Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðvestan og vestan 8-15 m/s og yfirleitt bjart, en 15-23 á norðanverðu landinu. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.

Á mánudag og þriðjudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum við vesturströndina. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á miðvikudag:
Austan 3-8 m/s, en suðaustan 8-13 suðvestantil. Víða bjartviðri, en skýjað með köflum við ströndina. Hiti 5 til 10 stig vestanlands, en vægt frost fyrir austan.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og bjartviðri suðvestanlands, hiti 2 til 8 stig, en skýjað norðaustantil og stöku él, frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 19.04.2024 20:29. Gildir til: 26.04.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica