Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Gengur á með norðan- og norðaustanhríðarveðri víða um land, en léttir þó fljótlega til fyrir sunnan. Á morgun dregur heldur úr vindi og úrkomu vestanlands, en áfram norðanhvassviðri með ofankomu og skafrenningi fyrir austan. Frost víða 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust með suður- og austurströndinni. Víða er hált á vegum landsins og takmarkað skyggni í skafrenningi eða snjókomu. Ferðalangar ættu því að kynna sér vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er í`ann.
Um miðja næstu viku snýst í suðaustanáttir með vætusömu og hlýnandi veðri.
Spá gerð: 17.02.2019 06:07. Gildir til: 18.02.2019 00:00.

Veðuryfirlit

600 km SSV af Reykjanesi er víðáttumikið 970 mb lægðasvæði á hreyfingu ANA, en yfir NA-Grænlandi er heldur vaxandi 1029 mb hæðarhryggur. Við Nýfundnaland er vaxandi 995 mb lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 17.02.2019 03:07.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 17.02.2019 00:20.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustanátt, víða 15-23 m/s og snjókoma eða él, en léttir smám saman til syðra. Norðlægari og áfram hvasst síðdegis, éljagangur fyrir norðan, en bjartviðri syðra.
Norðan 15-23 m/s og snjókoma A-til á morgun, hvassast sunnan Vatnajökuls, en annars hægari og él.
Frost víða 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust við S- og A-ströndina.
Spá gerð: 17.02.2019 04:52. Gildir til: 18.02.2019 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 10-18 m/s og lítilsháttar snjókoma, en norðlægari og léttir til eftir hádegi. Norðaustan 8-13 og léttskýjað á morgun. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 17.02.2019 04:53. Gildir til: 18.02.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðan 15-23 m/s og snjókoma eða él, hvassast SA-til, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við SA-ströndina. Dregur úr vindi og ofankomu seinni partinn og kólnar.

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Skýjað með köflum og stöku él við S- og A-ströndina. Hvessir með snjókomu eða slyddu SA-til um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig syðra, en frost annars 1 til 6 stig.

Á miðvikudag:
Ákveðin austanátt og rigning, en slydda til fjalla, úrkomumest SA-lands. Hlýnandi veður.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Allhvöss eða hvöss sunnan- og suðaustanátt, vætusamt og milt í veður, en þurrt að kalla fyrir norðan.
Spá gerð: 16.02.2019 20:20. Gildir til: 23.02.2019 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica