Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og úrkomulítið, en fer að rigna í kvöld. Norðaustan 3-8 í nótt og úrkomuminna með morgniunum, en snýst í sunnan 3-8 síðdegis á morgun. Hiti 8 til 12 stig.
Spá gerð: 04.08.2020 09:33. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Suðurland

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en víða rigning í kvöld. Norðlægari í nótt, en snýst í sunnan 5-10 með skúrum síðdegis á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 04.08.2020 09:22. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Faxaflói

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en víða rigning í kvöld. Norðlægari í nótt, en snýst í sunnan 5-10 með skúrum síðdegis á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 04.08.2020 09:22. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Breiðafjörður

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en víða rigning í kvöld. Norðlægari í nótt, en snýst í sunnan 5-10 með skúrum síðdegis á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 04.08.2020 09:22. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Vestfirðir

Norðaustlæg átt, 3-8, skýjað og fer að rigna í kvöld, en 8-13 í nótt. Snýst í suðaustan 3-8 og styttir upp að mestu annað kvöld. Hiti 7 til 12 stig.
Spá gerð: 04.08.2020 09:22. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Norðlæg átt 3-8 og súld eða rigning með köflum, en norðaustan 8-13 og rigning í nótt og á morgun. Snýst í sunnan 3-8 og úrkomulítrið undir kvöld. Hiti 8 til 13 stig, en helfdur hlýrra á morgun.
Spá gerð: 04.08.2020 09:22. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Norðurland eystra

Austlæg átt 3-8 m/s og víða þurrt, en hvassari á annesjum í kvöld. Austan 8-13 og rigning í nótt, en snýst í suðaustan 3-8 og léttir til seint á morgun. Hiti 10 til 16 stig að deginum.
Spá gerð: 04.08.2020 09:22. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Austurland að Glettingi

Suðaustlæg átt 3-10 m/s og bjart með köflum. Austan 8-13 og rigning í nótt, en suðaustan 3-8 og léttir til seinnipartinn á morgun. Hiti 8 til 15 stig.
Spá gerð: 04.08.2020 09:22. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Austfirðir

Austlæg átt, 3-8 og þokusúld, en 5-10 og rigning í nótt og fram eftir morgundegi. Sunnan 3-8 og þurrt að kalla síðdegis á morgun. Hiti 7 til 11 stig, en hlýrra seint á morgun.
Spá gerð: 04.08.2020 09:22. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Suðausturland

Vaxandi norðaustanátt í dag og fer að rigna undir kvöld, 10-18 m/s seint í kvöld, hvassast vestan Öræfa. Enn hvassari og talsverð rigning í nótt og fram eftir morgni, en snýst síðan í sunnan 5-10 og dregur úr vætu, fyrst vestast. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 04.08.2020 09:22. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Miðhálendið

Hægt vaxandi austlæg átt og dálítil væta með köflum. Austan 10-18 og rigning í nótt, jafnvel talsverð sunnantil. Snýst í sunnan 5-13 og rigning með köflum síðdegis á morgun Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðan Vatnajökuls.
Spá gerð: 04.08.2020 09:22. Gildir til: 06.08.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðlæg átt 3-10 m/s. Rigning með köflum og hiti 8 til 12 stig, en þurrt og bjart norðaustanlands með hita á bilinu 12 til 18 stig.

Á föstudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Dálítil væta vestantil, annars þurrt að kalla. Hiti víða 10 til 15 stig.

Á laugardag:
Vestlæg átt, 3-10. Allvíða skúrir, einkum síðdegis, en þurrt að kalla austanlands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil, annars þurrt og bjart með köflum. Hlýnandi veður á Norðausturlandi, annars lítil breyting í hita.
Spá gerð: 04.08.2020 08:26. Gildir til: 11.08.2020 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica