Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðaustlæg átt í dag, 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Þó eitthvað hægari vindur austantil á landinu. Dálítil rigning eða slydda fyrir norðan og austan, en bjart yfir sunnan heiða.
Síðan lægir enn frekar á morgun, 3-10 m/s þá, en áfram dálítil slydda eða rigning. Hiti á bilinu 0 til 9 stig, hlýjast syðst.
Seint á morgun hvessir svo úr austri við Suðurströndina þegar næsta lægð nálgast landið, 10-15 m/s þar þá.
Spá gerð: 25.10.2020 08:53. Gildir til: 26.10.2020 00:00.

Veðuryfirlit

Um 500 km NV af Skotlandi er víðáttumikil 962 mb lægð, sem þokast SA, en yfir N-Grænlandi er 1020 mb hæð. Um 700 km S af Nýfundnalandi er kröpp og djúp lægð, sem hreyfist NA á bóginn.
Samantekt gerð: 25.10.2020 07:29.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 27.09.2020 15:32.

Veðurhorfur á landinu

Norðan og norðustan 8-18 m/s, hvassast annesjum NV-til, en hægari síðdegis. Víða dálítil rigning og slydda til fjalla, en bjartviðri sunnan heiða.
Hæg norðaustlæg átt á morgun, en austan 10-15 við suðurströndina seinni partinn. Skýjað með köflum og lítilsháttar væta við sjávarsíðuna. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst, en frystir í innsveitum á N- og A-landi annað kvöld.
Spá gerð: 25.10.2020 09:57. Gildir til: 27.10.2020 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 8-15 m/s, en hægari síðdegis. Austlæg átt, 3-8 á morgun, en 8-13 um kvöldið. Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 25.10.2020 09:49. Gildir til: 27.10.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Austlæg átt, víða 10-18 m/s, en 18-23 syðst. Skýjað með köflum, en lítilsháttar rigning á A-verðu landinu. Hiti 1 til 7 stig.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt, 13-20 m/s, hvassast syðst og skýjað að mestu, en lítilsháttar væta við N- og A-ströndina. Hiti 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:
Stíf austanátt með rigningu víða um land, en úrkomulítið NV til. Hlýnar í veðri.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyri suðaustanáttir með vætu víða á landinu, en lengst af þurrviðri NA til. Milt veður.
Spá gerð: 25.10.2020 08:37. Gildir til: 01.11.2020 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica