Sunnan 8-15 og lítilsháttar rigning á morgun, hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 15.03.2025 21:30. Gildir til: 17.03.2025 00:00.
Á mánudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s, en 10-18 norðvestantil. Súld eða dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Bjartviðri suðaustanlands, en smá væta annars staðar og líkur á slyddu við norðurströndina. Hiti 0 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Sunnanátt og lítilsháttar rigning með köflum, en þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag (vorjafndægur) og föstudag:
Sunnanátt og vætusamt, en úrkomulítið norðaustanlands. Milt veður.
Á laugardag:
Snýst í norðanátt með éljum, en þurrt sunnan heiða. Kólnandi veður.
Spá gerð: 15.03.2025 20:00. Gildir til: 22.03.2025 12:00.