Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðaustan kaldi eða stinningskaldi verður á landinu í dag og mun þessi norðanátt ríkja á landinu næstu daga. Norðlægum áttum á þessum árstíma fylgir yfirleitt einhver ofankoma á norðanverðu landinu og svo er einnig í dag, éljagangur norðan- og austantil en bjart verður með köflum sunnanlands. Hiti nálægt frostmarki í dag en kólnar síðan er líður á vikuna.
Spá gerð: 18.01.2021 06:33. Gildir til: 19.01.2021 00:00.

Veðuryfirlit

200 km A af Langanesi er 990 mb lægð sem þokast S og síðar A, en 1027 mb hæð er yfir Grænlandi.
Samantekt gerð: 18.01.2021 07:22.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 15.01.2021 22:25.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, víða 5-13 m/s í dag en 10-18 á morgun, fyrst norðvestantil. Slydda eða snjókoma með köflum á norðanverðu landinu, en þurrt syðra. Hiti nálægt frostmarki en kólnar annað kvöld.
Spá gerð: 18.01.2021 09:53. Gildir til: 20.01.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðan 5-13 m/s, en hvassara á Kjalarnesi. Skýjað með köflum og hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 18.01.2021 12:08. Gildir til: 20.01.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðanátt, víða 10-15 m/s og él, en léttskýjað S-lands. Frost 0 til 7 stig.

Á föstudag og laugardag:
Ákveðin norðanátt og snjókoma eða él, en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnan heiða. Frost 0 til 5 stig.

Á sunnudag:
Norðaustanátt með éljum N- og A-lands, en léttskýjað syðra. Kalt í veðri.
Spá gerð: 18.01.2021 08:18. Gildir til: 25.01.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica