Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 17.01.2022 15:23. Gildir til: 18.01.2022 00:00.

Veðuryfirlit

Yfir SA-Englandi er nærri kyrrstæð 1039 mb hæð. Um 650 km N af Jan mayen er víðáttumikið 965 mb lægð sem hreyfist NA, en yfir S-Grænlandi er 1013 mb hæð.
Samantekt gerð: 17.01.2022 20:01.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 17.01.2022 19:01.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan og suðvestan 15-23 m/s en heldur hægari suðvestantil. Að mestu þurrt á Norðaustur- og Austurlandi en rigning í öðrum landshlutum. Dregur víða úr vindi í nótt. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands.
Suðvestlæg átt, 8-15 með morgninum en hvassari á stöku stað. Skúrir eða él, en úrkomulítið austanlands. Kólnandi veður, hiti um frostmark seinnipartinn. Snýst í norðanátt með éljum norðantil í kvöld.
Spá gerð: 18.01.2022 00:51. Gildir til: 19.01.2022 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Sunnan 10-15 m/s og rigning eða súld. Hiti 5 til 8 stig. Hægari, vestlæg átt og skúrir í nótt en él á morgun. Snýst í norðanátt og léttir til annað kvöld og hiti nærri frostmarki.
Spá gerð: 17.01.2022 22:05. Gildir til: 19.01.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Vestlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands en þykknar upp og hlýnar við vesturströndina um kvöldið.

Á fimmtudag:
Sunnan- og suðvestanátt, 8-13 m/s. Rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig undir kvöld.

Á föstudag:
Suðvestan 10-18 m/s. Talsverð rigning en áfram þurrt að kalla á norðausturlandi. Hiti 3 til 8 stig. Kólnar með éljum þegar líður á daginn.

Á laugardag:
Allhvöss suðvestanátt og slydda eða snjókoma, en rigning suðaustanlands og úrkomulítið á Norðausturlandi fram á kvöld. Hiti 0 til 5 stig en kólnar seinnipartinn.

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt með éljum á vesturhelming landsins, en annars bjart með köflum. Talsvert frost, víðast hvar.

Á mánudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með stöku éljum, en þurrt austantil. Kalt í veðri.
Spá gerð: 17.01.2022 20:25. Gildir til: 24.01.2022 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica