Suðvestan 5-13 m/s, hvassast í vindstrengjum í fyrstu. Léttskýjað og hiti 11 til 18 stig. Lægir með kvöldinu. Gengur í norðan og norðvestan 5-10 í fyrramálið með rigningu á köflum. Hiti 5 til 10 stig. Hvessir heldur annað kvöld, kólnar og líkur á slyddu til fjalla.
Spá gerð: 07.09.2024 12:37. Gildir til: 09.09.2024 00:00.
Á mánudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s, en hægari vindur suðaustanlands. Rigning á Norður- og Austurlandi, en slydda eða snjókoma til fjalla. Skýjað með köflum og lengst af úrkomulítið á Vesturlandi, en annars víða bjart veður. Hiti 4 til 11 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Norðan og norðvestan 10-18 m/s, hvassast austanlands. Rigning eða slydda norðan- og austanlands, en annars bjart með köflum. Hiti 2 til 9 stig, mildast syðst.
Á miðvikudag:
Norðan 8-18 m/s, hvassast austast, en hægari norðvestanlands. Dregur smám saman úr vindi. Skúrir eða él norðaustantil, en annars þurrt og víða bjart vestanlands. Hiti breytist lítið. Víða næturfrost.
Á fimmtudag:
Norðvestan 5-15 m/s, hvassast austast fyrri part dags og dálítil él, en annars víða bjart veður. Hiti 2 til 10 stig að deginum.
Á föstudag:
Hægt vaxandi austanátt og þykknar upp. Rigning sunnan- og austantil undir kvöld og slydda til fjalla, en annars þurrt. Heldur hlýnandi.
Á laugardag:
Austlæg átt og víða rigning eða slydda, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 4 til 11 stig, svalast við norðurströndina.
Spá gerð: 07.09.2024 08:09. Gildir til: 14.09.2024 12:00.