Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 10-15 m/s og skúrir, en 15-20 seint í kvöld. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestan og vestan 8-13 á morgun með stöku skúrir, einkum annað kvöld, og kólnar í veðri.
Spá gerð: 20.10.2018 10:46. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Suðurland

SV 13-18 og skúrir en vestan 8-15, hvassast við ströndina og úrkomuminna á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 20.10.2018 09:48. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Faxaflói

Suðvestan 13-18 og rigning eða skúrir, en 18-23 sumsstaðar við sjávarsíðuna nálægt miðnætti. Vestan 8-15 og stöku skúrir á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 20.10.2018 09:48. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Breiðafjörður

Suðvestan 13-18 m/s og skúrir. Vestan 15-23 í nótt, hvassast norðantil, og bætir í úrkomu. Vestan 8-15 og stöku skúrir á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 20.10.2018 09:48. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Vestfirðir

Suvestan 10-15 m/s og skúrir en 15-23 og úrkomumeira í nótt. Vestlæg átt 5-13 á morgun og stöku skúrir. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 20.10.2018 09:48. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Suðvestan 13-18 m/s og skúrir en suðvestan 15-23 seint í kvöld og bætir í úrkomu. Dregur úr vindi á morgun, suðvestan 8-13 og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 2 til 7 stig en 0 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 20.10.2018 09:48. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Norðurland eystra

Suðvestan 15-20 og skúrir, en hægari og úrkomulítið austantil. Suðvestan 20-25 m/s vestantil í nótt. Dregur úr vindi á morgun, vestan 8-13 og skúrir eða él annað kvöld. Hiti 3 til 8 stig en um frostmark á morgun.
Spá gerð: 20.10.2018 09:48. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Austurland að Glettingi

Suðvestan 10-18 en 15-23 í nótt, hvassast við ströndina, og skýjað með köflum. Vestlæg átt 13-20 og skúrir eða slydduél síðdegis á morgun. Hiti 3 til 8 stig en 0 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 20.10.2018 09:48. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Austfirðir

Suðvestan 10-18, hvassast á annesjum, og skýjað með köflum, en stöku skúrir sunanntil. Vestan 10-18 og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 3 til 8 stig en kólnar heldur á morgun.
Spá gerð: 20.10.2018 09:48. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Suðausturland

Suðvestan 13-18 m/s og rigning eða skúrir en suðvestan 15-23 í nótt, hvassast austantil. Vestan 8-15, hvassast við ströndina, og stöku skúrir á morgun. Hiti 4 til 9 stig en heldur svalara á morgun.
Spá gerð: 20.10.2018 09:48. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Miðhálendið

Suðvestan 13-20 og skúrir eða él. en þurrt norðan jökla. Suðvestan 15-23 í nótt, en 23-28 norðan Vatnajökuls. Vestan 8-15 og áfram skúrir eða él annað kvöld. Hiti nálægt frostmarki, en frost 2 til 6 stig á morgun.
Spá gerð: 20.10.2018 09:48. Gildir til: 22.10.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Vestan 8-13 m/s og rigning eða skúrir en þurrt um norðanvert landið. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt og þurrt, en suðaustan 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestantil á landinu um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig en frost 0 til 5 stig norðaustanlands.

Á miðvikudag:
Suðvestan 8-15 og rigning eða skúrir en styttir upp um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt 10-15 m/s og él norðantil á landinu en bjart með köflum syðra. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 20.10.2018 09:41. Gildir til: 27.10.2018 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica