Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 13-18 m/s, en 10-15 í dag. Hvassara á Kjalarnesi. Rigning með köflum, hiti 3 til 7 stig. Lægir undir kvöld.
Spá gerð: 23.10.2020 00:36. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Suðurland

Austan 10-18 m/s, en 18-23 syðst til fyrramáls. Lægir seint á morgun. Rigning með köflum, hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 22.10.2020 21:58. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Faxaflói

Austan 10-18 með snörpum vindhviðum við fjöll fram á morgun. Úrkomulítið, en rigning syðst. Hiti 3 til 8 stig. Lægir annað kvöld.
Spá gerð: 22.10.2020 21:58. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Breiðafjörður

Gengur í norðaustan 13-18 í nótt. Dálítil rigning, hiti 2 til 7 stig. Lægir annað kvöld.
Spá gerð: 22.10.2020 21:58. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Vestfirðir

Vaxandi norðaustanátt, 13-18 á morgun og rigning með köflum. Hiti 2 til 6 stig. Lægir seint annað kvöld.
Spá gerð: 22.10.2020 21:58. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Vaxandi austanátt, 10-18 á morgun og rigning við ströndina, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 7 stig. Lægir annað kvöld.
Spá gerð: 22.10.2020 21:58. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Norðurland eystra

Vaxandi austanátt, víða 10-15 á morgun og rigning með köflum. Hiti 2 til 6 stig. Heldur hægari annað kvöld.
Spá gerð: 22.10.2020 21:58. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Austurland að Glettingi

Vaxandi austanátt, víða 10-15 á morgun og rigning með köflum. Hiti 2 til 6 stig. Heldur hægari annað kvöld.
Spá gerð: 22.10.2020 21:58. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Austfirðir

Austan 8-13 og dálítil rigning, en 10-15 í fyrramálið og talsverð rigning. Dregur úr vindi síðdegis á morgun, en áfram vætusamt. Hiti 3 til 7 stig.
Spá gerð: 22.10.2020 21:58. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Suðausturland

Austan 15-23, hvassast við Öræfajökul. Talsverð rigning. Dregur úr vindi á morgun, austan 8-13 og rigning með köflum eftir hádegi. Hiti 3 til 8 stig. Lægir meira annað kvöld.
Spá gerð: 22.10.2020 21:58. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Miðhálendið

Suðaustan og austan 18-25 og snjókoma með köflum, en hægari og úrkomulítið norðan jökla. Austan 13-20 á morgun og slydda eða snjókoma, einkum austantil. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 22.10.2020 21:58. Gildir til: 24.10.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Gengur í norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 suðaustanlands. Víða rigning, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.

Á sunnudag:
Norðan 10-15, en 5-10 austanlands. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hiti breytist lítið.

Á mánudag og þriðjudag:
Norðaustanátt og dálítil slydda eða rigning á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti 0 til 6 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðan- og norðaustanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu norðan- og austantil á landinu og hita um frostmark. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi og frostlaust að deginum.
Spá gerð: 22.10.2020 21:35. Gildir til: 29.10.2020 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica