Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Með morgninum er vaxandi suðvestlæg átt og upp úr hádegi má búast við hvassviðri eða stormi víða um land með skúrum S- og V-til, en léttir til um landið NA-vert. Í kvöld bætir í vindinn og útlit er fyrir að hviður geti farið upp í um 40 m/s á N- og NA-verðu landinu.
Í suðvestanáttinni eru ákveðnir staðir sem finna meira fyrir veðurhæðinni en aðrir og má þar nefna Skagafjörð, Eyjafjörð og jafnvel í kringum Smjörfjöll á A-verðu landinu.
Í gær voru spár að breytast mikið og ekki er útilokað að slíkt gerist í dag og er fólk því beðið um að fylgjast sérstaklega vel með veðurspám fyrir kvöldið og nóttina, einkum á N-verðu landinu.
Á morgun fer síðan að draga úr vindi og kólna. Úrkoma verður líklega skúrir eða él, en þurrt að mestu austast.
Spá gerð: 20.10.2018 06:44. Gildir til: 21.10.2018 00:00.

Veðuryfirlit

450 km V af Reykjanesi er vaxandi 972 mb lægð sem fer NA. Um 200 km NV af Jan Mayen er 986 mb lægð á leið N en við Bretlandseyjar eru 1033 mb hæð.
Samantekt gerð: 20.10.2018 08:30.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 20.10.2018 00:23.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan átt, yfirleitt 13-18 m/s en heldur hvassari í vindstrengjum við fjöll. Skúrir eða rigning, en léttir til norðaustanlands. Suðvestan 15-23 í nótt, og hviður allt að 40 m/s við fjöll á Norðausturlandi. Hiti 2 til 7 stig.
Dregur úr vindi á morgun, fyrst á Vestfjörðum, vestan 8-15 m/s um hádegi en hvassara austast fram á kvöld. Kólnandi veður með skúrum eða éljum, en úrkomulítið á Austfjörðum.
Spá gerð: 20.10.2018 10:51. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 10-15 m/s og skúrir, en 15-20 seint í kvöld. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestan og vestan 8-13 á morgun með stöku skúrir, einkum annað kvöld, og kólnar í veðri.
Spá gerð: 20.10.2018 10:46. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Vestan 8-13 m/s og rigning eða skúrir en þurrt um norðanvert landið. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt og þurrt, en suðaustan 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestantil á landinu um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig en frost 0 til 5 stig norðaustanlands.

Á miðvikudag:
Suðvestan 8-15 og rigning eða skúrir en styttir upp um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt 10-15 m/s og él norðantil á landinu en bjart með köflum syðra. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 20.10.2018 09:41. Gildir til: 27.10.2018 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica