Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austan og suðaustan 10-18 m/s í nótt sunnan- og austanlands með talsverðri rigningu og hita 2 til 8 stig. Norðaustan 20-28 og snjókoma norðvestanlands.

Austan 8-13 og væta á köflum fyrripartinn á morgun með hita víða á bilinu 3 til 8 stig. Gengur í suðvestan 13-20 seinnipartinn á morgun með skúrum og síðar éljum og kólnar.
Spá gerð: 05.04.2020 22:18. Gildir til: 07.04.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s. Víða líkur á éljum, en bjartviðri austanlands. Hiti um og undir frostmarki. Snýst norðlæga átt 8-15 um kvöldið með snjókomu norðantil á landinu, en hægari og léttir til syðra.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt 3-8 og léttskýjað, en 8-13 og dálítil él norðaustantil á landinu framan af degi. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Á fimmtudag (skírdagur):
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt með þurru og björtu veðri og vægu frosti, en 8-13 og lítilsháttar skúrir með suðurströndinni, og hiti að 5 stigum þar.

Á föstudag (föstudagurinn langi):
Suðaustanátt og rigning eða slydda með köflum, hiti 1 til 5 stig. Bjartviðri og hiti um frostmark fyrir norðan.

Á laugardag:
Suðaustan- og austanátt og víða dálítil rigning eða slydda, úrkomumest suðaustanlands. Áfram þurrt fyrir norðan. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst.

Á sunnudag (páskadagur):
Suðvestlæg átt og skýjað, en bjartviðri norðaustantil. Áfram milt í veðri.
Spá gerð: 05.04.2020 20:18. Gildir til: 12.04.2020 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 05.04.2020 15:37. Gildir til: 06.04.2020 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica