Sunnan 13-18 m/s og talsverð rigning, en dregur úr vindi í nótt. Hiti 4 til 8 stig. Styttir upp í fyrramálið og snýst í suðvestan 8-15 með skúrum eða slydduéljum og kólnar.
Spá gerð: 08.12.2024 21:26. Gildir til: 10.12.2024 00:00.
Á þriðjudag:
Suðvestan 8-15 m/s, en lægir síðdegis. Víða bjart veður, en él á stöku stað. Hiti í kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Suðaustan 13-20 og talsverð rigning eða slydda, en úrkomuminna á Norðausturlandi. Hlýnar í veðri, hiti 2 til 9 stig síðdegis.
Á fimmtudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 og slydduél, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. Snýst í norðanátt með snjókomu norðvestanlands um kvöldið og kólnar.
Á föstudag:
Norðvestan 10-18 og él fyrir norðan, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.
Á laugardag:
Gengur í hvassa sunnanátt með slyddu eða rigningu, en suðvestlægari og él um kvöldið. Hlýnar um tíma.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með éljum, en bjartviðri norðaustanlands. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 08.12.2024 20:14. Gildir til: 15.12.2024 12:00.