Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Suðvestlæg eða breytileg átt í dag, víða 3-10 m/s og rigning eða súld með köflum. Úrkomulítið um landið norðaustanvert framan af degi, en þar verða kröftugar skúrir síðdegis, sums staðar hellidembur. Hiti víða 10 til 15 stig, en 15 til 20 stig norðaustantil á landinu yfir daginn.

Hæg breytileg átt á morgun. Skýjað að mestu og víða dálitlar skúrir, einkum um landið norðanvert. Hitinn verður svipaður og í dag, en hann mun þó ekki ná sömu hæðum á Norðaustur- og Austurlandi.

Keimlíkt veður á þriðjudag, en svo er útlit fyrir suðlæga átt með rigningu um allt land.
Spá gerð: 12.07.2020 06:43. Gildir til: 13.07.2020 00:00.

Veðuryfirlit

350 km SV af Lófót er 1005 mb lægð sem mjakast A, en á Grænlandssundi er 1007 mb smálægð sem hreyfist lítið. 650 km S af Reykjanesi er 1010 mb lægð á NA-leið, en 800 km VSV af Hvarfi er 998 mb lægð sem fer A.
Samantekt gerð: 12.07.2020 07:07.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.06.2020 22:23.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið um landið norðaustanvert framan af. Skúrir þar síðdegis í dag, sums staðar hellidembur. Hæg breytileg átt á morgun og skúrir í flestum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig yfir daginn, hlýjast norðaustantil, en kólnar lítillega á morgun.
Spá gerð: 12.07.2020 08:41. Gildir til: 14.07.2020 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg suðlæg átt og súld eða lítilsháttar rigning með köflum. Hæg vestlæg átt og skúrir á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 12.07.2020 08:45. Gildir til: 14.07.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-8 m/s. Skúrir um norðanvert landið, en úrkomulítið sunnan- og vestantil fram á kvöld. Hiti 12 til 18 stig yfir daginn.

Á miðvikudag:
Sunnan 5-13 og rigning, hvassast sunnan-og vestanlands, en þurrt að kalla norðaustantil framan af degi. Hiti 10 til 15 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Sunnan strekkingur um sunnan- og vestanvert landið og rigning. Hægari vindur og bjartara veður fyrir norðan. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Á laugardag:
Útlit fyrir suðaustlæga eða breytilega átt og áfram dálítil rigning sunnan- og vestantil, en stöku skúrir norðanlands. Kólnar lítillega.
Spá gerð: 12.07.2020 07:47. Gildir til: 19.07.2020 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica