350 km VSV af Reykjanesi er 972 mb lægð sem fer NA og síðar N. Langt SV í hafi er vaxandi 985 mb lægð sem hreyfist allhratt NA. Yfir NA-Grænlandi er 1022 mb hæð.
Samantekt gerð: 02.02.2023 13:15.
Austan og suðaustan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma um landið norðanvert, en snýst í suðvestan 13-20 með skúrum eða éljum sunnantil. Minnkandi vindur og úrkoma í kvöld og nótt.
Gengur í suðaustan og síðar sunnan 15-25 m/s eftir hádegi á morgun. Víða rigning, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu um tíma. Hlýnar, hiti 3 til 9 stig seinnipartinn.
Spá gerð: 02.02.2023 15:26. Gildir til: 04.02.2023 00:00.
Snýst í suðvestan 10-15 m/s með skúrum eða éljum. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu á morgun, sunnan hvassviðri eða stormur seinnipartinn og skúrir.
Spá gerð: 02.02.2023 15:33. Gildir til: 04.02.2023 00:00.
Á laugardag:
Suðvestan 13-20 m/s og él, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti um og undir frostmarki.
Á sunnudag:
Sunnan hvassviðri eða stormur með rigningu og hlýindum, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.
Á mánudag:
Allhvöss suðvestanátt með éljum og frystir.
Á þriðjudag:
Suðvestan stormur með snjókomu eða slyddu og síðar éljum. Hiti um eða undir frostmarki.
Á miðvikudag:
Líkur á að lægð fari yfir landið með breytilegri vindátt og hvössum vindi. Víða úrkoma og hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 02.02.2023 07:50. Gildir til: 09.02.2023 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.