðinu en allvel sást í ísinn í gegnum hana. Hafísjaðarinn var næstur landi um 105 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. feb. 2019 17:29 - Byggt á gervitunglamynd

Þétt ísbreiða sést vel á SEVIRI-gervitunglamyndum og ísröndin er áætluð 92 sml norvestur af Straumnesi. Norðaustanáttir verða ríkjandi út vikuna þ.a. borgarís ætti ekki að nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 92 sml norðvestur af Straumnesi.

18. feb. 2019 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) og hefðbundnum tunglmyndum (sýnilegt og innrautt ljós) frá 17. og 18. feb. 2019. Með því að nota öll tiltæk gögn frá þessum tveimur dögum mátti greina megnið af meginröndinni. Mældist meginröndin í um 76 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Frá mánudegi til fimmtudags í þessari viku er spáð norðaustanátt á Grænlandssundi og ætti því ísinn frekar að færast fjær landi. Möguleiki er á suðvestanátt frá föstudegi til sunnudags sem gæti fært ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. feb. 2019 14:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er um 88 sjómílur norðvestur af Gelti. Sést vel á gervitunglamyndum og radarmyndum. Norðaustanátt verður ríkjandi næstu daga á svæðinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. jan. 2019 08:13 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís teiknaður á kort byggt á Sentinel 1 gervitunglamynd frá 27. jan og 26. jan 2019.
Tvær tilkynningar hafa borist á síðast liðinni viku um borgarísjaka (önnur á 67:31:00N, 20:49:60W þann 24. jan. og hin á 66.4N, 27.8W þann 26. jan.)
Jaðar hafíssins er um 60 sm frá Barða á Vestfjörðum. Næstu daga verður ríkjandi norðaustanátt og ætti því hafísinn að haldast nær Grænlandi en Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. jan. 2019 12:00 - Skip

Athugun frá skipi

Ísinn misdreifður á athugunarsvæði: Spangir eða þéttar spildur, með gisnara ísreki á milli.
Þróunarstig hafíss: Aðallega miðlungsþykkur (70-120 cm) og þykkur (meira en 120 cm) vetrarís blandaður nokkru af þunnum vetrarís.
Ekki landmyndaður ís
Aðalbrúnin í N frá skipinu
Sigling greið ástand batnandi.

Hnit á stökum hafís

  • 66.4N, 27.8W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

24. jan. 2019 00:30 - Skip

67°31,00´N 020°49,60´V
10m á hæð
50-60m á lengd
Sést vel í Radar
Rekur í SV á 1knt hraða.

Hnit á stökum hafís

  • 67:31:00N, 20:49:60W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

21. jan. 2019 18:09 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís sást vel á tunglmynd frá Sentinel 1 radartunglinu þann 19. janúar.
Ekkert hefur borist af nothæfum tunglmyndum síðan. Jaðarinn er um 86 SM frá Vestfjörðum, en nokkuð hefur verið um tilkynningar um staka ísjaka úti fyrir Vestfjörðum síðustu daga.

Norðaustlægar áttir eru ríkjandi og ætti jaðar íssins því að haldast nokkuð fjærri landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. jan. 2019 12:08 - Skip

Skip tilkynnir um 5-10metra háan ísjaka á stað 66°36,6N 023°26,3V.

Hnit á stökum hafís

  • 66:36.6N, 023:26.3W.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

20. jan. 2019 07:02 - Óskilgreind tegund athugunar

Borgarísjaki á 66°18,4 024°06,7V, Sést illa í Radar, ekkert hrafl í kringum hann, 20-30 metrar á stærð til beggja hliða, ca 15 sml frá landi, (19.01.2019 1100 UTC).

Hnit á stökum hafís

  • 66:18.4N, 24:06.7W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

20. jan. 2019 00:29 - Skip

Skip tilkynnir borgarís á 67.45N og 19.30,0V. Ísjakinn er 30 metra hár og 100 metra breiður og rekur ekki. Töluvert hrinur úr honum og molar kringum hann í 500 metra radius sem gætu verið hættulegir skipum.

Hnit á stökum hafís

  • 67.45N, 19.30W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

14. jan. 2019 14:42 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin virðist vera u.þ.b 65 Nm NV af Straumsnesfjalli. Þar sem NA-átt er í kortunum næstu daga er ekki gert ráð fyrir að ísinn komi nær landi í bili.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. jan. 2019 15:04 - Byggt á gervitunglamynd

Útbreiðsla hafíss er metin með myndum Sentinel1-gervitunglsins. Ísröndin er um 53 sml norðnorðvestur af Straumnesi. Suðvestan- og vestanáttir algengastar næstu daga þ.a. borgarís gæti nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 53 sml norðnorðvestur af Straumnesi
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica