Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Nú er lægð suðaustur af Nýfundnalandi sem stefnir til norðurs og nálgast okkur. Hún færir okkur sunnan strekking á morgun. Loftið verður hlýtt miðað við árstíma og einnig mjög rakt. Því má búast við sérlega þungbúnum degi sunnan- og vestanlands með talsverðri rigningu og súld. Hærra undir skýin og minni úrkoma á norðaustanverðu landinu.

Áðurnefnd lægð nálgast síðan meira á miðvikdaginn. Því bætir í vindinn og verður hann úr suðri og suðvestri, allhvass eða hvass að styrk. Áfram má búast við vætu á sunnan- og vestanverðu landinu.
Spá gerð: 13.01.2025 16:10. Gildir til: 14.01.2025 00:00.

Veðuryfirlit

250 km SA af Ammassalik er 978 mb lægð sem fer hægt N, en 300 km A af Dalatanga er 991 mb smálægð sem þokast A og eyðist. 700 km SA af Nýfundnalandi er 969 mb lægð á norðurleið. Yfir A-Evrópu er víðáttumikil 1044 mb hæð.
Samantekt gerð: 13.01.2025 19:29.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 25.12.2024 10:04.

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg átt 3-10 m/s og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig.
Sunnan 10-15 á morgun með talsverðri rigningu og súld, en úrkomuminna á norðaustanverðu landinu. Hiti víða 5 til 10 stig.
Spá gerð: 13.01.2025 18:15. Gildir til: 15.01.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðlæg átt 3-8 m/s, lítilsháttar væta og hiti 3 til 6 stig,
Sunnan 8-15 á morgun með rigningu og súld, talsverð úrkoma um tíma eftir hádegi. Hiti 5 til 9 stig.
Spá gerð: 13.01.2025 18:14. Gildir til: 15.01.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Sunnan og suðvestan 13-20 m/s. Rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt 5-13 á vestanverðu landinu og slydda eða snjókoma um tíma með hita um frostmark, en þurrt seinnipartinn og frystir. Suðlægari austantil, rigning og hiti 3 til 8 stig, en kólnar einnig þar um kvöldið og styttir upp.

Á föstudag:
Fremur hæg suðlæg átt framan af degi, víða þurrt veður og frost 0 til 8 stig. Gengur í austan 8-15 síðdegis og víða snjókoma eða slydda. Suðlægari á sunnanverðu landinu um kvöldið með rigningu og hlýnar þar.

Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 1 til 7 stig, mildast við suðurströndina.
Spá gerð: 13.01.2025 09:01. Gildir til: 20.01.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica