Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir. Bjart með köflum austantil, en rigning þar sídegis. Hiti 10 til 18 stig.

Á sunnudag:
Fremur hæg suðlæg átt, þurrt að mestu og víða bjart. Þykknar upp á vestanverðu landinu um kvöldið. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.

Á mánudag:
Suðaustlæg átt og rigning með köflum vestantil en annars þurrt og bjart að mestu. Áfram hlýtt í veðri.

Á þriðjudag:
Fremur hæg austlæg átt og víða bjart en skýjað og þokuloft við austurströndina. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt og bjart veður en skýjað og úrkomulítið með austurströndinni. Áfram hlýtt, einkum vestantil.
Spá gerð: 05.08.2021 21:37. Gildir til: 12.08.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica