Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæðin vestur af Skotlandi hreyfist lítið næstu daga og því er útlit fyrir áframhaldandi suðvestan- og vestanáttir. Það verður skýjað á vestanverðu landinu og yfirleitt úrkomulítið með hita á bilinu 7 til 12 stig, en á Suðaustur- og Austurlandi verður bjartara og fremur hlýtt. Um og eftir miðja vikuna bætir í vind með vætusömu veðri vestantil á landinu, en það verður yfirleitt þurrt og milt um landið norðaustanvert.
Spá gerð: 04.06.2023 15:31. Gildir til: 05.06.2023 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt V af Skotlandi er allvíðáttumikil 1030 mb hæð sem hreyfist lítið. 350 km NA af Hvarfi er 1013 mb lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 04.06.2023 13:58.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 22.05.2023 22:36.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestlæg eða breytileg átt, víða 5-10 m/s. Dálítil væta, en þurrt að kalla austanlands.

Skýjað að mestu á morgun og líkur á smáskúrum, hiti 7 til 12 stig. Yfirleitt bjart á Suðaustur- og Austurlandi með 10 til 17 stiga hita.
Spá gerð: 04.06.2023 18:30. Gildir til: 06.06.2023 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 5-10 m/s, skýjað og dálítil væta af og til. Hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 7 til 10 stig.
Spá gerð: 04.06.2023 18:31. Gildir til: 06.06.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Vestan 3-10 m/s. Skýjað og líkur á stöku skúrum, en bjart að mestu suðaustantil. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á miðvikudag:
Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og úrkomulítið, en léttir til um landið austanvert. Heldur hlýnandi. Rigning vestantil um kvöldið og bætir í vind.

Á fimmtudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning með köflum, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á föstudag:
Sunnanátt og rigning eða súld, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Hlýnar í veðri.

Á laugardag:
Breytileg átt og dálítil væta með köflum.
Spá gerð: 04.06.2023 08:31. Gildir til: 11.06.2023 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica