Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Vestfirði

Vestfirðir

Norðaustan 10-15 og él. Hvessir á morgun, norðaustan 18-23 síðdegis og gengur á með éljum. Frost 1 til 6 stig.
Spá gerð: 03.04.2020 09:31. Gildir til: 05.04.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag (pálmasunnudagur):
Norðaustan stormur eða rok með snjókomu og skafrenningi. Frost um allt land en hlýnar með deginum, rigning sunnan- og austanlands síðdegis og dregur úr vindi þar um kvöldið.

Á mánudag:
Snýst í allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum og síðar éljum, en styttir upp norðaustanlands. Hiti 1 til 8 stig um morguninn, en kólnar með deginum.

Á þriðjudag:
Minnkandi suðlæg átt, en snýst í norðanátt með dálitlum éljum norðanlands síðdegis. Hiti um og undir frostmarki

Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum, en él austanlands. Vægt frost en frostlaust með suðurströndinni.

Á fimmtudag (skírdagur) og föstudag (föstudagurinn langi):
Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en stöku él við ströndina. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 03.04.2020 20:54. Gildir til: 10.04.2020 12:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica