Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Vaxandi suðaustanátt í dag, víða 13-20 m/s eftir hádegi. Það verður rigning um landið sunnan- og vestanvert, og sums staðar talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi. Norðaustantil á landinu verður hins vegar víðast hvar úrkomulítið, en þó eru líkur á dálítilli vætu við ströndina. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og rigning og síðar skúrir á morgun, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 7 stig, en 7 til 14 stig á Norður- og Austurlandi. Síðdegis dregur svo úr vindi og kólnar, og þá má búast við slydduéljum norðvestantil á landinu.
Spá gerð: 15.04.2021 06:21. Gildir til: 16.04.2021 00:00.

Veðuryfirlit

800 km SA af Hvarfi er heldur vaxandi 984 mb lægð á N-leið, en yfir Bretlandseyjum er 1036 mb hæð sem þokast NA.
Samantekt gerð: 15.04.2021 07:33.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 19.03.2021 15:27.

Veðurhorfur á landinu

Vaxandi suðaustanátt, víða 13-20 m/s eftir hádegi. Rigning um landið S- og V-vert, og sums staðar talsverð rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast N-lands.
Dregur úr vindi og úrkomu V-lands í kvöld.
Snýst smám saman í suðvestanátt, 8-15 með skúrum á morgun, en léttir til NA-lands. Fer kólnandi seinnipartinn.
Spá gerð: 15.04.2021 10:28. Gildir til: 17.04.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 10-18 m/s og rigning, en 13-20 eftir hádegi, hvassast á Kjalarnesi. Hiti 5 til 10 stig. Hægari og úrkomuminna í kvöld.
Sunnan og suðvestan 8-15 og rigning eða súld í fyrramálið, en skúrir eftir hádegi á morgun og fer kólnandi.
Spá gerð: 15.04.2021 10:33. Gildir til: 17.04.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðlæg átt 5-13 og skúrir eða slydduél, en þurrt á N- og A-landi. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á N-landi. Austlægari og fer að rigna A-til á landinu seinnipartinn.

Á sunnudag:
Suðvestan 8-15 og skúrir eða él, en léttskýjað um landið A-vert. Hiti 3 til 8 stig.

Á mánudag:
Vestlæg átt, 3-10 og él, en áfram léttskýjað eystra. Heldur kólnandi.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt og smáskúrir, en bjart með köflum fyrir austan. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast fyrir austan.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með vætu um landið S- og V-vert. Hlýnandi veður.
Spá gerð: 15.04.2021 07:57. Gildir til: 22.04.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica