Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Suðurland

Suðurland

Suðvestan 5-10 m/s og dálítil væta. Sunnan 8-15 undir kvöld og rigning um tíma eftir miðnætti en hægari suðvestanátt í fyrramálið. Suðvestan 10-15 og skúrir eftir hádegi á morgun. Hiti 7 til 11 stig.
Spá gerð: 18.09.2020 10:58. Gildir til: 20.09.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Gengur í sunnan og suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur um landið norðanvert fram eftir degi. Rigning víða um land, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 12 stig. Norðlægari vindur á Vestfjörðum og Norðurlandi um kvöldið með slyddu og kólnar.

Á mánudag:
Suðvestan 8-13 og skúrir á Suður- og Vesturlandi, hiti 3 til 8 stig. Norðaustan 5-10 á Vestfjörðum og Norðurlandi með éljum eða slydduéljum og hiti 0 til 3 stig. Hægari breytileg átt og þurrt að kalla um landið austanvert.

Á þriðjudag (haustjafndægur):
Norðaustan 5-13 og slydda eða snjókoma með köflum um landið norðanvert. Austlægari vindur og rigning af og til sunnanlands. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 6 stig syðst.

Á miðvikudag:
Norðanátt með éljum á norðanverðu landinu og hita um frostmark, en bjart sunnan heiða og hiti að 5 stigum yfir daginn.

Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt og léttskýjað, en skýjað norðaustantil á landinu. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst.

Á föstudag:
Suðaustanátt og dálítil væta, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 18.09.2020 21:15. Gildir til: 25.09.2020 12:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica