Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægð fyrir austan land stjórnar veðrinu hjá okkur í dag. Norðvestan hvassviðri austast með hvössum vindhviðum við fjöll, einkum á sunnanverðum Austfjörðum. Talsverð eða mikil rigning um landið norðaustanvert. Svalt er í veðri á þeim slóðum og má búast við að fjöllin setji á sig hvíta húfu. Sunnanlands er mun hlýrra og sólríkt á köflum. Lægðin fjarlægist landið þegar líður á morgundaginn og dregur því smám saman úr vindi og úrkomu, en sunnan- og vestanlands má búast við fallegum sumardegi. Síðan taka við mildar suðvestlægar áttir með dálítilli vætu í flestum landshlutum, en þurrt með köflum austantil á landinu.
Spá gerð: 03.07.2022 06:34. Gildir til: 04.07.2022 00:00.

Veðuryfirlit

Um 300 km A af landinu er 989 mb lægð sem þokast N. Yfir N-Grænlandi er 1024 mb hæð.
Samantekt gerð: 03.07.2022 07:18.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 22.06.2022 22:21.

Veðurhorfur á landinu

Norðvestan 10-18 m/s um landið austanvert, hvassast við ströndina. Mun hægari vindur vestantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning um landið norðaustanvert og hiti 4 til 9 stig, en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 8 til 16 stig. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu á morgun, en léttir til sunnan- og vestanlands. Hlýnar heldur í veðri.
Spá gerð: 03.07.2022 05:09. Gildir til: 04.07.2022 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðvestan 5-10 m/s og skýjað með köflum, en dregur úr vindi og léttir til í nótt. Hæg breytileg átt og bjartviðri á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 03.07.2022 05:09. Gildir til: 04.07.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðvestan 8-15 m/s norðaustan- og austanlands, dálítil rigning og hiti 4 til 9 stig, en mun hægari sunnan- og vestanlands, bjart með köflum og hiti 10 til 17 stig.

Á þriðjudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt en norðvestan 5-10 norðaustantil fram eftir degi. Víða bjartviðri, en skýjað og lítilsháttar væta á vestanverðu landinu. Hiti 10 til 16 stig.

Á miðvikudag:
Suðvestan 5-10 og súld eða rigning með köflum, en lengst af þurrt fyrir austan. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Útlit fyrir suðvestlægar áttir. Dálítil væta í flestum landshlutum, einkum um landið vestanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.
Spá gerð: 02.07.2022 20:49. Gildir til: 09.07.2022 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica