Hafístilkynningar - 2020

28. des. 2020 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísrönd er um 50 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Búast má við suðlægum áttum um helgina og því gæti hafísinn færst nær.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. des. 2020 16:57 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað með myndum frá radargervitungli 20. og 21. desember. Breytilegar áttir í spám þessa vikuna, þó ekki SV átt í langann tíma svo ísinn ætti ekki að fræast mikið.
Ísröndin er um 100 sjómílur frá Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. des. 2020 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum frá SAR gervitunglinu frá 13. og 14. desember 2020. Meginísröndin hefur færst talsvert fjær landi í norðaustanáttinni síðustu daga, en hún var um 95 sjómílur norðvestur af Straumnesi þar sem hún lá næst landi.
Útlit er fyrir nokkuð hvassa norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga, svo ísinn ætti ekki að færast nær Íslandi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. des. 2020 14:59 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu síðustu tvo daga, 7. og 8. desember. Ísröndin er um 40 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátturm á svæðinu, hægum í fyrstu en síðar hvassari og því ætti ísröndin að færast fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. nóv. 2020 14:56 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á Sentinel-1 gervitunglamyndum síðustu tvo sólarhringa (22. og 23. nóvember). Ísröndin er um 50 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanáttum til miðvikudags, þegar snýst í suaðustanátt og seinna suðvestanátt. þ.a. hafís og borgarjakar gætu nálgast landið þegar líður á vikuna.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 50 sml vestnorðvestur af Straumnesi.

16. nóv. 2020 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 15. og 16. nóv. 2020. Einnig sást til íssins á hefðbundnum tunglmyndum (sýnilegt og innrautt ljós). Með þessum gögnum mátti greina megnið af meginröndinni og mældist hún í um 85 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Norðaustanátt er á Grænlandssundi í dag og á morgun (mán. og þri.) og ætti ísinn þá ekki að færast nær landi af völdum vinds. Síðan snýst í suðvestanátt á miðvikudag og fram á fimmtudag sem gæti fært ísinn nær landi. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt á föstudag og laugardag sem ætti að færa ísinn fjær landi aftur.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. nóv. 2020 15:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn virðist vera mikið til í spöngum samkvæmt gervitunglaradarmyndum, misgisnum. Næst Íslandi er ísröndin í um 75 sjómílum NV af Straumnesi. Ekki er hægt að útiloka að ís sé nær landi en það.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. nóv. 2020 20:48 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum Sentinel-1 gervitunglsins, auk þess sem ískort DMI var haft til hliðsjónar. Það er útlit fyrir að suðvestanátt verði ríkjandi næstu vikuna á Grænlandssundi næstu vikuna og því líklegt að hafísröndin færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. okt. 2020 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 25.10 og 24.10, auk þess sem ískort DMI var haft til hliðsjónar. Hafísröndin er um 110 sjómílur NNV af Straumnesi þar sem hún liggur næst Íslandi, en nokkrir borgarísjakar sjást þó nær landinu. Það er útlit fyrir norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga, svo ólíklegt er að ís reki nær Íslandi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. okt. 2020 17:23 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er um 80 sjómílur NV af Straumnesi. Ísinn er nokkuð gisinn þar sem hann er næst en þéttist er norðar dregur. Nokkuð er um borgarískjaka suðvestur af hafísröndinni. Hægum breytilegum áttum er spáð fyrrihluta vikunnar og því ólíklegt að ísinn hreyfist mikið en síðari hluta vikunnar er von á austlægum og norðaustlægum áttum og ætti ísinn þá að fjarlægast Ísland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. okt. 2020 10:09 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er 102 sjómílur NV af Straumnesi þar sem hún er næst Íslandi. Við Kangerlussuaq og til suðvesturs má sjá borgarísjaka á gervitunglamyndum síðustu daga. Ísinn er nokkuð gisinn að vestanverðu en þéttist eftir því sem norðar dregur. Suðvestanátt er spáð á Grænlandssundi næstu daga, en norðaustlægum áttum síðari hluta vikunnar. Ekki er að sjá að hafísjaðarinn nálgist Ísland á því tímabili.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. okt. 2020 14:53 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum Sentinel gervitunglanna, þar sem sjá má fremur gisinn ís fjarri miðlínu. Einnig sést vel íshrafl við mynni Kangerlussuaq-fjarðar. Ísjaðarinn er um 109 sml norðvestur af Straumesi. Spáð er norðaustanáttum næstu daga þ.a. borgarís ætti að haldast fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 109 sml norðvestur af Straumnesi

28. sep. 2020 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað eftir gervitunglamynd frá 27. 09. 2020, gisinn ís eða ísspangir er nálægt Grænlandi en talsvert frá miðlínu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. sep. 2020 12:32 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað á Grænlanssundi undanfarna daga svo að hafískortið er byggt á ratsjármyndum með takmarkaða útbreiðslu. Einna helst er að sjá ísspangir nærri ströndum Grænlands en ísmyndun virðist vera að hefjast. Hvorki fékkst mynd af syðsta og nyrsta hluta svæðisins. Ís virðist næst vera í u.þ.b 125 NM fjarlægð norðvestur frá norðanverðum Vestfjörðum. Ekki er hægt að útiloka að ís sé nær Íslandi er kortið sýnir.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. sep. 2020 13:51 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir radarmynd fra Sentinel gervitunglinu. Hafisjaðar um 130 sjomilur norður af Kjögri. Yfirleitt gisinn, en nokkuð um spangir. Suðvestlægar eða breytilegar áttir ríkjandi næstu daga

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. sep. 2020 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 06.09.2020. Hafísröndin var um 140 sjómílur norður af Kögri. Aðallega er um gisinn ís að ræða, og er nokkuð um staka borgarísjaka utan ísrandarinnar. Það er útlit fyrir norðaustlægar áttir á Grænlandssundi á næstunni, svo ólíklegt er að ísinn reki nær Íslandi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. ágú. 2020 13:28 - Byggt á gervitunglamynd

Góðar gervitunglamyndir sem sýna vel hafísinn. Ísjaðarinn er í kringum 120 sml N af Hornbjargi. Norðaustanátt er ríkjandi á svæðinu næstu vikuna og því líklegt að jaðarinn færist nær Grænlandi. Nokkuð eru um staka jaka utan ísjaðars.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. ágú. 2020 13:39 - Byggt á gervitunglamynd

Engin ský og við gátum notað gervitunglamyndir. Ísjaðarin er krimgum 115 sml NV af Straumsnesi.
Vindur er hæg breytileg fyrsta daga, en snýst til vesturs eftir fimmtudag. Má búast við lítilli breytingu á næstu dögum. Stakir jakar sjást fyrir utan jaðarin, einkum suðvestantil.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. ágú. 2020 14:39 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt mynd frá Sentinel-1 gervitungli er um 113 sjómílna fjarlægð frá hafísrönd næst Straumnesi. Aðallega er um gisinn ís að ræða og spangir, en einnig má finna staka borgarísjaka. Næstu daga er spáð norðaustanátt á Grænlandssundi þ.a. hafísinn ætti að fjarlægjast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísröndin er um 113 sml norðnorðvestur af Straumnesi.

10. ágú. 2020 08:24 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt mynd frá Sentinel gervitungli er um 120 sjómílna fjarlægð frá hafís næst Íslandi. Aðallega er um gisinn ís að ræða og spangir, en borgarísjakar sjást í Scoresbysundi og suðvestan þess. Næstu daga er spáð lægðagangi á Grænlandssundi, svo vináttin verður líkast til breytileg, og ekki ástæða til að ætla að hafísröndin hreyfist mikið af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort 10. ágúst 2020

04. ágú. 2020 07:32 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt mynd frá ratsjár gervitungli er um 95 sjómílna fjarlægð frá hafís næst Íslandi. Aðallega er um gisinn ís að ræða og spangir. Á syðri hluta svæðsins virðist vera mun meira um borgarís en norðar og ekki útilokað að ís sé utan línu. Nyrst og syðst bárust ekki myndir til að geta greint hvar ísröndin er.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. júl. 2020 03:53 - Skip

Skip tilkynnir borgarís á stað 67°04,12N 023°36.68V ,5metra hár og um 20-30metra langur,sést illa í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 67:04,12N, 23:36.68W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. júl. 2020 16:32 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu og einnig frá AVHRR gervitunglinu frá 27. júlí. Meginísröndin var u.þ.b. 70 sjómílur NNV af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Spáð er hægum vindi fram á miðvikudag, svo ísinn ætti ekki að reka mikið vegna vinds. Eftir það er útlit fyrir vaxandi norðaustanátt á svæðinu sem ætti að halda ísnum frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. júl. 2020 14:57 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 19. júlí. Meginísröndin var u.þ.b. 100 sjómílur NNV af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Spáð er hægum vindi fram á miðvikudag, svo ísinn ætti ekki að reka mikið vegna vinds. Eftir það er töluverð óvissa í spánum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. júl. 2020 09:02 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað með radarmyndum úr Sentinel-1 gervitunglinu 12. og 13. júlí. Ísröndin er um 70 sjómílur NNV af Straumnesi. Stöku spangir og jakar geta verið handan meginjaðars íssins. Næstu daga er spáð norðaustlægum vindi á Grænlandssundi, og verður hann nokkuð hvass um tíma. Undir slíkum kringumstæðum standa líkur til þess að hafísinn þjappist nær Grænlandi og fjarlægist Ísland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. júl. 2020 14:28 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið teiknað með radarmyndum úr Sentinel-1 gervitunglinu frá 5. og 6. júlí. Ísröndin var 103 sjómílur NV af Straumnesi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Spáð er hægum vindi fram eftir vikunni. Hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. jún. 2020 13:30 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið teiknað með radarmyndum úr Sentinel-1 gervitunglinu frá 27., 28. 0g 29. júní. Ísröndin var 105 sjómílur NA af Straumnesi 28. júní þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga. Hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. jún. 2020 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi undanfarna daga og ekkert hefur sést til hafíssins á hefðbundnum tunglmyndum (sýnilegt og innrautt ljós). Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá því í dag og í gær (22. og 21. júní). Mældist meginísröndin í um 65 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi út vikuna og hvössum vindi um helgina. Hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. jún. 2020 14:42 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt radarmyndum úr gervitungli er ísinn fremur gisinn en ekki er ólíklegt að borgarís sé inná milli líka. Spangir eiga auðvelt með að breytast þar sem aðalísinn virðist ekki samfrosta. Spöngin næst landi er um 60 sjómílur norðvestur af Kögri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. jún. 2020 12:48 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregið byggt Sentinel 1 gervitunglagögnum sem voru numin 7. og 8. júní síðastliðinn. Frá Straumnesi er spöng í 54 sml en meginísröndin er í 70 sml fjarlægð. Ísbreiðin er gisinn, en nær Scoresbysundi er ennþá þéttan ís að finna. Einhverjir borgarísjakar sáust, einkum vestantil á Grænlandssundi og það má búast að ekki allir sjáist á gervitunglamyndum. Næstu daga er reiknað með norðaustanátt á svæðinu og færist ísinn þá nær Vestfjörðum, en á fimmtudag snýst vindur til suðvesturs.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Spöng í 54 sml fjarlægð frá Straumnesi en gisinn ís í 70 sml fjarlægð.

01. jún. 2020 14:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregið eftir gervitunglamyndum Sentinel-1 og -2 gervitunglanna og ískorti dönsku veðurstofunnar 31.5.2020 og 1.6.2020. Hafísbreiðan var gisin, en næst landi var hún um 77 sjómílur NNV af Straumnesi. Talsvert var um staka borgarísjaka, einkum á vestanverðu Grænlandssundi. Búast má við suðvestlægri átt á svæðinu næstu 2 sólarhringa, svo líkur eru á að ísinn reki nær Vestfjörðum. Á miðvikudag er svo útlit fyrir það snúist í norðaustanátt.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. maí 2020 14:24 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregið eftir Sentinel-1 og -2 gervitunglanna og ískorti dönsku veðurstofunnar (24.05.20). Hafísjaðarinn er um 90 sml noður af Straumnesi. Hafísbreiðan er fremur gisin en stakir jakar finnast víða, einkum vestast á Grænlandssundi. Næstu daga er útlit að á svæðinu verði fremur hvassar breytilegar áttir og því breytingar á útbreiðslunni milli daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Gisin ísrönd um 90 sml norður af Straumnesi

21. maí 2020 12:51 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregiið efitr gervitunglamyndum Sentinel-1 og -2 gervitunglanna og ískorti dönsku veðurstofunnar (20.5.2020). Hafísbreiðan er mjög gisin og liggur kringum miðlínu, um 81 sml vestnorðvestur af Straumnesi. Stakir borgarjakar eru þó mun nær landi. Austan- og norðaustanáttir ríkja á Grænlnadssundi næstu daga og ísinn rekur því til vesturs og fjarlægist Vestfirði.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Gisin ísröndin er um 81 sml vestnorðvestur af Straumnesi

19. maí 2020 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Myndin var teiknuð eftir gervitunglamynd frá í morgun, 19. maí. Ísröndin var næst landi um 70 sjómílur norðvestur af Straumnesi en þar var ísinn mjög gisinn.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. maí 2020 14:05 - Flug Landhelgisgæslunnar

Kl.11:12 sést ísröndin á ratsjá, virðist vera um 76sjml. VNV af Kópanesi þar sem hún er syðst og næst landi. Ísröndinni fylgt eftir til NA og útlínur teiknaðar inn á SLAR (Side Looking Airborne Radar). Mikið íshröngl er út af megin ísröndinni einnig voru varhugaverðir jakar út af ísröndinni.
Ísjakar á stað 66°28‘N –026°43‘V og 66°42‘N –026°45‘V.
KL 11:40 var flogið inní þokuloft á stað: 67°05N –026°14V. Kl.11: 48 er hafískönnun lokið á stað: 67°11N –025°19V. Veður:076°, 15hn. -2°c. Næst landi var ísröndin eða ísspöng um 71sjml. NV af Straumnesi þaðan lá ísröndin til NNA. Að sunnan var ísröndin næst Kópanesi um 76sjml.

Hnit á stökum hafís

  • 66:28N, 026:43W
  • 66:42N, 026:45W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

16. maí 2020 16:28 - Byggt á gervitunglamynd

Mynd frá náttúruváhóp HÍ 16. maí 2020

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Mynd frá náttúruváhóp HÍ 16. maí 2020

16. maí 2020 14:11 - Skip

Skip statt á 67°32N – 019°36W tilkynnir að það sé við ísrönd. Liggur röndin í norðvestur og sést í amk 4 sjómílur frá skipinu.

Annað skip tilkynnir um borgaísjaka á stað 66°23,2N – 021°21,7W. Sést vel í ratsjá.

14. maí 2020 08:22 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt gervitunglamynd frá í morgunn sést að ísspöng sé 23 sjómílur vestur af Straumnesi. Meginröndin töluvert lengra frá (á bilinu 40-50 sjm frá Vestfjörðum).

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. maí 2020 14:30 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið að mestu og því erfitt að greina hafísinn á ljósmyndum. Ískort byggist því að mestu á ratsjármælingum úr gervitungli (SAR) 9. til 11. maí. Ísbreiðan virðist fremur gisin, en er komin vel inn fyrir miðlínu, að meðaltali 31 sml á um 223 sml jaðri. Næst er komin ísspöng 22 sml norður af Kögri. Stakir borgarjakar geta verið á sveimi nær landi. Vindátt er norðvestlæg í dag (mánudag), en snýst í suðvestanátt á morgun (þriðjudaga). Erfitt að því að áætla rekstefnu íssins, en ekki er ólíklegt að hann þokist nær landi næstu tvo sólarhinga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísspöng sást 22 sml norður af Kögri.

10. maí 2020 23:56 - Byggt á gervitunglamynd

Skv. ratsjármynd SENTINEL-1 frá COPERNICUS EU var hafísspöng tæpar 22 sjómílur N af Kögri klukkan átta í morgun.
Það er líklegt að hún hafi teygst austar og í átt að landi í dag, og áfram fram á miðjan dag á morgun, en þá snýst vindáttin um hríð (skv. vedur.is).

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. maí 2020 08:00 - Skip

Síðustu daga hefur hafísröndin fært sig nær landi og var meginísröndin klukkan 21 á föstudagskvöld í um 30 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi. Á sunnudagskvöld er spáð allhvassri vestsuðvestan átt á svæðinu og gæti ísinn þá færst nær landi. Meðfylgjandi kort sýnir meginrönd hafíssins sem NN skip fylgdi eftir aðfaranótt laugardags. Íshrafl og ísmolar geta verið utan svæðisins. Nokkur skip eru á veiðum við ísröndina.

Meginrönd hafíssins lá um eftirtalda punkta:

67°04´N – 023°40´V
66°59´N – 023°30´V
67°01´N – 023°47´V
66°45´N – 024°20´V
66°49´N – 024°40´V
66°11´N – 026°50´V
66°17´N – 027°24´V – Þaðan liggur ísinn til vestsuðvesturs.

Hnit á hafísjaðri

  • 67:04N, 23:40W
  • 66:59N, 23:30W
  • 67:01N, 23:47W
  • 66:45N, 24:20W
  • 66:49N, 24:40W
  • 66:11N, 26:50W
  • 66:17N, 27:24W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

04. maí 2020 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi í gær og í dag og lítið sem ekkert hefur sést til hafíssins á hefðbundnum tunglmyndum (sýnilegt og innrautt ljós). Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR). Heil lína á meðfylgjandi mynd sýnir meginjaðarinn skv. gögnum frá því í morgun (4. maí) og mældist meginísröndin í um 37 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Tekið skal fram að stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar. Strikalínan á meðflygjandi mynd sýnir jaðarinn samkvæmt gögnum frá því í gær. Talsverð hreyfing er á ísnum milli daga.
Í dag (mánudag) er hvöss suðvestanátt á Grænlandssundi og á þriðjudag og miðvikudag er áttin áfram suðvestlæg, en vindhraði minni. Hafísinn gæti því hafa borist nær landi af völdum vinds í dag og gæti nálgast áfram næstu tvo daga. Frá fimmtudegi og til sunnudags er spáð breytilegri vindátt á hafíssvæðinu: norðaustanátt um tíma, en einnig verður suðvestanátt við lýði.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. maí 2020 13:30 - Flug Landhelgisgæslunnar

Næst landi var ísröndin eða ísspöng um 35 sjml N af Kögri og 51 sjml frá Barða. Einn borgarísjaki utan við ísspöngina um 32 sjml NNV af Straumnesi, jakinn sást molna talsvert á meðan flogið var hjá. Jakinn rís sennilega 50 metra upp og er 350-400 metra breiður.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. apr. 2020 14:59 - Byggt á gervitunglamynd

Ísinn er nú 22 sjómílur NNV af Straumnesi, en sk. veðurspá fer nú að skipta um vindátt þannig að hann verður væntanlega ekki til vandræða.
Það eru helst flekkir, sem ekki eru tengdir megin þekjunni og geta komið sjófarendum á óvart, sem eru varasamir.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. apr. 2020 21:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ratsjármynd (SENTINEL-1 og 2 COPERNICUS EU MODIS) sýnir hafísinn 30 sjómílur N við Kögur og NV við Straumnes. Talsverð ferð á honum austureftir í dag.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. apr. 2020 14:56 - Byggt á gervitunglamynd

Af radarmyndur er það helst að sjá að hafísinn sé næst landi um 38 sjómólur NV af Straumnesi. Virðast vera spangir, fremur þunnar en breytast talsvert milli daga. Í dag og næstu tvo daga má búast við hægri suðvestanátt á Grænlandssundi og mun ísinn færast nær landi. Á sama tíma mun mikil bráðnum eiga sér stað vegna þess að jaðarinn er núna í hlýrri sjó en er vestar. Sjófarendur eru hvattir til að sýna aðgát þar sem líklega sést ísinn ílla á radar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. apr. 2020 22:19 - Byggt á gervitunglamynd

Ratsjármynd (SENTINEL-1 COPERNICUS EU) sýnir hafísinn tæpar 35 sjómílur NNV af Kögri.

Tæpar 35 sjómílur eru nú í hafís NNV af Kögri. Þetta er gisinn ís, flekkur sem ekki er tengdur meginísjaðrinum. Hann rekur væntanlega eitthvað nær fram í miðja vikuna.

Hnit á hafísjaðri

  • 66:57:30N, 24:38:22W
  • 66:47:57N, 25:4:56W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

20. apr. 2020 13:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á Sentinel-1 gervitunglamyndum sem voru numdar þann 19. apríl sýna nokkuð þétta hafísbreið með spöngum og þar sem ísinn er næstur landi er hann um 45 sjómílur norðvestur af Sauðanesi. Útlit fyir suð- og austlægar áttir næstu viku og því fjarlægist hafísinn líklega landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á Sentinel-1 gervitunglamyndum.

18. apr. 2020 11:00 - Flug Landhelgisgæslunnar

Hafís sést á radar út frá Vestfjörðum. Hafís næst landi út af Kögri, var hann um 46 sml til NV. Þaðan lá ísröndin til NNA.

Hnit á hafísjaðri

  • 66.33N, 28.00W
  • 66.31N, 27.50W
  • 66.41N, 26.54W
  • 66.48N, 26.40W
  • 66.46N, 26.20W
  • 66.35N, 26.05W
  • 66.43N, 25.43W
  • 66.47N, 25.19W
  • 66.47N, 24.55W
  • 66.54N, 25.02W
  • 66.56N, 24.38W
  • 67.08N, 24.08W
  • 67.10N, 23.50W
  • 67.21N, 23.36W
  • 67.27N, 23.47W
  • 67.49N, 22.57W
  • 67.57N, 22.50W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

13. apr. 2020 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 12. apríl. Hafísjaðarinn er um 62 sjómílur NV af Straumnesi. Búist er við suðvestlægum áttum næstu daga svo líkur eru á að ísinn reki nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. apr. 2020 23:10 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu og hafískorti Dönsku veðurstofunnar. Ísjaðarinn er um 59 sml norðvestur af Gelti. Hvöss norðaustanátt gengur niður þriðjudag og miðvikudag og síðan er spáð hægum vindum þ.a ísjaðarinn hreyfist líklega lítið. Um páskahelgina gengur sennilega í suðvestnátt þ.a. ísjaðarinn gæti nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 59 sml norðvestur af Gelti

01. apr. 2020 13:49 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1 gervitunglsins og hafískorti dönsku veðurstofunnar. Vaxandi norðaustanáttir næstu daga bera hafís til suðsuðvesturs. Áætluð ísrönd er um 41 sml norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 41 sml norðvestur af Straumnesi.

31. mar. 2020 16:00 - Skip

Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum. Við eftirlit varðskipsins Þórs kom áhöfnin auga á hafísinn sem var rétt utan við Halann. Ísbrúnin lá í norðaustur og klukkan 16 í gær var ísinn næst landi um 43 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Frétt á vef Landhelgisgæslunnar

Hnit á hafísjaðri

  • 67:02N, 25:29W
  • 67:08N, 25:12W
  • 66:57N, 25:01W
  • 66:52N, 24:50W
  • 66:55N, 24:32W
  • 66:59N, 24:21W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

23. mar. 2020 14:33 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort er byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu. Áætlaður ísjaðar er 78 sml vestnorðvestur af Barðanum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 78 sml VNV af Barða

16. mar. 2020 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 15. og 16. mars 2020. Með þessum gögnum mátti greina megnið af meginröndinni og mældist hún í um 70 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Útlit er fyrir norðaustan storm eða enn hvassara á Grænlandssundi nú í byrjun vikunnar og ísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds. Lægir á miðvikudag. Seinnipart vikunnar eru síðan horfur á suðlægum áttum, þar á meðal suðvestanátt með köflum og gæti ísinn þá færst nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. mar. 2020 16:12 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn sést vel á myndum frá Sentinel-1 radartunglinu. Ísjaðarinn breytist talsvert milli daga og líkur eru á að íspsangir eða stakir jakar séu fjær Grænlandi en meginjaðar hafísins, en hann er í dag uþb. 130 SM frá Vestfjörðum. Norðaustanáttir eru ríkjandi næstu daga og litlar líkur á að hafís færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. mar. 2020 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 1. og 2. mars 2020. Með þessum gögnum mátti greina megnið af meginröndinni og mældist hún í um 100 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Spár gera ráð fyrir að norðaustanátt verði ríkjandi á Grænlandssundi þessa vikuna og ætti því hafísinn ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. feb. 2020 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort dregið eftir gervitunglamyndum frá 22. og 23. febrúar. Hafísröndin er 85 sjómílur VNV af Barða. Gert er ráð fyrir norðaustanátt næstu daga, svo ólíklegt er að borgarís reki í átt til Íslands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. feb. 2020 16:45 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort dregið eftir gervitunglamyndum. Hafísröndin er um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesvita. Norðaustanáttir áfram ríkjandi næstu daga sem væntanleg heldur borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 90 sjómílur út af Straumnesvita.

03. feb. 2020 16:17 - Óskilgreind tegund athugunar

Ískort dregið eftir myndum Sentinel 1 gervitunglsins. Hafísröndin er um 68 sml norðvestur af Gelti. Norðaustanáttir algengar næstu daga sem væntanleg heldur borgarís fjarrri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 68 sml út af Gelti.

28. jan. 2020 15:33 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum frá 27. janúar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. jan. 2020 15:41 - Byggt á gervitunglamynd

Tilkynning frá Landhelgisgæslunni:
23.1.2020 Kl: 12:56
Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíss sem er nú rúmar 40 sjómílur frá Straumnesi þar sem hann er næstur landi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, klukkan átta í morgun. Hún sýnir ísinn norðvestan við landið en varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa orðið varir við að hann sé að færast nær landi.


Líklegt þykir að ísinn eigi eftir að nálgast land enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísinn er norðvestan við landið

20. jan. 2020 17:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er allbreytileg en virðist vera næst Íslandi um 95 sjómílur NV af Kóp. Það er að sjá allstóra spöng. Þar sem skiptast á NA- áttir og SV-áttir næstu daga má búast við að hreyfanleiki íssins verði talsverður. Eins getur íshrafl verið nær landi en greinanlegt er á myndunum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. jan. 2020 13:50 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er um 70 sjómílur norðvestur af Barða. Hvassar norðaustanáttir verða ríkjandi næstu daga og því ólíklegt að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. jan. 2020 17:32 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað er á Grænlandssundi og eins hafa ekki hafa fengist nýjar gervitunglamyndir til að geta gefið áræðanlega mynd af útbreiðslu hafíss. Kortið er því að mestu byggt á eldri myndum og ágiskun. Líklegur ísjaðar er um 91 sml VNV af Straumnesi. Spáð er norðaustanáttum til miðvikudags, en síðan suðvestanáttum sem gæti fært borgarjaka nær landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 91 sml VNV af Straumnesi




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica