Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og skúrir norðanlands, en annars þurrt og bjart að mestu. Hiti 6 til 13 stig, mildast sunnantil.

Á þriðjudag:
Hægt vaxandi suðlæg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir vestanlands. Þykknar upp vestantil um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig.

Á miðvikudag:
Ákveðin suðaustanátt og rigning eða skúrir, en hægari og lengst af úrkomulítið norðaustanlands. Lægir vestast um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og allvíða væta með köflum. Fremur milt í veðri.
Spá gerð: 13.08.2022 08:01. Gildir til: 20.08.2022 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica