Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Heldur bætir í ofankomu á norðanverðu landinu seint í dag. Hins vegar sækir líka að mildara loft en verið hefur að undanförnu þannig að allvíða mun hlána við norður- og austurströndina og úrkoman að sama skapi fara yfir í slyddu eða rigningu við ströndina. Áfram verður þó þurrt um landið sunnanvert. Kólnar svo lítilllega aftur á mánudag og má búast við svipuðu veðri fram eftir vikunni, en samt benda spár til að hlýni meir undir helgi, þótt ekki verði allt landið frostlaust.
Hvítu jólin ennþá innan seilingar, allavega um landið norðanvert.
Spá gerð: 15.12.2019 06:40. Gildir til: 16.12.2019 00:00.

Veðuryfirlit

250 km S af Færeyjum er 967 mb lægð sem mjakast SV, en yfir NA-Grænlandi er 1023 mb hæð.
Samantekt gerð: 15.12.2019 07:46.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 14.12.2019 22:57.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, 5-13 m/s, en hvassari SA-til. Él á Norður- og Austurlandi, en bjart með köflum annars staðar. Frost 0 til 9 stig.
Dregur úr frosti á landinu í dag og bætir í ofankomu norðantil síðdegis. Slydda við norðurströndina undir kvöld.
NA 10-18 á morgun og él, en þurrt S- og V-lands. Heldur hægari um kvöldið. Kólnar aftur, frost 0 til 8 stig síðdegis, mildast við ströndina.
Spá gerð: 15.12.2019 10:27. Gildir til: 17.12.2019 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, léttskýjað og frost 0 til 9 stig. Dregur úr frosti í dag. Norðaustan 5-13 og bjartviðri á morgun. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 15.12.2019 10:38. Gildir til: 17.12.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða él norðan- og austantil, en bjartviðri sunnanlands. Frost 2 til 7 stig, en um frostmark við ströndina.

Á miðvikudag:
Norðaustan- og austanátt með éljum norðanlands og slyddu eða snjókomu suðaustantil, en þurrt annars staðar. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Austlæg átt með snjókomu eða slyddu austantil, en úrkomulítið annars. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með éljum fyrir norðan en bjartviðri syðra. Kólnandi veður.
Spá gerð: 15.12.2019 08:34. Gildir til: 22.12.2019 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica