Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 23.10.2018 15:08. Gildir til: 24.10.2018 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt V af Breiðafirði er 998 mb lægð sem fer A. 300 km VSV af Írlandi er minnkandi 1038 mb hæð.
Samantekt gerð: 24.10.2018 03:04.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.10.2018 00:59.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en austlægari snjókoma fram eftir nóttu á Norður- og Austurlandi.
Norðaustan 10-18 og slydda eða snjókoma norðvestantil á landinu með morgninum. Hægari suðvestanátt og dálítil væta annars staðar, en þurrt austanlands. Hiti 0 til 8 stig. Norðan 8-13 og dálítil snjókoma eða él seint í dag, en úrkomulítið sunnan heiða. Kólnandi veður.
Spá gerð: 24.10.2018 00:58. Gildir til: 25.10.2018 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 8-13 m/s og súld eða dálítil rigning. Hiti 4 til 8 stig. Norðan 8-13 síðdegis og úrkomulítið. Norðan 5-10 í kvöld, rofar til og kólnar.
Spá gerð: 24.10.2018 00:59. Gildir til: 25.10.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s og él, einkum norðantil á landinu. Hiti um og undir frostmarki.

Á föstudag:
Norðan 8-13, en 13-18 við austurströndina. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, annars léttskýjað. Frost 0 til 6 stig.

Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og víða bjart veður, áfram kalt í veðri. Hægt hlýnandi með vaxandi sunnanátt seinnipartinn á Suður- og Vesturlandi, þykknar upp þar með dálítilli rigningu eða slyddu um kvöldið, en lítilsháttar snjókomu í uppsveitum.

Á sunnudag:
Allhvöss eða hvöss sunnanátt með rigningu eða slyddu, en snjókomu til fjalla. Þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 2 til 7 stig á láglendi.

Á mánudag:
Fremur hæg suðlæg átt og stöku skúrir eða él á Suður- og Vesturlandi. Yfirleitt þurrt annars staðar. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan og austan.

Á þriðjudag:
Austlæg átt og rigning eða slydda með köflum með hita 1 til 5 stig, en þurrt norðan- og vestanalnds og hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 23.10.2018 21:21. Gildir til: 30.10.2018 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica