Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 5-13 m/s og léttskýjað, en hvassara í vindstrengjum á Kjalarnesi. Kólnar smám saman.
Norðlæg átt 5-10 og áfram léttskýjað á morgun, en vestlægari og þykknar upp seint annað kvöld. Hiti 0 til 3 stig.
Spá gerð: 19.10.2021 18:27. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Suðurland

Norðaustan 10-18 m/s og léttskýjað, en norðan 5-13 á morgun. Hiti um og yfir frostmarki, en víða næturfrost. Hægari vindur og þykknar upp seint annað kvöld.
Spá gerð: 19.10.2021 21:54. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Faxaflói

Norðaustan 10-18 og bjart að mestu, en norðan 3-10 á morgun. Hiti um og yfir frostmarki, en vægt frost í nótt. Vestan 5-13 seint annað kvöld, þykknar upp og hlýnar.
Spá gerð: 19.10.2021 21:54. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Breiðafjörður

Minnkandi norðaustanátt, 8-15 og bjart að mestu í nótt, en lægir á morgun. Hiti kringum frostmark. Vestan 8-13 og stöku skúrir annað kvöld. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 19.10.2021 21:54. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Vestfirðir

Norðaustan 8-15 og þurrt að kalla, en lægir og léttir til í nótt. Hiti kringum frostmark. Gengur í suðvestan 8-15 og þykknar upp síðdegis á morgun. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 19.10.2021 21:54. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Norðlæg átt 8-13 og stöku él í nótt, en lægir og léttir til á morgun. Hiti um og undir frostmarki. Sunnan 8-13 og skýjað með köflum annað kvöld. Hlýnar heldur.
Spá gerð: 19.10.2021 21:54. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Norðurland eystra

Norðan og norðvestan 8-13 og dálítil él, en hægari og birtir til seinnipartinn á morgun. Hiti um og undir frostmarki yfir daginn.
Spá gerð: 19.10.2021 21:54. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Austurland að Glettingi

Norðvestan 10-18 og dálítil él, en vestan 5-13 og styttir upp undir kvöld á morgun. Hiti í kringum frostmark yfir daginn.
Spá gerð: 19.10.2021 21:54. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Austfirðir

Norðvestan 13-18 og dálítil él eða slydduél. Hiti um og yfir frostmarki. Hægari og léttir til annað kvöld.
Spá gerð: 19.10.2021 21:54. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Suðausturland

Norðan 10-18 og léttskýjað í nótt, en 15-20 í vindstrengjum austan Öræfa fram yfir hádegi. Hiti 0 til 7 stig. Dregur úr vindi síðdegis á morgun.
Spá gerð: 19.10.2021 21:54. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Miðhálendið

Norðlæg átt 10-18 og dálítil él í nótt, en bjart með köflum sunnantil. Frost 2 til 9 stig. Lægir og birtir til seinnipartinn á morgun.
Spá gerð: 19.10.2021 21:54. Gildir til: 21.10.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-10 m/s og dálitlar skúrir eða él. Víða þurrt og bjart eftir hádegi, en norðvestan 8-15 og stöku él A-til. Hiti 0 til 6 stig, en kólnar síðdegis.

Á föstudag:
Vaxandi suðaustanátt, 10-18 og rigning S- og V-lands síðdegis. Hiti 2 til 7 stig. Hægari vindur og þurrt NA-til á landinu með hita um og undir frostmarki.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Suðaustan 10-18, en lægir með morgninum. Væta með köflum og hiti 3 til 9 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Breytileg átt og rigning af og til. Hiti 2 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir austlæga átt með rigningu eða slyddu víða um land.
Spá gerð: 19.10.2021 20:47. Gildir til: 26.10.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica