Breytileg átt, 3-8 og þurrt að mestu og léttir víða til í kvöld. Hiti 7 til 14 stig. Suðaustan 3-10 á morgun og þykknar upp seinnipartinn með rigningu annað kvöld. Hiti að 18 stigum á morgun.
Spá gerð: 20.06.2025 09:06. Gildir til: 22.06.2025 00:00.
Á sunnudag:
Norðaustan 3-13, hvassast við norður- og suðausturströndina. Dálítil rigning eða súld, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 16 stig á Suðvesturlandi.
Á mánudag:
Norðaustan 5-13 á norðan- og austanverðu landinu með rigningu eða súld, en hægari vindur sunnan- og vestanlands með dálitlum skúrum. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg átt. Skýjað að mestu og væta af og til í flestum landshlutum, einkum austantil. Hiti 7 til 15 stig, svalast við austurströndina.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir austan- og norðaustanátt með dálítilli rigningu víðast hvar. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 20.06.2025 08:05. Gildir til: 27.06.2025 12:00.