Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Suðaustur af landinu eru skil á leið til norðurs. Það snýst því í norðaustanátt í dag, víða kaldi eða stinningskaldi og dálítil væta, en það rofar til um landið suðvestanvert. Fram eftir degi má þó búast við allhvössum eða hvössum vindstrengjum syðst á landinu. Seint í dag færist svo úrkomusvæði inn yfir Norðaustur- og Austurland með samfelldri rigningu.

Á morgun verður norðan- og norðaustanátt, 8-15 m/s og rigning norðan- og austanlands, en sunnan heiða verður þurrt og bjart að mestu. Hiti 4 til 12 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 01.10.2023 06:12. Gildir til: 02.10.2023 00:00.

Veðuryfirlit

900 km SSV af Reykjanesi er víðáttumikil 983 mb lægð sem fer hægt A og síðar NA. Yfir Grænlandi er 1030 mb hæð.
Samantekt gerð: 01.10.2023 01:01.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 23.09.2023 05:22.

Veðurhorfur á landinu

Gengur í norðaustan 8-15 m/s, en 13-20 syðst fram eftir degi. Víða dálítil væta, en rofar til suðvestanlands. Samfelld úrkoma á Norðaustur- og Austurlandi seint í dag. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast suðvestantil.

Norðan og norðaustan 8-15 á morgun. Rigning norðan- og austanlands, en bjart að mestu sunnan heiða. Hiti 4 til 12 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 01.10.2023 04:42. Gildir til: 02.10.2023 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-13 m/s og lítilsháttar væta, en lægir í dag og rofar til. Hiti 8 til 13 stig. Bætir í vind í kvöld.
Norðaustan 8-15 á morgun og bjart að mestu. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 01.10.2023 05:08. Gildir til: 02.10.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Rigning um landið norðanvert, en bjart að mestu sunnan heiða. Hiti 4 til 11 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Norðaustan og norðan 5-13 m/s. Rigning á norðurhelmingi landsins, en skýjað með köflum sunnanlands og líkur á stöku skúrum. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Norðaustan 5-15, hvassast norðvestantil. Rigning með köflum, en líkur á slyddu fyrir norðan. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:
Austan og norðaustanátt og slydda eða rigning, en væta með köflum á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Norðaustanátt og rigning víða um land. Heldur hlýnandi.

Á laugardag:
Norðlæg átt og rigning eða slydda, einkum norðanlands. Hiti 1 til 9 stig, mildast suðaustantil.
Spá gerð: 30.09.2023 20:39. Gildir til: 07.10.2023 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica