Í dag hefur verið minnkandi suðvestanátt á landinu og víða létti til. Hiti hefur komist hæst í rúm 19 stig á Austfjörðum.
Í kvöld og nótt lægir og má búast við stöku skúrum sunnan- og vestantil og hiti 3 til 9 stig.
Á morgun gengur í norðan kalda eða strekking, fyrst norðvestantil fyrir hádegi, en sunnan- og austanlands þegar líður á daginn. Þá kólnar hjá okkur, einkum fyrir norðan. Dálítil væta verður í flestum landshlutum og ekki ólíklegt að gráni í fjöll fyrir norðan. Hvessir heldur norðvestantil síðdegis og þar eru líkur á slyddu til fjalla annað kvöld, en samtímis léttir til um landið sunnanvert. Hiti 3 til 13 stig að deginum, hlýjast suðaustantil.
Norðanáttin verður ríkjandi í næstu viku og nokkuð stíf og köld með rigningu eða slyddu fyrir norðan og snjókomu til fjalla. Það dregur úr vindi og úrkomu á miðvikudag en þá aukast líkur á næturfrosti enda kalt loft ennþá yfir landinu.
Spá gerð: 07.09.2024 15:58. Gildir til: 08.09.2024 00:00.
Skammt A af Scoresbysundi er 994 mb lægð sem hreyfist lítið. Á Grænlandssundi er 995 mb lægðardrag sem þokast A og síðar SA.
Samantekt gerð: 07.09.2024 15:18.
Suðvestan 5-15 m/s, hvassast norðvestantil. Víða léttskýjað eða skýjað með köflum og hiti 10 til 18 stig í dag, hlýjast norðaustan og austanlands. Lægir í kvöld og stöku skúrir sunnan og vestantil í kvöld og nótt.
Gengur í norðvestan og norðan 5-13 m/s á morgun, en hægari sunnan- og austanlands fram eftir degi. Dálítil rigning með köflum eða skúrir, en lengst af þurrt suðaustantil. Norðlægari vindur síðdegis og hvessir þá heldur norðvestanlands. Léttir til um landið sunnanvert annað kvöld, en líkur á slyddu til fjalla norðvestantil. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast suðaustantil að deginum.
Spá gerð: 07.09.2024 15:31. Gildir til: 09.09.2024 00:00.
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en smáskúrir í nótt. Gengur í norðan 5-10 eftir hádegi á morgun og léttir til. Hiti 8 til 12 stig að deginum, en kólnar annað kvöld.
Spá gerð: 07.09.2024 15:43. Gildir til: 09.09.2024 00:00.
Á mánudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s, en hægari vindur suðaustanlands. Rigning á Norður- og Austurlandi, en slydda eða snjókoma til fjalla. Skýjað með köflum og lengst af úrkomulítið á Vesturlandi, en annars víða bjart veður. Hiti 4 til 11 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Norðan og norðvestan 10-18 m/s, hvassast austanlands. Rigning eða slydda norðan- og austanlands, en annars bjart með köflum. Hiti 2 til 9 stig, mildast syðst.
Á miðvikudag:
Norðan 8-18 m/s, hvassast austast, en hægari norðvestanlands. Dregur smám saman úr vindi. Skúrir eða él norðaustantil, en annars þurrt og víða bjart vestanlands. Hiti breytist lítið. Víða næturfrost.
Á fimmtudag:
Norðvestan 5-15 m/s, hvassast austast fyrri part dags og dálítil él, en annars víða bjart veður. Hiti 2 til 10 stig að deginum.
Á föstudag:
Hægt vaxandi austanátt og þykknar upp. Rigning sunnan- og austantil undir kvöld og slydda til fjalla, en annars þurrt. Heldur hlýnandi.
Á laugardag:
Austlæg átt og víða rigning eða slydda, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 4 til 11 stig, svalast við norðurströndina.
Spá gerð: 07.09.2024 08:09. Gildir til: 14.09.2024 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.