Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, en 8-13 norðvestantil um kvöldið. Skýjað með köflum og skúrir á stöku stað. Hiti 10 til 18 stig.

Á sunnudag:
Norðvestan og vestan 5-10 og víða bjart veður, en skýjað við norðurströndina og stöku skúrir norðaustanlands síðdegis. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á mánudag:
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað framan af degi. Gengur í sunnan 5-10 síðdegis og fer að rigna sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á þriðjudag:
Sunnanátt með rigningu og súld, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en þurrt að mestu austanlands.
Spá gerð: 03.07.2025 21:23. Gildir til: 10.07.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica