Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS og Sentinel1. Meginísröndin er um 86 sml norðvestanur af Deild, en stakir borgarjakar líklega víðar á svæðinu. Norðaustanáttir næstu daga ættu hað halda borgarís fjarri landinu.
![]() Ísröndin er um 86 sml norðvestur af Deild. |
Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd sem sýndi blöndu af sýnilegu og innrauðu ljósi frá því kl. 13:00 í dag, þri. 22. apríl 2025.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 65 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna og hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.
![]() |
Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamynd frá kl. 8:14 lau. 19. apríl 2025, en nýrri gögn af því tagi sem sýna Grænlandssund hafa ekki borist. Það er skýjað á hafísssvæðinu í dag (mán. 21. apríl) og hefur svo einnig verið undanfarna daga.
Greina mátti stóran hluta af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 51 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna og hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.
![]() |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 og VIIRS gervitunglanna frá 16. og 17. apríl 2025. Meginísröndin var næst landi um 55 sjómílur norðvestur af Straumsnesi en stakir jakar geta þó verið nær landi. Útlit er fyrir að mestu suðvestanátt á svæðinu næstu daga og þá eru líkur á að ísinn reki nær landi.
![]() Meginísröndin var næst landi um 55 sjómílur norðvestur af Straumsnesi. |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 4-6. apríl 2025. Meginísröndin var næst landi um 50 sjómílur norðvestur af Kögri en stakir jakar geta þau verið nær landi. Útlit er fyrir aðallega norðaustanátt á svæðinu næstu daga og þá væri líklegt að ísinn reki frá landi.
![]() Ísjaðarinn er um 50 sml norðvestur af Kögri |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 31. mars 2025. Meginísröndin var næst landi um 72 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar geta þau verið nær landi. Útlit er fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga, en eftir miðja vikuna snýst vindur líklega til suðvestlægrar áttar og þá gæti ísinn rekið nær landi.
![]() |
Hafískort byggt á Sentinel gervitunglamynd frá 24. mars 2025. Hafísröndin mælist 47 sjómílur frá Straumnesi. NA-lægar áttir næstu daga, stormur á morgun en síðan hægari.
![]() Hafískort byggt á Sentinel gervitunglamynd frá 24. mars 2025 |
Hafískort var dregið byggt á gervitunglamynd frá Sentinel 1 frá 16. mars. Hafísröndin mælist 49 nm frá Straumnesi. Suðvestlæg átt í dag, en austlægar áttir á morgun og næstu daga.
![]() |
Hafískort byggt á VIIRS-gervitunglamyndum. Ísjaðarinn er næst landi um 65 SML út af Straumnesi. Vestan- og suðvestanáttir næstu daga geta borið borgarís að landi, einkum á Vestfjörðum, Ströndum, Húnaflóa og Skaga.
![]() Ísjaðarinn er um 65 SML norðvestur af Straumnesi |
Borgarísjakar sjást á gervitunglamynd Sentinel um 2,5 sjómílur N frá Kögri. 66°30N 22°53'V; 11 sjómílur frá Körgi: 66°39'N 22°55'V; og 12 sjómílur V af Galtarvita: 66°15'N og 24°02V.
Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd sem sýndi blöndu af sýnilegu og innrauðu ljósi frá því kl. 12:00 í dag, mán. 3. mars 2025.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 58 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustan stromi á Grænlandssundi nær óslitið frá því á mánudagskvöld og fram á fimmtudag. Þar á eftir taka við hægari norðaustanáttir út vikuna. Vindur ætti því að valda því að hafísinn fjarlægist landið næstu daga.
![]() |
Byggt á gervitunglamund frá 23 febrúar. Hafís röndin er í um 78 sjómólna frarlægð norðvestur af Straumnesvita. Spangir næst ísjaðrinum en þéttur ís skammt vestan til þær.
![]() |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 15-17. febrúar 2025. Meginísröndin var næst Íslandi um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta þó verið nær landi. Það er útlit fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.
![]() |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 11. febrúar 2025 kl. 08:22. Meginísröndin var næst Íslandi um 44 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta þó verið nær landi. Það er útlit fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.
![]() |
Hafískort dregið eftir gervitunglamyndum frá Sentinel tunglinu. Hafísjaðarinn er um 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi en næstu vikuna er spá suðvestlægum eða breytilegum áttum á svæðinu og líkur á að hafís færist eitthvað nær Íslandi.
![]() |
Hafískort teiknað eftir gervitunglamynd frá 27. janúar. Ísröndin mældist í um 80 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Spáð er breytilegri átt á Grænlandssundi næstu daga.
![]() |
Hafískort teiknað efir SAR gervitunglamyndum, síðustu 3 daga - 19. -21. jan. 2025, og stuðst við greiningu DMI og METNO.
Meginísröndin og mældist hún í um 90 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi.
Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á Grænlandssundi er spáð breytilegri átt 3-10 í dag. A-læg átt á morgun, 15-23 S-til, annars mun hægari. Síðan NA-átt fram yfir helgi.
![]() Hafískort 21. janúar 2025 |
Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamyndum frá því kl. 8:14 í morgun, mán. 13. jan. 2025.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 65 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Í síðustu viku bárust fregnir af stökum ísjökum á Húnaflóa. Á SAR myndunum frá því í morgun virðist mega greina þrjá ísjaka norðaustur af Trékyllisvík.
Spáð er austan- og norðaustanátt á Grænlandssundi í dag. Á morgun er útlit fyrir hvassa norðaustanátt á norðurhluta svæðisins, en mun hægari suðlæg eða breytileg átt á suðurhluta þess fram undir kvöld. Á miðvikudag eru horfur á hvassri norðaustanátt á stærstum hluta Grænlandssunds.
![]() |
ís sást við Hólmavík sem var um 40 metra langur og 10 metra hár. 65°38,85´N-021°26,86´V
ísmolar sáust við Gjögur þar sem sá stærsti var um 10 metra langur og 3 metra hár. 66°00,48´N-021°19,27´V
![]() Sea ice map |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 6. janúar 2025 kl. 08:30. Meginísrönd var næst landi um 52 sjómílur norðvestur Barðanum. Norðaustanátt á Grænlandssundi á morgun og ætti ísinn að reka nær Grænlandi, en snýst í suðvestanátt á miðvikudag.
![]() |
Veiðimaður hefur séð um 7 ísjaka í Húnaflóa á meðan hann var að fiska stora sem smáa.