Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 26.09.2021 15:38. Gildir til: 27.09.2021 00:00.

Veðuryfirlit

Um 100 km NA af Langanesi er 980 mb lægð sem fer V, en skammt úti fyrir SA-landi er hægfara 985 mb lægð. Yfir Grænlandi er 1035 mb hæð.
Samantekt gerð: 26.09.2021 20:12.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 18.09.2021 05:35.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt 15-23 m/s, en hægari vindur S- og A-lands. Snjókoma eða slydda um landið N- og NV-vert, annars víða smáskúrir.

Áfram hvöss norðanátt V-til á landinu á morgun og hríðarveður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð, en lægir og dregur úr úrkomu annað kvöld. Mun hægari breytileg átt í öðrum landshlutum og þurrt að kalla, en fer að rigna SA-lands seinnipartinn.
Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-til.
Spá gerð: 26.09.2021 22:21. Gildir til: 28.09.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 10-18 m/s, hvassast vestantil. Skýjað, en úrkomulítið. Hiti 3 til 6 stig.
Norðan 8-15 og þurrt á morgun, en lægir annað kvöld.
Spá gerð: 26.09.2021 22:26. Gildir til: 28.09.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðvestan og vestan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma á N- og NV-landi, og hvessir enn frekar á Vestfjörðum seinnipartinn. Hægari vindur og rigning eða slydda með köflum S- og A-lands. Hiti 0 til 7 stig, mildast SA-til. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið.

Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10, en 8-15 vestast á landinu fyrri part dags. Skúrir eða slydduél, en úrkomulítið N-lands. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn.

Á fimmtudag:
Gengur í norðaustan 8-13. Dálítil rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en þurrt um landið SV-vert. Hiti breytist lítið.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Norðan- og norðaustanátt og rigning með köflum um landið N- og A-vert, en úrkomulítið SV-lands. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 26.09.2021 20:51. Gildir til: 03.10.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica