Fréttir
Frá afmælisfundi Veðurstofu Íslands 14.12.2010.

Vel heppnaður afmælisfundur

Veðurstofa Íslands 90 ára

15.12.2010

Afmælisfundur Veðurstofu Íslands var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu hinn 14. desember 2010.

Um 150 manns sátu fundinn sem hófst með ávarpi umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Síðan flutti Árni Snorrason ágrip úr sögu stofnunarinnar. Eftir það voru flutt sex erindi um loftslagsrannsóknir.

Síðan ávarpaði fundinn Ögmundur Jónasson samgönguráðherra og flutt voru fimm erindi um eldgosavöktun og eldgosarannsóknir.

Sveinbjörn Björnsson dró saman helstu niðurstöður fundarins og Árni Snorrason flutti lokaorð.

Að því loknu var móttaka í boði Veðurstofunnar.

Samantekt erinda sem flutt voru á fundinum er birt í sérstakri grein hér á vefnum.







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica