Íslensk eldfjöll
Skýjafar
Skýjafar yfir Þórsmörk.

Veðurfarsyfirlit

19.2.2020

Tíðarfarsyfirlit

Eftir hver mánaðamót gefur Veðurstofan út frétt um veður síðastliðins mánaðar. Í henni er stuttorð tíðarfarslýsing auk meðaltala nokkurra veðurþátta og vik þeirra frá langtímameðaltölum á að minnsta kosti fjórum stöðvum; Reykjavík, Akureyri, Höfn í Hornafirði og á Hveravöllum. Einnig er getið um helstu met, hafi þau verið slegin. Mánaðar- og ársyfirlit hafa birst á vef Veðurstofunnar frá 1997.

Einnig eru stutt yfirlit yfir árstíðir. Veturinn er mánuðirnir desember-mars, vorið er apríl og maí, sumarið er mánuðirnir júní-september og haustið er október og nóvember.

Tíðarfarsyfirlitin eru flokkuð eftir árum hér til hliðar.

Einstakir mánuðir

Daglegt yfirlit

Veðurstofan birtir eftir hver mánaðamót töflu um veður frá degi til dags á fjórum veðurstöðvum; Reykjavík, Akureyri, Höfn í Hornafirði og á Keflavíkurflugvelli.

Mánaðarmeðaltöl mannaðra veðurstöðva

Töflur má skoða yfir meðaltöl veðurþátta á einstökum veðurstöðvum. Töflurnar ná aftur til 1949 fyrir þær skeytastöðvar sem athugað hafa svo lengi, en til 1961 fyrir veðurfarsstöðvar. Ársyfirlit eru þar á sérstakri síðu.

Meðaltöl 1961 til 1990

Töflur eru birtar um meðaltöl veðurþátta á tímabilinu 1961 til 1990.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica