Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 12.06.2021 14:18. Gildir til: 13.06.2021 00:00.

Veðuryfirlit

850 km SV af Reykjanesi er 988 mb lægð sem fer NA og síðar A og grynnist heldur. Yfir Grænlandi er kyrrstæð 1022 mb hæð, en um 300 km NV af Lófót er 995 mb lægð sem þokast N.
Samantekt gerð: 12.06.2021 20:23.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 05.06.2021 05:06.

Veðurhorfur á landinu

Austan 10-18 m/s sunnantil á landinu og rigning af og til, hvassast syðst. Hægari vindur og þurrt norðanlands.

Austlæg átt 8-15 á morgun og víða rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla á norðaustan- og austanverðu landinu. Norðlægari annað kvöld og styttir upp á Suður- og Vesturlandi. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 10 stig suðvestantil.
Spá gerð: 12.06.2021 23:12. Gildir til: 14.06.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-13 m/s og rigning af og til. Hægari norðanátt annað kvöld og útkomulítið. Hiti 6 til 9 stig.
Spá gerð: 12.06.2021 23:07. Gildir til: 14.06.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s. Lítilsháttar slydda eða rigning norðanlands, rigning syðst á landinu, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Hiti 1 til 10 stig, mildast suðvestantil á landinu.

Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 5-13, en 13-18 með suðausturströndinni síðdegis. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en rigning af og til um landið suðaustanvert. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

Á miðvikudag:
Norðan 8-15, hvassast með austurströndinni. Rigning austanlands, lítilsháttar rigning eða slydda um landið norðanvert, en þurrt sunnan heiða. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 12 stig syðst.

Á fimmtudag (lýðveldisdagurinn):
Breytileg átt 3-8. Skýjað að mestu á landinu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Hiti 3 til 9 stig, mildast sunnanlands.

Á föstudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með talsverðri ringingu, en þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á laugardag:
Suðlæg átt og vætusamt, en þurrt norðaustantil á landinu og hlýtt þar.
Spá gerð: 12.06.2021 21:03. Gildir til: 19.06.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica