Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austan 8-13 m/s og skúrir S- og SA-til, en hægari vindur N-lands og yfirleitt þurrt. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast syðst. Dregur úr vindi og kólnar í kvöld.
Norðaustan 3-8 á morgun og léttskýjað SV-lands, skúrir SA-til, annars skýjað og úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.
Spá gerð: 19.12.2018 09:51. Gildir til: 21.12.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag og laugardag:
Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.

Á sunnudag (Þorláksmessa):
Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.

Á mánudag (aðfangadagur jóla):
Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.

Á þriðjudag (jóladagur):
Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 19.12.2018 08:42. Gildir til: 26.12.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Austan 8-13 m/s í dag, rigning eða skúrir og milt veður en hægari vindur og yfirleitt þurrt norðan heiða.

Norðaustan 3-8 á morgun og léttskýjað suðvestanlands, en 8-13 og skúrir á Suðausturlandi. Hiti víða 0 til 5 stig við ströndina, en vægt frost inn til landsins.

Á föstudag og laugardag er útlit fyrir hæga norðaustanátt með björtu veðri sunnan- og vestanlands, en dálitlum éljum á Austurlandi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Spá gerð: 19.12.2018 06:36. Gildir til: 20.12.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica