Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðvestan 5-13 m/s, en vestlægari með kvöldinu. Skúrir eða slydduél og hiti 1 til 3 stig.
Spá gerð: 16.01.2021 15:32. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Suðurland

Norðvestan 8-15 m/s, hvassast við ströndina. Rigning eða slydda með köflum og hiti 0 til 5 stig. Vestan 3-8 og dálítil él á morgun. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 16.01.2021 09:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Faxaflói

Norðvestan 8-15 m/s og dálítil rigning eða slydda. Hiti 0 til 5 stig. Vestlægari vindur í kvöld og úrkomuminna á morgun. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 16.01.2021 09:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Breiðafjörður

Norðvestan 3-8 m/s en 8-13 m/s á Snæfellsnesi. Dálítil rigning eða slydda og hiti 0 til 4 stig. Vestan 3-8 og úrkomuminna á morgun. Hiti um frostamark.
Spá gerð: 16.01.2021 09:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Vestfirðir

Norðlæg átt, 3-8 m/s og slydduél. Hiti um frostmark. Úrkomuminna á morgun, en norðan 5-10 og snjókoma norðantil annað kvöld. Kólnandi veður.
Spá gerð: 16.01.2021 09:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma til fjalla. Hiti kringum frostmark. Suðvestan 3-8 og þurrt að kalla í fyrramálið, en breytileg átt 3-8, kólnar og fer að snjóa seint annað kvöld.
Spá gerð: 16.01.2021 09:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Norðurland eystra

Austan 5-10 m/s og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægqari breytileg átt síðdegis og úrkomuminna. Norðvestan 5-10 og slydda annað kvöld. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 16.01.2021 09:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Austurland að Glettingi

Austan 5-10 m/s og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægqari breytileg átt síðdegis og úrkomuminna. Norðvestan 5-10 og slydda annað kvöld. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 16.01.2021 09:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Austfirðir

Austlæg átt, 5-10 m/s og rigning, á köflum talsverð. Hiti 1 til 4 stig. Norðlægari og úrkomulítið í nótt. Vestan og norðvestan 3-10 og dálítil úrkoma á morgun. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 16.01.2021 09:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Suðausturland

Snýst í norðan og síðar norðvestan 8-15 og styttir upp að mestu, hvassast vestantil. Hiti 1 til 5 stig, en kólnar seint á morgun.
Spá gerð: 16.01.2021 09:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Miðhálendið

Norðaustan 18-15 m/s og él um hádegi en snýst vestlægari með kvöldinu. Frost 1 til 7 stig.
Spá gerð: 16.01.2021 09:47. Gildir til: 18.01.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:
Norðan 8-15 með snjókomu eða éljum á norðan- og austanverðu landinu en bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost, einkum inn til landsins.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðanátt, víða allhvöss eða hvöss með éljum, en léttskýjað syðra. Frost um allt land.

Á föstudag:
Útlit fyrir stífa norðanátt með snjókomu en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnanlands. Fremur kalt í veðri.
Spá gerð: 16.01.2021 08:33. Gildir til: 23.01.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica