Norðaustan 5-13 í nótt og dálítil snjókoma, en snýst í norðan- og norðvestanátt á morgun. Frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 04.12.2024 21:58. Gildir til: 06.12.2024 00:00.
Á föstudag:
Norðan og norðvestan 5-15 m/s, hvassast austantil. Él á norðurhelmingi landsins, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost 1 til 8 stig.
Á laugardag:
Norðvestan 15-23 austanlands um morguninn og dálítil él, annars mun hægari og þurrt að kalla. Dregur síðan smám saman úr vindi fyrir austan og styttir upp. Frost 2 til 13 stig.
Á sunnudag:
Vaxandi sunnanátt og lítilsháttar væta, 13-23 m/s síðdegis og súld eða rigning, hvassast norðvestantil. Yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnar í veðri, hiti víða 5 til 10 stig um kvöldið.
Á mánudag:
Sunnan- og suðvestanátt og vætusamt, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 5 til 13 stig. Kólnar síðdegis með skúrum eða éljum um landið vestanvert.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt og él, en bjartviðri um landið austanvert. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum. Svalt í veðri.
Spá gerð: 04.12.2024 20:54. Gildir til: 11.12.2024 12:00.