Hafístilkynningar - 2011

27. des. 2011 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert útfrá nýjum gervitunglagögnum (SAR radarmynd frá kl. 12:08 27. des 2011).
Í suðvestanáttinni síðasta sólarhring hefur ísinn þokast nær landi og næst landi er nú ísspöng sem mælist vera 34 sjómílur frá Deild.
Nú snýst vindur á Grænlandssundi til austlægrar áttar sem verður ríkjandi út vikuna og ætti hafísinn þá ekki að nálgast neitt að ráði.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. des. 2011 14:50 - Byggt á gervitunglamynd

Hafsískort var gert útfrá gervitunglagögnum frá síðasta sólarhring (einkum SAR radarmyndum).
Hafísjaðarinn var teiknaður næst landi 44 sjómílur frá Deild.
Á morgun (þriðjudag 27. des.) verður skammvinn suðvestanátt á Grænlandssundi, en síðan er búist við að austan- og norðaustanátt verði ríkjandi þar út vikuna. Þegar á heildina er litið ætti hafísinn því ekki að nálgast landið næstu vikuna.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. des. 2011 13:38 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er byggt á gervitunglagögnum síðasta sólarhring.
Hafís mældist næst landi 52 sjómílur NV af Straumnesi þann 18.12.2011. Norðaustlægar áttir ríkjandi á Grænlandssundi næstu daga og því ekki gert ráð fyrir því að ísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. des. 2011 11:39 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er byggt á gervitunglagögnum síðustu tvo sólahringa.
Hafís mældist næst landi 40 sjómílur NV af Straumnesi þann 10.12.2011 en hefur líklega þokast fjær landi þar sem hvassar austlægar áttir hafa verið ríkjandi. Norðaustlægar áttir ríkjandi á Grænlandssundi næstu daga og því ekki gert ráð fyrir því að ísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. des. 2011 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggir á gervitunglaupplýsingum frá þvi í gær. Hafísröndin var næst landi um 56 sjómílur norðvestur af Straumnesi.
Norðaustanátt líklega ríkjandi næstu viku Grænlandssundi, því er ekki búist við að hafísjaðarinn færist mikið nær landi í vikunni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. nóv. 2011 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís virðist vera uþb 75 sm NNV af Straumnesi. NA stormur í dag og nótt, en lægir smám saman á morgun, einkum V-til. Litlar líkur á að hafís reki í átt að Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. nóv. 2011 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ísjaðar næst landi 76 sml NNV af Straumnesi. Suðvestan 10-15 m/s í dag, en lægir í nótt. Búist er við norðaustanátt næstu daga og því ekki líklegt að ísinn nálgist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Heildregin lína táknar hafísjaðar, en punktalína hitaskil í sjó.

27. sep. 2011 20:23 - Skip

Tilkynnt var í kvöld kl. 20:23 um ísjaka og ísdreif á milli 65°57.8N 023°50W og 65°57.2N 023°48.5W. Smærri ísbrotin sjást illa eða ekki í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 65:57.8N, 023:50.6W
  • 65:57.2N, 023:48.5W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. sep. 2011 07:25 - Skip

Fiskibátur tilkynnir kl 06:41 um borgarísjaka á stað 66°18,4N 023°43,7W, hreyfist ekki og sést vel í radar.

Annar fiskibátur tilkynnir kl 07:25 um ísjaka, líklega brot úr borgarísjaka, á stað 65°59,44N 024°02,80W, rekur hratt til suðurs.

26. sep. 2011 12:00 - Skip

skip tilkynnir um borgarísjaka 66° 29,9N 23°42,6V. Sést vel í ratsjá.

Hnit á stökum hafís

  • 66:29.9N, 23:42.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

23. sep. 2011 07:21 - Skip

Skip tilkynnir um ísjaka: Staður: 66° 37,0N 023° 26,1V. Ekki vitað hvort jakinn er á reki.

Hnit á stökum hafís

  • 66:37.5N, 23:26.1W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

16. sep. 2011 07:21 - Skip

Skip tilkynnir um borgarísjaka.

Hnit á stökum hafís

  • 66:47,44N, 23:38,10W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort
Styddu til að skoða stærri mynd

13. sep. 2011 14:19 - Skip

Tilkynning barst frá skipi um borgarís á eftirfarandi stöðum

Hnit á stökum hafís

  • 67:06.5N, 026:43,5W
  • 67:21.5N, 026:21.8W
  • 67:18.7N, 026:12.2W
  • 67:28.4N, 026:40.5W
  • 67:29.2N, 026:53.4W
  • 67:36.0N, 026:35.7W
  • 67:33.6N, 025:49.9W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

10. sep. 2011 10:20 - Flug

Flugvél tilkynnir um borgarísjaka á 66°43N 23°20W.

Hnit á stökum hafís

  • 66:43.0N, 23:20.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

09. sep. 2011 21:52 - Flug

Flugvél tilkynnir um borgarísjaka á 65°48.58N 29°07.21W

Hnit á stökum hafís

  • 65:48:58N, 29:07:21W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

08. sep. 2011 15:53 - Skip

Skip statt á 66°38.1'N 023°36.2'V eða um 16.3 sml. NV af Straumnesi. Sér borgarísjaka ca 2-3 sml. norðan við sig. Segir hann vera mjög stóran. Er ekki með radar og getur því ekki séð nákvæmlega hversu langt frá hann er.

Kl 14:57 hafði Landhelgisgæslan samband við skip sem statt var á 66°49.57'N 023°55.31'W og sást borgarísjakinn mjög vel. Plottar hann jakann á radar á stað 66°47.645'N 023°37.5'V eða um 25 sjómílur norðvestur af Kögri. Radarinn reiknar jakann á 0,3 hnúta hraða í stefnuna 021°.
Aðspurður segir skipstjóri að vindur sé hægur af norðaustri. Telur þó að þarna eigi að vera suðurfall. Segir jakann búinn að vera þarna á svæðinu í nokkra daga. Dýpið þar m.v. sjókort er 85 faðmar. Telur hæðina geta verið 50 metra eða meira. Telur að jakinn sé að skralla í kantinum.

18. ágú. 2011 13:20 - Flug

Hafístilkynning barst úr flugi:
1. Ísjaki á stað 67°18N - 025°42V, smá ísbrot í kring, sjást ekki vel í radar
2. Tveir ísjakar á stað 67°15N - 025°08V, smá ísbrot í kring, sjást ekki vel í radar
3. Ísjaki á stað 66°40N - 026°19W, 75 sml NV af Kópanesi
4. Tveir ísjakar á stað 66°50N - 027°21V

Hnit á stökum hafís

  • 67°18N - 025°42V
  • 67°15N - 025°08V
  • 66°40N - 026°19V
  • 66°50N - 027°21V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

14. ágú. 2011 17:56 - Skip

Fjórir ísjakar sjást á eftirfarandi stöðum:

Hnit á stökum hafís

  • 66°41.7N, 26°12.1V
  • 66°50.0N, 25°44.0V
  • 67°06.0N, 25°19.0V
  • 67°09.0N, 25°29.0V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

14. ágú. 2011 14:59 - Skip

Sjáum borgarísjaka í 12 sjómílna fjarlægð á stað 66°41,7N 26°12.1V.

Hnit á stökum hafís

  • 66:41.7N, 26:12.1W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

13. ágú. 2011 14:45 - Skip

Hafís á 66°56.2N 24°31.6V, sést vel í radar. Um 20 x60 metra jaki.

Hnit á stökum hafís

  • 66:56.2N, 24:31.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

31. júl. 2011 08:45 - Skip

Skip tilkynnir um stóran ísjaka á 66°48.6N - 023°03.7W. Staðsetning er u.þ.b. 22 sml N af Straumnesi. Stærðin er áætluð 300m2, lélegt skyggni á staðnum en vel sjáanlegur á radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66°48.6N - 023°03.7W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

28. júl. 2011 11:09 - Skip

Skip tilkynnir: Ísinn liggur vestast í 68°12'N-21°24'V og norður í 68°18'N-21°30'V. Þaðan liggur hann í norðaustur í 68°32'N-20°17'V og áfram NNA í 68°45'N-20°30'V (þar kemst maður ekki norðar). Ísinn liggur svo til austurs í 68°43'N-19°44'V og þaðan til suðurs í 68°18'N-19°44'V. Því næst í austur í 68°18'N-19°36'V og norðaustur í 68°39'N-19°05'V og austur í 68°40'N-18°52'V og norður í 69°14'N-18°40'V. Um klukkan 11 í morgun lá ísinn rétt norður af 69°17'N og 18°05'V. Áætlaður þéttleiki íssins er milli 3-5/10.

25. júl. 2011 09:25 - Skip

Skip tilkynnir: Erum á leið út úr isl. lögsögu eftir þrjá til fjóra tíma á leið á loðnumið - höfum þurft að sigla fyrir ís og tafist þessvegna. Erum staddir á 68.19.4N 019.25.5V . Munum sigla fyrir ísröndina á stað 68.25N 019.58V. Beðnir um að fara varlega í ísnum.

21. júl. 2011 02:17 - Skip

Skip tilkynnir um borgarís á stað 66°40,23N 25°13,34V sést vel á radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:40.23N, 25:13.34W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

18. júl. 2011 08:20 - Skip

Skip statt á 67°26'N 23°25'V, ísrönd í NNA frá skipinu.

17. júl. 2011 21:16 - Skip

Skip á stað 67°00'N 24°13'V tilkynnir um ísrönd á 66°58,5'N 24°12,5'V, liggur í ANA - VSV, nokkuð þéttur og nokkuð stórir flekar. Erum komnir inn í ísinn í vök, erum að reyna að þræða okkur í gegn á leið á Dohrnbanka, virðist vera meira norðar. Ísinn sést ca 4-5 sml. í radar.

Hnit á hafísjaðri

  • 67:00'N, 24:13'W
  • 66:58,5'N, 24:12,5'W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

03. maí 2011 19:18 - Flug Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan fór í hafískönnunarflug í dag og kl 1422 til 1450 var hafísinn kannaður á milli Íslands og Grænlands. Þéttur ís, um 9-10/10 er innan grænlenskrar lögsögu, en einungis smávægilegar dreifar innan íslenskrar lögsögu. Eins og sjá má af meðfylgjandi korti er ísinn næst landi um 82 sjml NV af Straumnesi, og 93 sjml NNV af Horni. Ekki var unnt að greina ísinn vel sökum þess hve lágskýjað ar, en útbreiðsla sést vel á SLAR myndum, sem og á eftirlitsratsjá.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. apr. 2011 17:07 - Flug Landhelgisgæslunnar

Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir Grænlandssund í dag og sást hafís á ratsjármyndum.

Þéttur ís, um 8-10/10 er rétt innan Grænlenskrar lögsögu. Vesturendi ísrandarinnar er á 67°30´N-025°30´V. Miðja ísrandarinnar er á 68°09´N-022°35´V og austurendi hennar á 68°09´N-019°12´V.

Engir stórir jakar sjáanlegir á ratsjá utan ísrandarinnar.

Hnit á hafísjaðri

  • 67°30´N-025°30´V
  • 68°09´N-022°35´V
  • 68°09´N-019°12´V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

03. apr. 2011 13:55 - Athugun frá landi

Borgarísjaki á stað 65°42' N 32°07'V .

23. mar. 2011 19:30 - Flug Landhelgisgæslunnar

Í dag fór þyrla Landhelgisgæslunar í ísleiðangur og var flogið norður með Vestfjörðum. Komið var að ísröndinni út af Látrabjargi og henni fylgt til norðausturs um eftirfarandi staði:

1. 65°50N 026°56V
2. 66°08N 026°26V
3. 66°16N 026°22V
4. 66°22N 025°35V
5. 66°31N 024°55V
6. 66°42N 024°26V
7. 67°03N 023°44V
8. 67°14N 023°29V
9. 67°33N 022°26V

Var ísinn 7-9/10 að þéttleika og sást greinileg nýmyndun inn á milli þar sem hann var gisnari. Ekki var að sjá stóra jaka eða borgarísjaka í jaðri ísins svo gera má ráð fyrir að hann sjáist ekki vel á ratsjá. Út frá ísröndinni sáust nokkrar ísdreifar og voru teknir staðir á þeim (sjá hér að neðan og á kortinu).

Var ísröndin næst landi:

56 sml frá Látrabjargi.
38 sml frá Barða.
38 sml frá Kögri.
50 sml frá Hornbjargi.

Veður: V 10-23 hnútar léttskýjað og gott skyggni.

Hnit á stökum hafís

  • 65°51N-026°39V
  • 66°03N-026°18V
  • 66°10N-026°01V
  • 66°24N-025°18V
  • 66°58N-023°21V
  • 67°03N-023°24V
  • 67°33N-022°26V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

20. mar. 2011 19:56 - Skip

Skip tilkynnir um hafís við og út af Víkurál. SV endi á ísspöng er á 66°01´00 N 026°44´00 V. Spöngin liggur í NA og VNV frá þessum stað. Stórir jakar á dreif, varasamir fyrir skip á siglingu og sjást ílla í
ratsjá vegna slæms skyggnis.Veður á staðinum NA 15-18 m/s, frostþoka og snjóél á köflum.

18. mar. 2011 13:30 - Byggt á gervitunglamynd

Gera má ráð fyrir því að hafís sé að finna um 20-25 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Sennilegt er að ísröndin færist nær landi næstu sólarhringana vegna veðuraðstæðna.

04. jan. 2011 17:00 - Flug Landhelgisgæslunnar

Í dag var farið í eftirlitsflug um Vesturdjúp og Vestfjarðamið. Veður var hið besta á slóðum hafíssins og var eftirfarandi hafískönnun gerð milli kl.1700 til 1800:

Hafísinn er að þéttleika um 6-8/10 og nýmyndun íss greinileg um 2-3 sjml út frá meginísnum. Hafísinn var næst landi á eftirtöldum stöðum:

1. 80 sjml VNV af Bjargtöngum.
2. 46 sjml NV af Barða.
3. 40 sjml NV af Straumnesi.
4. 41 sjml N af Kögri.

Enga borgarísjaka var að sjá nærri ísröndinni.

Hnit á hafísjaðri

  • 65°43n-029°45v
  • 65°44n-028°58v
  • 66°10n-028°30v
  • 66°09n-028°05v
  • 65°52n-027°54v
  • 65°51n-027°36v
  • 65°56n-027°44v
  • 66°11n-026°42v
  • 66°16n-026°48v
  • 66°37n-025°14v
  • 66°46n-024°45v
  • 66°49n-024°49v
  • 66°56n-024°41v
  • 66°56n-024°17v
  • 67°12n-023°21v
  • 67°09n-022°48v

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort
Styddu til að skoða stærri mynd
Rauða línan sýnir hafísjaðarinn.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica