Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðan 3-8 m/s og dálítil rigning NV til framan af degi, en annars hæg breytileg átt og skúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 14 stig fyrir norðan, en allt að 18 stigum á Suðurlandi.

Á föstudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s og víða rigning, en úrkomulítið vestast. Austlægari um kvöldið. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og rigning í flestum landshlutum, en styttir upp NA-lands með morgninum. Hiti víða 10 til 18 stig, svalast við A-ströndina og á Ströndum.

Á sunnudag:
Suðaustlæg átt og rigning með köflum SA-til, en annars úkomulítið. Hiti víða 13 til 18 stig.

Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt og væta í flestum landshlutum, en áframhaldandi hlýindi. Víða þurrt seinnipartinn.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir hlýja og yfirleitt þurra austlæga átt.
Spá gerð: 23.07.2019 20:17. Gildir til: 30.07.2019 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica