Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil snjó- eða slydduél N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 6 stig. Lægir í nótt og léttir til, en kólnar talsvert.
Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Hiti víða 0 til 6 stig.
Spá gerð: 24.11.2020 15:40. Gildir til: 26.11.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri.

Á föstudag:
Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag:
Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Talsvert frost.

Á mánudag:
Líkur á vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu og hlýnandi veður.
Spá gerð: 24.11.2020 07:55. Gildir til: 01.12.2020 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag má búast við norðaustan kalda eða allhvössum vindi. Éljagangur fyrir norðan og austan, en þurrt og víða bjart veður á suðvesturhorninu. Lægir í kvöld og nótt, en á morgun hvessir úr suðaustri og þykknar upp um landið vestanvert. Um kvöldið má búast við að fari að snjóa úr skilum sem koma úr vestri og vindstyrkur nærri stormstyrk og þegar þetta hvasst er og ofankoma að auki verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta. Á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í slyddu og síðar rigningu en áfram snjóar á heiðum.
Á fimmtudagsmorgun sýst svo vindur til suðvestanáttar með skúrum eða slydduéljum, en ekki lægir sem neinu nemur. Eins geta orðið haglél við svona aðstæður og til föstudags kólnar svo úrkoman færist meira yfir til élja. Norðaustur- og austurland sleppa ágætlega frá úrkomunni þegar vindur verður suðvestlægari. Eins má búast við að gular viðvaranir komi fram þegar líður á morguninn.
Spá gerð: 24.11.2020 06:43. Gildir til: 25.11.2020 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica