Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Breytileg átt, víða 3-10 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar él á norðaustanverðu landinu fram á nótt. Frost 3 til 12 stig.
Hægt vaxandi sunnanátt síðdegis og þykknar upp vestantil á landinu, 8-15 m/s og rigning eða snjókoma þar seint í kvöld. Hlýnandi veður.
Spá gerð: 25.02.2024 00:54. Gildir til: 26.02.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Sunnan 10-18 m/s og rigning, en skúrir eftir hádegi og dregur úr vindi. Þurrt að kalla á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 9 stig. Bætir aftur í úrkomu sunnantil um kvöldið.

Á þriðjudag:
Norðvestan og norðan 8-15 og kólnar með dálítilli snjókomu eða slyddu. Hægari síðdegis og styttir allvíða upp, en hvessir um tíma austast á landinu. Frost 0 til 8 stig undir kvöld.

Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s. Snjókoma eða slydda með köflum og hiti kringum frostmark, en rigning við suðurströndina með hita að 5 stigum.

Á fimmtudag:
Norðanátt og él, en úrkomulítið sunnanlands. Kalt í veðri.

Á föstudag:
Norðvestan- og norðanátt og él, en þurrt að kalla sunnan- og vestantil. Talsvert frost.

Á laugardag:
Suðlæg átt og bjart með köflum. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 24.02.2024 21:12. Gildir til: 02.03.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Nú er minnkandi norðanátt á landinu og í nótt og fyrramálið má búast við að kólni í veðri og gætu tveggja stafa frosttölur látið á sér kræla í mörgum landshlutum. Morgundagurinn kemur því til með að heilsa nokkuð víða með rólegu, björtu og köldu veðri.
Síðdegis á morgun verður lægð stödd við syðsta hluta Grænlands og nálgast skýjakerfi frá henni úr vestri þannig að það þykknar upp yfir vestanverðu landinu með vaxandi sunnanátt. Lægðin nálgast síðan meira og úrkomusvæði hennar verður yfir stórum hluta landsins á mánudag. Þessi úrkoma verður á formi rigningar því það hlýnar með sunnanáttinni, hiti víða 3 til 8 stig þegar kemur fram á mánudaginn.
Spá gerð: 24.02.2024 15:27. Gildir til: 25.02.2024 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica