Hafístilkynningar - 2020

06. apr. 2020 23:10 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu og hafískorti Dönsku veðurstofunnar. Ísjaðarinn er um 59 sml norðvestur af Gelti. Hvöss norðaustanátt gengur niður þriðjudag og miðvikudag og síðan er spáð hægum vindum þ.a ísjaðarinn hreyfist líklega lítið. Um páskahelgina gengur sennilega í suðvestnátt þ.a. ísjaðarinn gæti nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 59 sml norðvestur af Gelti

01. apr. 2020 13:49 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1 gervitunglsins og hafískorti dönsku veðurstofunnar. Vaxandi norðaustanáttir næstu daga bera hafís til suðsuðvesturs. Áætluð ísrönd er um 41 sml norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 41 sml norðvestur af Straumnesi.

31. mar. 2020 16:00 - Skip

Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum. Við eftirlit varðskipsins Þórs kom áhöfnin auga á hafísinn sem var rétt utan við Halann. Ísbrúnin lá í norðaustur og klukkan 16 í gær var ísinn næst landi um 43 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Frétt á vef Landhelgisgæslunnar

Hnit á hafísjaðri

  • 67:02N, 25:29W
  • 67:08N, 25:12W
  • 66:57N, 25:01W
  • 66:52N, 24:50W
  • 66:55N, 24:32W
  • 66:59N, 24:21W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

23. mar. 2020 14:33 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort er byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu. Áætlaður ísjaðar er 78 sml vestnorðvestur af Barðanum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 78 sml VNV af Barða

16. mar. 2020 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 15. og 16. mars 2020. Með þessum gögnum mátti greina megnið af meginröndinni og mældist hún í um 70 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Útlit er fyrir norðaustan storm eða enn hvassara á Grænlandssundi nú í byrjun vikunnar og ísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds. Lægir á miðvikudag. Seinnipart vikunnar eru síðan horfur á suðlægum áttum, þar á meðal suðvestanátt með köflum og gæti ísinn þá færst nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. mar. 2020 16:12 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn sést vel á myndum frá Sentinel-1 radartunglinu. Ísjaðarinn breytist talsvert milli daga og líkur eru á að íspsangir eða stakir jakar séu fjær Grænlandi en meginjaðar hafísins, en hann er í dag uþb. 130 SM frá Vestfjörðum. Norðaustanáttir eru ríkjandi næstu daga og litlar líkur á að hafís færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. mar. 2020 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 1. og 2. mars 2020. Með þessum gögnum mátti greina megnið af meginröndinni og mældist hún í um 100 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Spár gera ráð fyrir að norðaustanátt verði ríkjandi á Grænlandssundi þessa vikuna og ætti því hafísinn ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. feb. 2020 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort dregið eftir gervitunglamyndum frá 22. og 23. febrúar. Hafísröndin er 85 sjómílur VNV af Barða. Gert er ráð fyrir norðaustanátt næstu daga, svo ólíklegt er að borgarís reki í átt til Íslands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. feb. 2020 16:45 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort dregið eftir gervitunglamyndum. Hafísröndin er um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesvita. Norðaustanáttir áfram ríkjandi næstu daga sem væntanleg heldur borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 90 sjómílur út af Straumnesvita.

03. feb. 2020 16:17 - Óskilgreind tegund athugunar

Ískort dregið eftir myndum Sentinel 1 gervitunglsins. Hafísröndin er um 68 sml norðvestur af Gelti. Norðaustanáttir algengar næstu daga sem væntanleg heldur borgarís fjarrri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 68 sml út af Gelti.

28. jan. 2020 15:33 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum frá 27. janúar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. jan. 2020 15:41 - Byggt á gervitunglamynd

Tilkynning frá Landhelgisgæslunni:
23.1.2020 Kl: 12:56
Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíss sem er nú rúmar 40 sjómílur frá Straumnesi þar sem hann er næstur landi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, klukkan átta í morgun. Hún sýnir ísinn norðvestan við landið en varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa orðið varir við að hann sé að færast nær landi.


Líklegt þykir að ísinn eigi eftir að nálgast land enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísinn er norðvestan við landið

20. jan. 2020 17:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er allbreytileg en virðist vera næst Íslandi um 95 sjómílur NV af Kóp. Það er að sjá allstóra spöng. Þar sem skiptast á NA- áttir og SV-áttir næstu daga má búast við að hreyfanleiki íssins verði talsverður. Eins getur íshrafl verið nær landi en greinanlegt er á myndunum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. jan. 2020 13:50 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er um 70 sjómílur norðvestur af Barða. Hvassar norðaustanáttir verða ríkjandi næstu daga og því ólíklegt að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. jan. 2020 17:32 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað er á Grænlandssundi og eins hafa ekki hafa fengist nýjar gervitunglamyndir til að geta gefið áræðanlega mynd af útbreiðslu hafíss. Kortið er því að mestu byggt á eldri myndum og ágiskun. Líklegur ísjaðar er um 91 sml VNV af Straumnesi. Spáð er norðaustanáttum til miðvikudags, en síðan suðvestanáttum sem gæti fært borgarjaka nær landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 91 sml VNV af Straumnesi
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica