Hafístilkynningar - 2019

31. des. 2019 13:53 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir gervitunglamyndum frá 28. og 29. desember. Ísjaðarinn er næst 90 sjómílum frá Barða en þar sem vindar hafa verið að blása úr suðvestri er líklegt að jaðarinn hafi færst eitthvað nær Íslandi en sýnt er á kortinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. des. 2019 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið var teiknað eftir gervitunglamynd frá 22. desember kl. 08:21. Ísjaðarinn var næst landi um 100 sjómílur norðvestur af Sauðanesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. des. 2019 17:26 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglagögnum numin 15. desember klukkan 08:29 og 16. desember klukkan 8:22. Ekki náðist mynd af öllu svæðinu, en víða sást í þéttan hafís, spangir og stöku borgarísjaka. Hafísspöng er í um 140 km (75 sm) fjarlægð frá Barða. Búast má við norðaustanáttum í vikunni og færist hafísinn því líklega ekki mikið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. des. 2019 17:35 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglagögnum numin 9. desember klukkan 08:30. Ekki náðist mynd af öllu svæðinu, en víða sást í þéttan hafís, spangir og stöku borgarísjaka. Hafísspöng er í um 150 km (80 sml) fjarlægð frá Barða. Búast má við norðan og norðaustanáttum í vikunni og færist hafísin líklega heldur nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglagögnum.

05. des. 2019 13:47 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísmynd numin 5. desember klukkan 08:13 af Sentinel 1 gervitungli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. des. 2019 18:36 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki fengust nýleg gervitunglagögn fyrir allt svæðið, en á hluta þess sást í þéttan og gisinn ís með stöku ísspöngum og borgarísjökum. Hafís spangir eru í um 150 km (80 sml) fjarlægð frá Horni. Eftir hlýindi morgundagsins verður kalt á svæðinu í vikunni, svo ísbreiðan gæti stækkað. Spáð er breytilegum áttum á svæðinu næstu daga. SENTINEL1 myndir frá 30. nóv og 1. des voru notaðar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. nóv. 2019 16:10 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglagöngum, numin 22. til 24. nóvember. Hafís spangir eru í um 175 km (95 sml) fjarlægð frá Straumnes, en gysinn ís nær Grænlandi og þéttur hafís næst Scoresbysundi. Stöku borgarísjakar voru einnig sjáanlegir. Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og hreyfist hafísnn líklega lítið eða þokast nær Grænlandi. Kalt í veðri og gæti hafísbreiðan stækkað og þéttst nokkuð.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglagöngum, numin 22. til 24. nóvember.

18. nóv. 2019 08:05 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki fengust nýleg gervitunglagögn fyrir allt svæðið, en á hluta þess sást í þéttan og gisinn ís með stöku ísspöngum og borgarísjökum. Gervitunglagögn frá 17. og 18. nóv. notuð.
Útlit er fyrir norðaustanátt næstu daga og ekki líkur á að ís færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. nóv. 2019 20:19 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum og veðurlíkönum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. nóv. 2019 14:54 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir gervitunglamynd 3. nóvember.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. okt. 2019 13:56 - Óskilgreind tegund athugunar

Engin samfelld ísbreiða á svæðinu, en stöku borgarís á víð og dreif. Suðvestanátt í dag, en snýst síðan í norðaustanátt, sem veldur því að borgarís fjarlægist landið.

21. okt. 2019 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Enga samfellda hafísbreiðu er að sjá á Grænlandssundi. Gervitunglagögn sýna staka jaka á svæðinu vestan miðlínu, en ekki eru allir jakar greinanlegir á tunglmyndum.
Útlit er fyrir norðaustan- og norðanátt á Grænlandssundi næstu daga fram að helgi. Loftmassinn sem streymir yfir svæðið er mjög kaldur miðað við árstíma og gæti því verið að styttast í nýmyndun hafíss á svæðinu.

14. okt. 2019 15:56 - Óskilgreind tegund athugunar

Engan hafís er að sjá á gervitunglamyndum og á korti dönsku veðurstofunar er gert ráð fyrir stöku borgarís vel vestan miðlínu. Nýmyndun íss er ekki hafinn á því svæði sem Veðurstofan vaktar.

07. okt. 2019 18:39 - Byggt á gervitunglamynd

Engin hafísbreið er sjáanleg á gervitunglamyndum en búast má við stökum borgarísjökum og eru þeir ekki alltaf greinanlegir á gervitunglamyndum. Norðaustnaáttir ríkjandi næstu daga og má búast við að ísjakarnir halda sér nálægt Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglagögnum.

23. sep. 2019 13:52 - Byggt á gervitunglamynd

Stakir borgarísjakar eru milli Íslands og Grænlands, en engin hafísbreiða sést á gervitunglamyndum. Fremur hægar norðaustlægar áttir ríkjandi á svæðinu næstu daga og milt í veðri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. sep. 2019 17:25 - Byggt á gervitunglamynd

Enga samfellda hafísbreiðu er að sjá á Grænlandssundi. Gervitunglagögn sýna staka jaka á svæðinu.
Spáð er hvassri norðaustlægri átt á svæðinu eftir miðja viku.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. sep. 2019 15:41 - Óskilgreind tegund athugunar

Enga samfellda hafísbreiðu er að sjá á Grænlandssundi. Gervitunglagögn sýna staka jaka á svæðinu.
Spáð er norðaustlægum eða breytilegum áttum á svæðinu næstu daga. Vindhraði lítill, yfirleitt innan við 10 m/s.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. sep. 2019 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Enga samfellda hafísbreið er að sjá á Grænlandssundi um þessar mundir, eins og svo oft á þessum árstíma. Gervitunglagögn sýna staka jaka á svæðinu.
Spáð er breytilegri vindátt á Grænlandssundi næstu daga, þar af suðvestanátt um tíma. Vindraði lítill, eða yfirleitt innan við 10 m/s.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. ágú. 2019 18:35 - Óskilgreind tegund athugunar

Engan hafís er að sjá á ratsjármyndum frá gervitunglum, en samkvæmt nýju hafískorti dönsku veðurstofunar er eitthvað um ís á stangli, einkum borgarís og virðist hann allur vera vestan miðlínu, þótt ekki sé hægt að útiloka ís nær Íslandi.

19. ágú. 2019 14:31 - Byggt á gervitunglamynd

Hafiskort unnið uppúr Sentinel 1 gervitunglamyndum, numdar annarsvegar 17. ágúst og hinsvegar 19. ágúst. Engin hafísbreið sést, en hægt er að greina stöku borgarísjaka en líklega eru fleiri minni sem sjást ekki. Norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því nálgast ísinn ekki landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel 1 gervitunglamyndum.

13. ágú. 2019 08:13 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki sást neinn hafís á gervitunglamyndum. Þó er ekki útilokað að stöku hafís leynist á svæðinu líkt og danska hafískortið gefur til kynna.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. ágú. 2019 08:29 - Byggt á gervitunglamynd

Lítið er eftir af hafís við Grænland á nýjustu gervitunglamyndum (sem gáfu þó ekki sýn á allt svæðið).

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. júl. 2019 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Aðeins eru eftir leifar af ís við Grænland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. júl. 2019 14:55 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu. Fremur gisin ísbreiða sést á myndum og er hún um 72 sml norðnorðvestur af Straumesi. Borgarís og íshröngl er á víð og dreif á Grænlandssundi, en norðaustanáttir næstu daga ættu að halda því fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Fjarlægð ísbreiðunnar er um 72 sml NNV af Straumnesi

16. júl. 2019 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ísinn hefur fjarlægst síðustu vikuna og er orðinn mjög gisinn. Næst landi var hann um 80 sjómílur NNV af Straumnesvita.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. júl. 2019 14:15 - Byggt á gervitunglamynd

Þetta kort er byggt á radarmyndum síðustu daga, en fremur langt er á milli mynda og þar sem ísinn ver orðin nokkuð gisinn er erfitt að greina hann svo vel sé.
Eins er líklegt að sléttaborgir og borgarís sé innan þeirrar ælínu sem dregin er á kortinu. Svo virðist sem ísinn sé í um 50 sjómílna fjarlægð í norðvestur frá Straumnesvita.
Þar sem norðaustlæg átt er ríkjandifram á helgi ætti hann þá allavega ekki að nálgast í bili.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. júl. 2019 06:08 - Byggt á gervitunglamynd

Í gærkvöld voru rúmar 60 sjómílur í ísjaðarinn sem er mjög gisinn hafís með þéttum spöngum inn á milli, en nokkrir borgarísjakar voru utan við jaðarinn innan lögsögunnar. Fjöldi borgarísjaka er nær Grænlandi.

Ísinn verið að fjarlægjast landið undanfarinn sólarhring og búast má við svipaðri þróun næsta sólarhringinn.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. júl. 2019 19:11 - Flug Landhelgisgæslunnar

Hafískönnun og gæsla um Vestur- og N mið að Langanesi.
Kl 1144, Borgarís á stað: 65°47‘N – 028°11‘V. Breidd jakans 350 mtr hæð sirka 15-20 mt
Kl 1149, ísjaki lítill á stað 65°46‘N – 028°20‘V
KL 1220, Borgarísjaki á stað 66°54‘N – 024°34‘V, Breidd sirka 500 mtr hæð sirka 50-70 mtr.

Megin ísröndin liggur milli eftirfarandi punkta.
1. 66°29‘N – 028°11‘V
2. 66°22‘N – 026°21‘V
3. 66°30‘N - 026°13‘V
4. 66°40‘N - 026°41‘V
5. 66°45‘N - 025°44‘V
6. 66°52‘N - 025°36‘V
7. 67°01‘N – 025°55‘V
8. 67°11‘N – 025°43‘V
9. 67°00‘N - 025°20‘V
10. 67°02‘N - 024°40‘V
11. 67°17‘N - 024°12‘V
12. 67°40‘N - 024°09‘V
13. 67°51‘N – 025°55‘V frá þessum punkti liggur ísröndin til Norðaustur.

Sunnan til í ísröndinni er ísinn 6/10 en þéttist þegar lengra inn í ísröndina er komið.
Veður yfir ísnum, ASA 20hn, Heiðskýrt, Sjór. 1-2 (yfir ísröndinni eru þokublettir sem þéttust
þegar norðar dregur þegar komið var að 67°00 #N – 025°30‘V sást ekki til íss vegna þoku.)
Kl 1240, ískönnun lokið.

Hnit á hafísjaðri

 • 66:29:00N, 28:11:00W
 • 66:22:00N, 26:21:00W
 • 66:30:00N, 26:13:00W
 • 66:40:00N, 26:41:00W
 • 66:45:00N, 25:44:00W
 • 66:52:00N, 25:36:00W
 • 67:01:00N, 25:55:00W
 • 67:11:00N, 25:43:00W
 • 67:00:00N, 25:20:00W
 • 67:02:00N, 24:40:00W
 • 67:17:00N, 24:12:00W
 • 67:40:00N, 24:09:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

01. júl. 2019 19:15 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á SAR gervitunglamynd er hafís næst Íslandi um 50 sm frá Straumnesi.
Based on SAR sat. the nearest ice edge is now 50 nm from Iceland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. jún. 2019 23:21 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn rekur undan NA áttinni, en þar sem hann var víðast orðinn talsvert gisinn þarf heldur ekki mikið til að hann brotni upp og bráðni. Það eru því stór svæði að verða íslaus, eða mjög íslítil, úti fyrir Vestfjörðum sem stendur. Myndirnar hafa verið að skila sér seint inn á netið, og hér er því fjallað um upplýsingar frá því í morgun kl. 08:29 og í kvöld kl.18:59, á sama kortinu. Seinni myndin náði aðeins yfir hluta svæðisins.

Tveir myndarlegir borgarísjakar eru sjáanlegir innan lögsögunnar, báðir um 500 m á lengd. Þeir rista dýpra en annar hafís, og stjórnast rekið því gjarnan meira af straumum en vindum. Ugglaust eru fleiri smærri jakar sem sjást illa á gervitunglamyndum, og því nauðsynlegt fyrir skipstjórnarmenn að fara varlega. Þessir borgarísjakar hafa verið á ágætri siglingu undanfarinn sólarhring, og sá eystri náði tæpum 6 sjómílum á síðustu 12 tímum.

Nú í kvöld var hafísspöng 47 sjómílur NV af Straumnesi á stað 67°01´N 24°24´V og borgarís á stað 66°54´N 24°50´V
Meðfylgjandi er ískort.

Hnit á stökum hafís

 • 66:54.0N, 24:50.0W
 • 67:01.0N, 24:24.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

30. jún. 2019 13:40 - Byggt á gervitunglamynd

Að morgni 29. júní var hafísinn 26 sjómílur NV af Straumnesi.
Hnit á ísjaðri, gisnum:
66°11‘N 27°27´V
66°31´N 26°03´V
66°57´N 24°50´V
66°47‘N 23°42´V
67°15´N 22°51´V

Borgarísjaki, stærð 500m x 420m.:
66°52´N 24°47´V

Þekjan hefur hopað töluvert, jaðarinn er kominn vestar, og ísinn verður sífellt gisnari á þessum slóðum.

Hnit á stökum hafís

 • 66:52.0N, 24:47.0W

Hnit á hafísjaðri

 • 66:11.0N, 27:27.0W
 • 66:31.0N, 26:03.0W
 • 66:57.0N, 24:50.0W
 • 66:47.0N, 23:42.0W
 • 67:15.0N, 22:51.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er gisinn.

27. jún. 2019 11:40 - Flug Landhelgisgæslunnar

Ísröndin er 23 sml N af Kögri þar sem hún er næst landi. Stakir jakar eru lausir frá röndinni
víða.
Þoka yfir ísnum og hann ekki sjónskoðaður.

1. 66°39N -27°32V
2. 66°30N -27°35V
3. 66°16N -27°15V
4. 66°13N -26°50V
5. 66°20N -25°21V
6. 66°30N -24°44V
7. 6635°N -25°03V
8. 66°49N -24°19V
9. 66°51N -22°58V
10. 67°00N -23°06V
11. 67°12N -22°21V
12. 67°10N -21°51V
13. 67°18N -20°55V
14. 67°23N -21°16V
15. 67°22N -22°03V
16. 67°34N -22°08V
17. 67°48N -21°10V
18. 68°05N -21°18V
19. 68°31N -19°34V

Hnit á hafísjaðri

 • 66:39:00N, 27:32:00W
 • 66:30:00N, 27:35:00W
 • 66:16:00N, 27:15:00W
 • 66:13:00N, 26:50:00W
 • 66:20:00N, 25:21:00W
 • 66:30:00N, 24:44:00W
 • 66:35:00N, 25:03:00W
 • 66:49:00N, 24:19:00W
 • 66:51:00N, 22:58:00W
 • 67:00:00N, 23:06:00W
 • 67:12:00N, 22:21:00W
 • 67:10:00N, 21:51:00W
 • 67:18:00N, 20:55:00W
 • 67:23:00N, 21:16:00W
 • 67:22:00N, 22:03:00W
 • 67:34:00N, 22:08:00W
 • 67:48:00N, 21:10:00W
 • 68:05:00N, 21:18:00W
 • 68:31:00N, 19:34:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

27. jún. 2019 10:53 - Byggt á gervitunglamynd

Ratsjármynd (SENTINEL-1 COPERNICUS EU) frá því í morgun sýnir hafísinn 20 sjómílur N af Kögri.

Hnit á jaðrinum:
66°07'N 26°48'V
66°49'N 22°57'V
67°17'N 21°13'V

Hafísinn samanstendur af þéttum spöngum með mjög gisnum hafís á milli. Borgarísjakar og borgarbrot geta leynst innan ísþekjunnar og rétt er að benda á að ekki sjást allir jakar á gervitunglamyndum.

Ísinn gæti færst eitthvað austar og nær landi næsta sólarhringinn, en verður væntanlega fljótur að brotna upp, bráðna og hverfa þegar snýst í NA átt á svæðinu, eins og spáð er á morgun.

Hnit á hafísjaðri

 • 66:07:00N, 26:48:00W
 • 66:49:00N, 22:57:00W
 • 67:17:00N, 21:13:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

26. jún. 2019 21:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn er nú 20 sjómílur NV af Kögri. Kortið er byggt á radarmynd síðan í dag, 26. júní 2019. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi SV áttum fram á föstudag. Ísinn gæti því færst enn nær landi. Á föstudag snýst vindur í NA og verður þannig fram yfir helgi. Ísþekjan breytist hratt og getur verið varasöm. Ekki er unnt að greina allan haf- og borgarís með gervitunglagögnum.

Hnit á ísjaðrinum:

66°43‘N 24°40‘V
66°44‘N 23°27‘V
67°17‘N 21°02‘V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. jún. 2019 13:22 - Flug Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan fór í flug að kanna Vesturmið og norður fyrir Vestfirði. Lágskýjað var og ekki hægt að skoða ísinn en á meðfylgjandi myndum má sjá hvar ísinn liggur byggt á radargögnum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Staðsetning hafíss skv. gögnum úr radar flugvélar.
Styddu til að skoða stærri mynd
Flugleið vélar er merkt með rauðri línu og köflótt svæði markar svæði sem radar náði til.

25. jún. 2019 08:21 - Byggt á gervitunglamynd

Ratsjármynd frá því í morgun sýnir hafísinn:

45 sjómílur NV af Kópi

34 sjómílur NV frá Straumnesi

40 sjómílur N af Kögri

50 sjómílur NNA af Horni - en það skal tekið fram að myndin náði ekki yfir austasta hluta spangarinnar sem sást í gærkvöldi liggja í SA á þessum slóðum, og því þarf að hafa varann á sér. Talsvert rek var á ísnum en einnig er hann að brotna upp og bráðna.

Borgarísjaki innan ísbreiðunnar, um 400 m á lengd, er á stað 66°41´N 25°35´V

Hnit á stökum hafís

 • 66:41N, 25:35W

Hnit á hafísjaðri

 • 66:34N, 27:54W
 • 66:04N, 26:25W
 • 66:09N, 25:42W
 • 66:38N, 25:25W
 • 66:45N, 24:18W
 • 67:11N, 22:22W
 • 67:03N, 20:58W
 • 67:25N, 21:21W
 • 67:35N, 22:33W
 • 68:16N, 20:44W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

25. jún. 2019 00:20 - Byggt á gervitunglamynd

Ratsjármynd sýnir að austan við Horn hefur hafísinn færst um 25 sjómílur á einum og hálfum sólarhring.
Næst landi er hann 33 sjómílur NNV af Kögri og 38 sjómílur NA af Horni. Austast er ísinn mjög gisinn, en mjó spöng, heldur þéttari, teygir sig nú til suðausturs.
Ísinn ætti að halda áfram í austurátt næstu tvo daga, hugsanlega eitthvað nær landi.

Hnit á hafísjaðri

 • 66:37N, 25:21W
 • 67:08N, 22:45W
 • 67:04N, 21:44W
 • 66:51N, 21:02W
 • 67:11N, 21:32W
 • 67:20N, 21:00W
 • 67:26N, 21:40W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Ískort. Athugið að hluti af svæðinu náðist ekki á mynd í dag.

24. jún. 2019 18:44 - Byggt á gervitunglamynd

Skv. ratsjármynd sem tekin var í morgun og nær yfir vestanvert svæðið lá ísjaðarinn um:
66°03´N 26°20´V
66°38´N 25°52´V
66°32´N 25°27´V
66°54´N 24°05´V
67°10´N 22°57´V

Innan ísbreiðunnar er borgarísjaki á 66°46´N 25°29´V. Reikna má með fleiri borgarísjökum og borgarbrotum þó þau greinist ekki vel á myndinni.
Meðfylgjandi er ískort frá því í dag (og jaðar frá því í gær settur inn til að gefa hugsanlega staðsetningu austast til kynna). Athugið þó að þar vantar inn á íssvæði austast, sem lentu "utan myndar"

Hnit á stökum hafís

 • 66:46.0N, 25:29.0W

Hnit á hafísjaðri

 • 66:03.0N, 26:20.0W
 • 66:38.0N, 25:52.0W
 • 66:32.0N, 25:27.0W
 • 66:54.0N, 24:05.0W
 • 67:10.0N, 22:57.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Ískort frá því í dag ásamt jaðar frá því í gær til að gefa hugsanlega staðsetningu austast til kynna.ATH, vantar inn á íssvæði austast, sem lentu "utan myndar"

23. jún. 2019 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er byggt á Sentinel-1 ratsjármynd sem var numin klukkan 19:07 í kvöld, og næst er ísinn 28 sjómílur NNA af Horni. Ísinn hefur færst tæpar 10 sjómílur til austurs frá því í morgun. Áframhaldandi suðvestanátt er spáð á svæðinu, og gæti hafísinn því færst nær landi.

Hnit á stökum hafís

 • 66:24.0N, 26:42.0W
 • 66:47.0N, 25:28.0W

Hnit á hafísjaðri

 • 66:11.0N, 26:12.0W
 • 67:06.0N, 23:00.0W
 • 66:56.0N, 22:15.0W
 • 66:59.0N, 21:43.0W
 • 67:16.0N, 21:30.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort teiknað af Ingibjörgu Jónsdóttur við Háskóla Íslands, unnið úr Sentinel-1 ratsjármyndum sem voru teknar klukkan 19:07, 23. júní.
Styddu til að skoða stærri mynd
Sentinel-1 ratsjármynd, numin klukkan 19:07, 23. júní, með vegalengdum frá landi.

23. jún. 2019 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafiskort er byggt á SENTINEL-1 mynd frá kl. 19:07 og 19:08 þ. 23. júní 2019. Myndin sýnir að hafísinn er næst landi um 28 nm NNA af Horni á Hornströndum og hafði sá ís færst um 10 nm til austurs frá því um morguninn (m.v. mynd tekna kl. 7:49). Af myndum að dæma virðist ísinn víða vera gisinn. Ekki náðust myndir af austasta og vestasta hluta svæðisins í gær og þar sem hafísþekjan er að breytast hratt voru eldri myndir ekki skoðaðar. Taka verður fram að ekki er unnt að greina allan hafís eða borgarísjaka með gervitunglagögnum. Spáð er suðvestlægum áttum á svæðinu fram á föstudag og er því viðbúið að ísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. jún. 2019 19:14 - Byggt á gervitunglamynd

Hnit á jaðrinum þeim megin eru:

65°58´N 27°37´V

66°35´N 25°18´V

67°08´N 23°28´V Þar austur af er áreiðanlega meiri ís.

Innan ísbreiðunnar sást stór borgarísjaki á stað 66°46´N 25°28´V Það gætu verið miklu fleiri minni borgarísjakar þarna, en ekki alltaf hægt að greina þá frá skipum.

Spöngin sem var úti fyrir Kópi hefur færst og virðist að mestu bráðnuð, það sjást merki um kaldari tungu í sjónum á svipuðum slóðum og hún var.

Næstu daga er útlit fyirr ákveðinni suðvestan átt á Grænlandssundi, lengst af 10-15 m/s, og er því líklegt að hafísinn færist til austurs og nær landi.

Hnit á stökum hafís

 • 66:46N, 25:28W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort teiknað af Ingibjörgu Jónsdóttir, HÍ. Byggt á Sentinel-1 radarmynd.

19. jún. 2019 17:20 - Flug Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan fór í hafískönnunarflug í dag milli kl 15:15 og 16:10 var hafísinn kannaður á milli Íslands og Grænlands. Flogið norður með ísröndinni en skýjað var yfir suðurhlutanum af ísnum þannig að ekki var hægt að meta þéttleikan þar, en fyrir norðan 66°40‘N er þéttleikinn 6-8/10 og litlar ísdreifar út frá meginísröndinni. Ísinn er næstur landi 41 sjml NV af Straumnesi. Einnig er hann 56 sjml VNV af Bjargtöngum.

Komu að borgarísjaka á 67°11‘N – 022°47‘V kl 15:51. Hæð jakans c.a. 10m, breidd 50m.

Ísbreiða syðst er á:
65°45,0 N – 027°31,0W
65°50,0 N – 026°39,0W
65°58,0 N – 026°43,0W
66°14,0 N – 026°23,0W

Hnit á stökum hafís

 • 67:11N, 22:47V

Hnit á hafísjaðri

 • 66:44.0N, 27:30.0W
 • 66:30.0N, 26:52.0W
 • 66:50.0N, 26:11.0W
 • 67:05.0N, 26:42.0W
 • 67:02.0N, 26:15.0W
 • 67:16.0N, 25:52.0W
 • 66:40.0N, 25:34.0W
 • 66:58.0N, 24:50.0W
 • 67:02.0N, 23:27.0W
 • 67:12.0N, 23:26.0W
 • 67:11.0N, 24:05.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

17. jún. 2019 13:56 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er byggt á gervitunglamyndum og radarmyndum frá 15. og 16. júní. Hafísjaðar er nú um 47 sjómílur norðvestur af Straumnesvita og hefur verið að færast nær síðustu daga. Norðaustlæg átt á svæðinu í dag, en síðan er útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga eða breytilega átt á þriðjudag og miðvikudag og því getur hafísinn færst nær. Mikilvægt er því að fylgjast með þróuninni næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. jún. 2019 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískortið er teiknað eftir gervitunglamyndum frá í gær, 10. júní. Ísjaðarinn var næstur landi um 75 sjómílur NNV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. jún. 2019 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Það hefur verið og verður áfram norðaustan átt á Grænlandssundi sem heldur ísnum að landi þar. Einhver breyting gæti orðið á því um hvítasunnuhelgina. Þá er útilit fyrir breytilega eða jafn vel norðvestlæga átt sem gæti dreift ísnum meira. Gott að fylgjast vel með og kíkja á nýtt kort eftir helgina. Kortið 3. júní er byggt á gervitunglamynd, litablöndu, frá polar-tungli þar sem allur ísinn sást tiltölulega vel á einni mynd frá því í hádeginu í dag. Engar myndir hafa borist frá radartunglum til samanburðar í nokkra daga. Ísinn er næstur 79 sjómílur frá landi, NNV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. maí 2019 14:40 - Byggt á gervitunglamynd

Undanfarið hefur verið norðaustanátt á Grænlandssundi sem hefur haldið ísnum að Grænlandi. Það lítur ekki út fyrir að breyting verði á því í þessari viku. Kortið er byggt á gervitunglamyndum teknar með sýnilegu ljósi, og teiknað eftir einni góðri mynd frá deginum í dag. Öll hafísröndin sást með þeirri mynd. Radarmyndir frá í dag og í gær (26. og 27. maí) voru til stuðnings. Á þeim sást einstaka spöng úti fyrir megin svæðinu. Næst mældist ísinn 87 sjómílur norður af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. maí 2019 10:29 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á radarmynd frá gervitungli. Því er ekki útilokað að einhverjar ísspangir séu utan þess svæðis sem hafísinn er markaður. Myndir voru frá 18., 19. og 20. maí. Of skýjað er til að aðrar gervitunglamyndir séu að gagni. Styst er í ísinn 98 sjómílur NNV af Straumnesi.
Nú fer að koma sá tími að hafís fer að brotna upp og reka út. Í kjölfarið kemur borgarís úr úr fjörðum á Grænlandi. Hinsvegar er norðaustlæg átt ríkjandi næstu daga svo ekki eru miklar líkur á að ísinn færist nær Íslandi í bili.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. maí 2019 13:40 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á radarmynd, hafísjaðar er um 97 sjómílur norðvestur af Gelti. Áframhaldandi norðaustanáttir ríkjandi á svæðinu og mun því hafísjaðarinnn ekki færast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. maí 2019 17:47 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum í dag og í gær.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. maí 2019 15:36 - Byggt á gervitunglamynd

Meðfylgjandi hafískort var gert eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR), en þau gögn náðu ekki í jaðra kortsins. Gögn frá 5., 6. og 7. maí voru notuð. Skýjað hefur verið á svæðinu og því ekki sést nógu mikið á öðrum gervitunglamyndum. Hafísinn er um 95 nm frá landi og útlit er fyrir áframhaldandi norðaustanáttir fram yfir helgi sem heldur ísnum frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. apr. 2019 14:04 - Flug Landhelgisgæslunnar

Kl 14:04 varð vart um borgarísjaka á stað 66.53N -025.04W. Stærð jakans er um 70x40 mtr. Amk 3 aðrir jakar voru á svæðinu en skyggni gaf ekki færi á nánari skoðunum.

Hnit á stökum hafís

 • 66.53N, 25.04W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

29. apr. 2019 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Stíf norðaustanátt hefur verið allsráðandi á Grænlandssundi síðustu vikuna. Hafísröndin er tiltölulega langt frá landi miðað við árstíma. Hafískortið sem hér fylgir var gert eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR). Með því að nota gögn frá fjórum dögum (25., 26., 27. og 28. apríl) var hægt að greina megnið af meginröndinni og línan sem teiknuð er á kortið sýnir mestu útbreiðslu hafísrandarinnar umrædda daga. Mældist röndin í 105 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Skýjað hefur verið á hafíssvæðinu undanfarna daga og ísinn hefur því ekki verið sjáanlegur á hefðbundnum tunglmyndum (með sýnilegu og innrauðu ljósi).
Áfram er búist við norðaustanátt á Grænlandssundi þessa vikuna, þó ekki eins hvöss og verið hefur. Ísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.
Nú síðdegis sáust borgarísjakar ekki langt NV af Vestfjörðum í flugi Landhelgisgæslunnar, sjá tilkynningu hér á síðunni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. apr. 2019 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið var teiknað eftir gervitunglamyndum 20. og 21. apríl. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því ekki búist við að ísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. apr. 2019 16:09 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á gögnum frá Sentinel_1 gervitunglinu. Ísjaðarinn er um 81 sjómílur norðnorðvestur af Kögri. Vindafar á Grænlandssundi gefur ekki ástæðu til að óttast að borgarís nálgist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er áætlaður 81 sml norðnorðvestur af Kögri

08. apr. 2019 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Léttskýjað hefur verið með köflum á hafíssvæðinu í dag og í gær (7. og 8. apríl 2019). Hafískort var teiknað eftir tunglmyndum frá þessum tveimur dögum, notast var við blöndur af sýnilegu og innrauðu ljósi og var megnið af meginröndinni greinanleg í umræddum gögnum. Mældist meginröndin í um 83 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Í dag, mánudag, er norðaustan kaldi á Grænlandssundi. Á morgun snýst í suðvestan golu á stórum hluta svæðisins sem endist fram á miðvikudagskvöld. Frá fimmtudegi og út vikuna útlit fyrir stífa norðaustanátt á Grænlandssundi. Heildaráhrif vinds þessa vikuna ættu því ekki að vera sú að færa ísin nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. apr. 2019 16:50 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamynd frá 30.03. Hafínn virðist vera nokkuð þéttur og röndin er í um 100 NM NV af Straumnesi. Ekki er útilokað að einhver ís sé nær Íslandi en það. Einnig er að sjá stöku spangir sem eru þó allar frekar nálægt aðal ísröndinni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. mar. 2019 12:58 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn virðist vera u.þ.b. 100 sjómílur NV af Vestfjörðum. Reikna má með að hafís muni færast nær landi á næstu dögum þar sem spár gera ráð fyrir suðvestlægri átt fram að helgi hið minnsta.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. mar. 2019 17:05 - Byggt á gervitunglamynd

Myndin var teiknuð eftir gervitunglamynd frá í dag, 4. mars. Þunn skýjahula var yfir svæðinu en allvel sást í ísinn í gegnum hana. Hafísjaðarinn var næstur landi um 105 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. feb. 2019 17:29 - Byggt á gervitunglamynd

Þétt ísbreiða sést vel á SEVIRI-gervitunglamyndum og ísröndin er áætluð 92 sml norvestur af Straumnesi. Norðaustanáttir verða ríkjandi út vikuna þ.a. borgarís ætti ekki að nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 92 sml norðvestur af Straumnesi.

18. feb. 2019 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) og hefðbundnum tunglmyndum (sýnilegt og innrautt ljós) frá 17. og 18. feb. 2019. Með því að nota öll tiltæk gögn frá þessum tveimur dögum mátti greina megnið af meginröndinni. Mældist meginröndin í um 76 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Frá mánudegi til fimmtudags í þessari viku er spáð norðaustanátt á Grænlandssundi og ætti því ísinn frekar að færast fjær landi. Möguleiki er á suðvestanátt frá föstudegi til sunnudags sem gæti fært ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. feb. 2019 14:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er um 88 sjómílur norðvestur af Gelti. Sést vel á gervitunglamyndum og radarmyndum. Norðaustanátt verður ríkjandi næstu daga á svæðinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. jan. 2019 08:13 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís teiknaður á kort byggt á Sentinel 1 gervitunglamynd frá 27. jan og 26. jan 2019.
Tvær tilkynningar hafa borist á síðast liðinni viku um borgarísjaka (önnur á 67:31:00N, 20:49:60W þann 24. jan. og hin á 66.4N, 27.8W þann 26. jan.)
Jaðar hafíssins er um 60 sm frá Barða á Vestfjörðum. Næstu daga verður ríkjandi norðaustanátt og ætti því hafísinn að haldast nær Grænlandi en Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. jan. 2019 12:00 - Skip

Athugun frá skipi

Ísinn misdreifður á athugunarsvæði: Spangir eða þéttar spildur, með gisnara ísreki á milli.
Þróunarstig hafíss: Aðallega miðlungsþykkur (70-120 cm) og þykkur (meira en 120 cm) vetrarís blandaður nokkru af þunnum vetrarís.
Ekki landmyndaður ís
Aðalbrúnin í N frá skipinu
Sigling greið ástand batnandi.

Hnit á stökum hafís

 • 66.4N, 27.8W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

24. jan. 2019 00:30 - Skip

67°31,00´N 020°49,60´V
10m á hæð
50-60m á lengd
Sést vel í Radar
Rekur í SV á 1knt hraða.

Hnit á stökum hafís

 • 67:31:00N, 20:49:60W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

21. jan. 2019 18:09 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís sást vel á tunglmynd frá Sentinel 1 radartunglinu þann 19. janúar.
Ekkert hefur borist af nothæfum tunglmyndum síðan. Jaðarinn er um 86 SM frá Vestfjörðum, en nokkuð hefur verið um tilkynningar um staka ísjaka úti fyrir Vestfjörðum síðustu daga.

Norðaustlægar áttir eru ríkjandi og ætti jaðar íssins því að haldast nokkuð fjærri landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. jan. 2019 12:08 - Skip

Skip tilkynnir um 5-10metra háan ísjaka á stað 66°36,6N 023°26,3V.

Hnit á stökum hafís

 • 66:36.6N, 023:26.3W.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

20. jan. 2019 07:02 - Óskilgreind tegund athugunar

Borgarísjaki á 66°18,4 024°06,7V, Sést illa í Radar, ekkert hrafl í kringum hann, 20-30 metrar á stærð til beggja hliða, ca 15 sml frá landi, (19.01.2019 1100 UTC).

Hnit á stökum hafís

 • 66:18.4N, 24:06.7W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

20. jan. 2019 00:29 - Skip

Skip tilkynnir borgarís á 67.45N og 19.30,0V. Ísjakinn er 30 metra hár og 100 metra breiður og rekur ekki. Töluvert hrinur úr honum og molar kringum hann í 500 metra radius sem gætu verið hættulegir skipum.

Hnit á stökum hafís

 • 67.45N, 19.30W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

14. jan. 2019 14:42 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin virðist vera u.þ.b 65 Nm NV af Straumsnesfjalli. Þar sem NA-átt er í kortunum næstu daga er ekki gert ráð fyrir að ísinn komi nær landi í bili.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. jan. 2019 15:04 - Byggt á gervitunglamynd

Útbreiðsla hafíss er metin með myndum Sentinel1-gervitunglsins. Ísröndin er um 53 sml norðnorðvestur af Straumnesi. Suðvestan- og vestanáttir algengastar næstu daga þ.a. borgarís gæti nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 53 sml norðnorðvestur af Straumnesi
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica