Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðvestan 10-18 m/s, hvassast með suður- og vesturströndinni. Snjókoma eða él, en úrkomulítið á Austurlandi. Víða vægt frost.

Á föstudag:
Norðvestan og vestan 3-8, en 8-13 austanlands. Þurrt suðaustantil á landinu, en él í öðrum landshlutum. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur um kvöldið, styttir upp og herðir á frosti.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað framan af degi, kalt í veðri. Gengur í suðvestan 8-13 seinnipartinn með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands um kvöldið. Minnkandi frost.

Á sunnudag:
Sunnan 8-15 og slydda eða snjókoma, en rigning við ströndina. Þurrt um landið norðaustanvert. Hiti um og yfir frostmarki.

Á mánudag og þriðjudag:
Líkur á norðanátt með ofankomu á norðurhelmingi landsins, en rofar til syðra. Kólnandi veður.
Spá gerð: 26.03.2019 21:30. Gildir til: 02.04.2019 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica