Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Þegar þetta er skrifað er 952 mb lægð stödd 1000 km suðsuðvestur af Reykjanesi og þokast hún norður á bóginn og nálgast landið. Þessi lægð tekur stjórnina á veðrinu hjá okkur þegar líður á daginn og heldur einnig í taumana á morgun.
Síðdegis gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu. Hægari vindur og þurrt norðanlands. Á morgun fer lægðin að grynnast. Þá gefur suðaustanáttin aðeins eftir og verður strekkingur algengur styrkur á henni og áfram búast við vætu. Líkt og í dag verður vindur hægastur á Norðurlandi á morgun og þar helst áfram þurrt.
Hiti víða 2 til 7 stig, en kaldara á stöku stað fyrir norðan.
Spá gerð: 14.12.2018 06:41. Gildir til: 15.12.2018 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt N af landinu er 986 mb lægðardrag, sem hreyfist N og grynnist. 1000 km SSV af Reykjanesi er 955 mb lægð, sem fer hægt N á bóginn, en yfir Skandinavíu er kyrrstæð 1037 mb hæð.
Samantekt gerð: 14.12.2018 07:25.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 14.12.2018 00:53.

Veðurhorfur á landinu

Vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s og rignign seinni partinn, hvassast syðst. Hægari vindur og þurrt norðanlands.
Suðaustan 10-15 og víðar vætusamt á morgun, en áfram hægara og þurrviðri á Norðurlandi.
Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 14.12.2018 09:52. Gildir til: 16.12.2018 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Gengur í austan 10-15 m/s með rigning öðru hvoru, en heldur hægara og úrkomuminna annað kvöld. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 14.12.2018 09:54. Gildir til: 16.12.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Norðaustan 13-18 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg átt, 8-13 og dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt á Vesturlandi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.

Á mánudag:
Austlæg átt, 5-10 m/s framan af degi, en hvessir síðan, 13-20 um kvöldið, hvassast syðst. Rigningeða slydda víða um land, talsverð væta SA-lands, en úrkomulítið NV-til. Hiti víða 0 til 5 stig.

Á þriðjudag:
Norðaustanstrekkingur á Vestfjörðum, en annars mun hægari austanátt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 5 stig.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt með éljum, en úrkomulaust að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag:
Hægur vindur, bjart og vægt frost framan af degi, en síðan vaxandi suðaustanátt og hlýnar og fer að rigna SV-til.
Spá gerð: 14.12.2018 07:52. Gildir til: 21.12.2018 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica