Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Vaxandi norðvestanátt og snjókoma með köflum á austanverðu landinu í dag, hvassviðri eða stormur austast síðdegis. Vestan gola eða kaldi vestantil og þar gengur á með lítilsháttar éljum. Vægt frost inn til landsins en víða frostlaust við ströndina.

Á morgun lægir smám saman fyrir austan. Sums staðar él, einkum við suðurströndina, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt um kvöldið, víða stormur með talsverðri rigningu og ört hlýnandi veðri aðfaranótt sunnudags.
Spá gerð: 17.01.2020 06:35. Gildir til: 18.01.2020 00:00.

Veðuryfirlit

Á Grænlandssundi er minnkandi 990 mb smálægð, en við Færeyjar er 973 mb lægð á hreyfingu NNA. Um 400 km S af Nýfundnalandi er vaxandi 967 mb lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 17.01.2020 13:35.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 17.01.2020 00:09.

Veðurhorfur á landinu

Vaxandi norðvestanátt og snjókoma með köflum eða él á A-verðu landinu í dag, 15-23 m/s síðdegis, hvassast SA til. Mun hægari og dálítil él V-lands. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við sjóinn. Dregur úr vindi og úrkomu í nótt, hæg vestlæg eða breytileg átt og dálítil él V til á morgun, en bjartviðri eystra. Vaxandi suðaustanátt seinni partinn, með 13-20 og fer að ringa SV-lands seint annað kvöld og hlýnar.
Spá gerð: 17.01.2020 10:04. Gildir til: 19.01.2020 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vestan 3-8 m/s og stöku él. Hiti kringum frostmark. Suðaustan 5-10 síðdegis á morgun, en 10-15 og fer að rigna annað kvöld og hiti 1 til 5 stig.
Spá gerð: 17.01.2020 09:49. Gildir til: 19.01.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Sunnan 18-25 m/s og talsverð rigning um morguninn, en úrkomuminna NA til, hvassast N-lands,. Hiti 2 til 10 stig. Snýst í suðvestan 13-20 með skúrum eða slydduéljum síðdegis og kólnar, hvassast við SV-ströndina, en þurrt á A-landi.

Á mánudag:
Suðvestanhvassviðri og éljagangur, en bjartviðri A-lands. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Suðvestanátt og dálítil él, en bjartviðri eystra. Vaxandi S-átt og fer að rigna S- og V-lands um kvöldið.

Á miðvikudag:
Stíf suðvestanátt og rigning og skúrir eða él með kvöldinu, en úrkomulítið NA-lands. Milt veður fram eftir degi.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri.
Spá gerð: 17.01.2020 08:09. Gildir til: 24.01.2020 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica