Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

958 mb lægð er yfir norðanverðu landinu og snýst vindur rangsælis í kringum miðjuna, þannig er norðaustanátt á Vestfjörðum, norðvestanátt á sunnanverðu landinu og austanátt austantil. Úrkomukerfið snýst sömuleiðis lægðarmiðjuna og því er vætusamt í öllum landshlutum, en mest þó til fjalla á Ströndum og með norðurströndinni, en mesta úrkoman er liðin hjá á Austfjörðum.

Lægðin grynnist smám saman í dag og færist loks norður, í kjölfar hennar verður suðvestan og vestanátt á landinu á morgun, 8-15 m/s víða og skúrir vestanlands en úrkomulítið fyrir austan. Annað kvöld bætist nýtt lægðardrag inn í kerifð með meiri rigningu suðvestanlands.

Hlýr loftmassi fylgir lægðinni og má búast við allt að 11 stiga hita í dag en 14 stigum á morgun.

Eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi lægðagang með vætusömu veðri, en þó rofar heldur til á miðvikudag.
Spá gerð: 01.10.2022 06:17. Gildir til: 02.10.2022 00:00.

Veðuryfirlit

Yfir Norðausturlandi er víðáttumikil 960 mb lægð sem þokast V og grynnist smám saman.
Samantekt gerð: 01.10.2022 08:01.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 25.09.2022 15:44.

Veðurhorfur á landinu

Breytileg átt 5-13 m/s eftir hádegi, en norðaustan 10-18 norðvestantil fram undir kvöld. Rigning með köflum og hiti 6 til 11 stig. Bætir í vind sunnanlands í kvöld.

Suðvestan og sunnan 5-13 á morgun og dregur úr vætu, en 10-18 suðaustantil fram eftir degi. Fer aftur að rigna sunnan- og vestanlands undir kvöld. Hiti 7 til 13 stig.
Spá gerð: 01.10.2022 10:45. Gildir til: 03.10.2022 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðvestan og vestan 5-13 m/s og rigning með köflum. Hiti 7 til 11 stig.

Vestan 10-15 í fyrramálið og úrkomulítið, en lægir með morgninum. Suðaustan 5-13 og rigning undir kvöld á morgun.
Spá gerð: 01.10.2022 10:53. Gildir til: 03.10.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, en hægari um landið vestanvert. Allvíða rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 6 til 13 stig, mildast austanlands.

Á þriðjudag:
Hægt vaxandi vestanátt og rigning, 8-15 m/s seinnipartinn og styttir þá upp sunnanlands. Hiti 3 til 9 stig.

Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt 8-15 og rigning eða slydda, en væta með köflum um landið sunnanvert. Hiti 2 til 7 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðanátt og víða rigning eða slydda, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 01.10.2022 08:36. Gildir til: 08.10.2022 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica