Athugasemdir veðurfræðings

Seint í kvöld gengur í hvassa suðaustanátt með talsverðri rigningu, fyrst syðst á landinu. Í fyrramáli snýst í suðvestanátt með skúrum en síðdegis á morgun er útlit fyrir suðvestan 15-23 m/s. Vindhviður til fjalla geta náð allt að 40 m/s seint annað kvöld, einkum á Vestfjörðum, Tröllaskaga og á Austfjörðum.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi: 19.10.2018 04:44


Athugasemdir veðurfræðings eru skrifaðar þegar þurfa þykir af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica