Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 15.09.2019 18:13. Gildir til: 16.09.2019 00:00.

Veðuryfirlit

Við Vestfirði er 994 mb læð sem þokast ANA og grynnist, en austur við Noreg er 987 mb lægð. 600 km SV af Írlandi er kyrrstæð 1030 mb hæð.
Samantekt gerð: 15.09.2019 20:15.

Veðurlýsing

Í dag gekk í suðaustankalda með rigningu, en snerist síðan í suðvestanátt með skúrum. Gerði allhvassa eða hvassa vestanátt á vesturhelmingi landsins seinni partinn. Vindar voru mun hægari A til og úrkomulítið á þeim slóðum. Hæstur hiti mældist 12,2 stig í Borgarhöfn í nótt, en lægsti hiti tæplega 5 stiga frost í Hjarðarlandi í morgunsárið. Mesta mælda úrkoma var 26,9 mm í Grundarfiðri.
Samantekt gerð: 15.09.2019 18:49.

Veðurhorfur á landinu

Vestan og suðvestan 10-18 m/s, hvassast suðaustanlands, og skúrir en úrkomulítið norðaustantil. Dregur smám saman úr vindi í nótt, norðvestan 3-10 og smáskúrir síðdegis. Hiti 4 til 9 stig að deginum, en allvíða næturfrost inn til landsins.
Spá gerð: 15.09.2019 22:18. Gildir til: 17.09.2019 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vestan 8-13, en lægir seinnipartinn á morgun. Smáskúrir og hiti 5 til 9 stig að deginum.
Spá gerð: 15.09.2019 22:16. Gildir til: 17.09.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en smáskúrir með norðurströndinni. Vaxandi austanátt og þykknar upp syðst seint um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnantil.

Á miðvikudag:
Gengur í suðaustan 10-18 m/s, hvassast með suðurströndinni, með talsverðri ringingu, en hægari og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hiti 5 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Sunnan 8-15 m/s og rigning í flestum landshlutum, talsverð rigning með köflum um landið vestanvert. Hiti 8 til 13 stig.

Á föstudag og laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt og rigning í flestum landshlutum. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast sunnanlands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Skýjað að mestu en yfirleitt þurrt. Hiti 6 til 11 stig.
Spá gerð: 15.09.2019 20:50. Gildir til: 22.09.2019 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica