Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 5-10 m/s og dálítil él eftir hádegi, en vestan 13-18 og éljagangur á morgun. Hiti um og undir frostmarki.
Spá gerð: 29.01.2022 10:24. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Suðurland

Gengur í suðvestan 5-13 m/s með éljum eftir hádegi. Hlýnandi, hiti um og undir frostmarki síðdegis. Snýst í vestan 13-20 á morgun og bætir í élin, en dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Kólnar smám saman.
Spá gerð: 29.01.2022 10:00. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Faxaflói

Gengur í suðvestan 5-13 m/s með éljum eftir hádegi. Hlýnandi, hiti um og undir frostmarki síðdegis. Snýst í vestan 13-20 á morgun og bætir í élin, en dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Kólnar smám saman.
Spá gerð: 29.01.2022 10:00. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Breiðafjörður

Sunnan og suðvestan 8-15 og él, hiti um og undir frostmarki. Gengur í vestan 15-23 og bætir í élin á morgun, en dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Kólnar smám saman.
Spá gerð: 29.01.2022 10:00. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Vestfirðir

Suðvestan 8-15 og él eftir hádegi, hiti um og undir frostmarki. Snýst í vestan 15-20 og bætir í élin á morgun, en hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnar smám saman.
Spá gerð: 29.01.2022 10:00. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Suðvestan 8-15 og dálítil él seinnipartinn, frost 0 til 6 stig. Vestan 13-20 og éljagangur kringum hádegi á morgun, en hægari síðdegis og dregur úr ofankomu. Kólnandi veður.
Spá gerð: 29.01.2022 10:00. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Norðurland eystra

Snýst í suðvestan 8-13 og léttir til eftir hádegi. Frost 1 til 9 stig. Hægari og úrkomulítið í fyrramálið, en gengur í vestan 10-18 með dálitlum éljum seinnipartinn á morgun.
Spá gerð: 29.01.2022 10:00. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Austurland að Glettingi

Snýst í suðvestan 8-13 og léttir til eftir hádegi. Frost 1 til 9 stig. Hægari og úrkomulítið í fyrramálið, en gengur í vestan 10-18 með dálitlum éljum seinnipartinn á morgun.
Spá gerð: 29.01.2022 10:00. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Austfirðir

Norðvestan 15-23, en lægir og léttir til eftir hádegi. Frost 0 til 6 stig. Sunnan 3-8 og él á morgun, en gengur í vestan 10-15 og styttir upp síðdegis.
Spá gerð: 29.01.2022 10:00. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Suðausturland

Norðvestan 10-18 og léttskýjað, en lægir eftir hádegi. Frost 0 til 5 stig. Breytileg átt 3-8 og él í kvöld, en vestan 10-18 og úrkomulítið seinnipartinn á morgun.
Spá gerð: 29.01.2022 10:00. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Miðhálendið

Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 og él seinnipartinn, en úrkomulítið norðaustantil. Frost 4 til 12 stig, en dregur úr frosti í kvöld. Gengur í vestan og suðvestan 10-18 og bætir í élin á morgun. Kólnar aftur.
Spá gerð: 29.01.2022 10:00. Gildir til: 31.01.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Gengur í suðaustan og austan 10-18 m/s með snjókomu, en hægari og úrkomulítið á NA- og A-landi fram eftir degi. Frost 0 til 12 stig. Suðvestlæg eða breytileg átt síðdegis og hlýnar með skúrum eða slydduéljum á S- og V-landi.

Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt 5-13, en norðvestan 10-18 A-lands fram eftir degi. Víða dálítil él, en þurrt að kalla um landið SA-vert. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt, en norðaustan strekkingur NV-til. Él á víð og dreif og frost 3 til 14 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt og él, en úrkomulítið sunnan heiða. Kalt í veðri.
Spá gerð: 29.01.2022 08:32. Gildir til: 05.02.2022 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica