Norðvestan 3-8 og snjókoma í kvöld. Hægviðri og stöku él á morgun. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 24.01.2025 15:46. Gildir til: 26.01.2025 00:00.
Á sunnudag:
Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og él, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 1 til 8 stig.
Á mánudag:
Norðlæg átt 3-10, en norðvestan 10-15 norðaustantil. Skýjað og dálítil él fyrir norðan, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-8. Dálítil snjókoma suðvestantil, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost 0 til 13 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Fremur hæg suðlæg átt og dálítil él á víð og dreif. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Ákveðin sunnanátt með talsverðri rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustanlands. Suðvestlægari síðdegis og él.
Á föstudag:
Suðvestlæg átt og él, en þurrt að kalla norðaustantil. Útlit fyrir stífa suðaustlæga átt með rigningu um kvöldið.
Spá gerð: 24.01.2025 20:24. Gildir til: 31.01.2025 12:00.