Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 8-15 í dag, hvassast NV-til. Bjart veður á A-verðu landinu og hiti 14 til 22 stig. Súld eða lítilsháttar rigning með köflum V-lands, hiti 10 til 14 stig. Svipað veður á morgun.
Spá gerð: 25.06.2019 04:14. Gildir til: 26.06.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Vestan 8-13 og dálítil væta öðru hverju, en þurrt og bjart veður um landið A-vert. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast A-til.

Á fimmtudag:
Suðvestan 5-13 og dálítil rigning V-til, en bjart með köflum A-lands. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Suðvestanátt og lítilsháttar rigning, þó síst á NA- og A-landi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast A-lands.

Á laugardag:
Austanátt og rigning með köflum. Hiti 8 til 17 stig, mildast SV-lands.

Á sunnudag:
Norðaustanátt og rigning, en úrkomulítið á SV- og V-landi. Kólnandi veður.

Á mánudag:
Norðlæg átt og skýjað. Hiti 5 til 13 stig, mildast sunnan heiða.
Spá gerð: 24.06.2019 20:12. Gildir til: 01.07.2019 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Nú er allmikil hæð suður af landinu, en við Scoresbysund er smálægð sem þokast í norðaustur. Því er ákveðin vestan- og suðvestanátt hjá okkur, með þurrki og hlýindum á austanverðu landinu. Vestanlands er hins vegar súld eða lítilsháttar rigning öðru hverju og milt veður.

Það er svipað veðurútlit næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins.
Spá gerð: 25.06.2019 06:19. Gildir til: 26.06.2019 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica