Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Strandir og Norðurland vestra

Strandir og Norðurland vestra

Sunnan 3-8, en norðaustan 8-13 á annesjum. Skýjað og lítilsháttar væta af og til. Sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna. Lægir í nótt. Bjart á morgun, en norðan 3-8 og skúrir síðdegis. Skýjað en þurrt að kalla annað kvöld. Hiti 9 til 17 stig, svalast á Ströndum.
Spá gerð: 18.07.2024 21:59. Gildir til: 20.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Rigning norðvestantil þegar kemur fram á daginn, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir sunnan.

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 3-10. Dálítil rigning eða súld fyrir norðan, en úrkomulítið eftir hádegi. Bjart sunnanlands, en stöku síðdegisskúrir. Hvessir seinnipartinn og fer að rigna norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast sunnanlands.

Á mánudag:
Vestanátt 10-18, hvassast á annesjum norðaustanlands. Talsverð rigning fyrir norðan, en úrkomulítið syðra. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt og dálítil rigning með köflum, en þurrt og yfirleitt bjart fyrir austan. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með rigningu, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti svipaður.

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt og rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Milt í veðri.
Spá gerð: 18.07.2024 20:57. Gildir til: 25.07.2024 12:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica