Fréttir
hvasst á öllu landinu
Skoðið uppfærða vindaspá þegar nær dregur.

Viðvörun vegna veðurútlits um helgina

Spá gerð fimmtudaginn 28. október 2010

28.10.2010

Á laugardaginn má búast við norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu um landið norðanvert en slyddu austanlands. Veðurstofan hvetur fólk sem hyggur á útivist um helgina að fylgjast grannt með veðurspám og veðurfréttum.

Varasamt getur verið að treysta eingöngu á sjálfvirkar staðarspár. Textaspár Veðurstofunnar eru gerðar af veðurfræðingi á vakt og þær gilda, ef munur er á þeim og sjálfvirkum spám.

Á föstudaginn mun djúp lægð nálgast úr suðri og því er spáð vaxandi austan- og norðaustanátt á öllu landinu.

Á laugardag er búist við norðaustan hvassviðri eða stormi við austur- og norðurströndina ásamt talsverðri ofankomu. Einnig má búast við svipaðri eða meiri veðurhæð á fjöllum. Færð getur spillst á skömmum tíma og lítið eða ekkert ferðaveður verður víða um land.

Sunnantil á landinu verður heldur hægari vindur og úrkomulítið. Á sunnudag dregur úr vindi og ofankomu fyrir norðan og ætti víðast hvar að vera komið skaplegt veður seinnipartinn.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica