Hafístilkynningar - 2021

11. jan. 2021 15:10 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort var dregið eftir myndum Sentinel1- og Modis-gervitunglanna. Hafísbreiðan nær vel inn fyrir miðlínu og er aðeins um 26 sml norðnorðvestan af Kögri. Stíf austan- og norðaustanátt á þriðjudag og miðvikudag ætti í bili að hindra ísinn að nálgast enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísröndin er um 26 sml norðnorðvestur af Kögri

05. jan. 2021 20:29 - Skip

Komid i isspong kl 20:29 stads: 6759-2239 Sest vel i ratsja
Ship arrived near ice-floe. Easy visible on radar

Hnit á stökum hafís

  • 67.59N, 22.39W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

04. jan. 2021 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 3. og 4. janúar 2021. Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 50 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Útlit er fyrir suðvestanátt á Grænlandssundi í dag og á morgun (mán. og þri.) og gæti því ísinn færst nær landi af völdum vinds. Snýst í skammvinna norðaustanátt á miðvikudag, en aftur suðvestanátt á fimmtudag. Síðan breytileg átt út vikuna, stundum hvass vindur og kólnar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica