Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Sunnan 10-15 m/s og víða rigning, einkum á SA-landi, en úrkomulítið NA-lands. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á föstudag:
Suðvestan 10-15 m/s og skúrir um landið vestanvert, en bjartviðri eystra. Snýst í suðaustanátt og fer að rigna SV-til um kvöldið. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag:
Allhvöss eða hvöss suðvestanátt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austast.

Á sunnudag:
Áframhaldandi suðvestanátt og skúrir eða él, en bjartviðri eystra. Kólnar í veðri og frystir inn til landsins um kvöldið.

Á mánudag:
Útlit fyrir vaxandi suðvestanátt með rigningu og smám saman hlýnandi veðri.
Spá gerð: 16.10.2018 08:09. Gildir til: 23.10.2018 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica