Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust með S- og A-ströndinni.

Á mánudag:
Suðaustan 8-15 m/s og snjó- eða slydduél, hvassast syðst, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt, 8-13 m/s og víða dálítil él, en skýjað með köflum og úrkomulítið V til. Kólnandi veður.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg átt með snjókomu eða éljum á N-verðu landinu, en yfirleitt bjartviðri syðra. Frost 0 til 10 stig, minnst syðst.

Á föstudag:
Útlit fyrir vaxandi austanátt og fer líklega að snjóa S-lands.
Spá gerð: 24.01.2020 20:13. Gildir til: 31.01.2020 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica