Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðaustan og austan 8-15 m/s, en lægir heldur þegar líður á daginn. Víða dálítil él, en úrkomulítið á SV- og V-landi. Kólnar í veðri og frost yfirleitt 3 til 14 stig um kvöldið, kaldast í innsveitum norðanlands.

Á laugardag:
Norðvestlæg átt, 5-13 m/s og stöku él með austurströndinni. Mun hægari vindur annars staðar og léttskýjað á S- og V-landi. Frost 3 til 12 stig yfir daginn.

Á sunnudag:
Suðlæg átt og víða léttskýjað en þykknar upp með vaxand suðaustanátt og snjókomu S- og V-lands um kvöldið. Áfram kalt í veðri.

Á mánudag:
Gengur í vestlæga átt með éljum víða um land. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum N- og A-til á landinu en bjartviðri S- og V-til. Frost um allt land.
Spá gerð: 23.01.2019 20:10. Gildir til: 30.01.2019 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica