Fréttir
gervihnattamynd - Ísland og hafið umhverfis
MODIS gervihnattamynd frá 7. janúar 2010.

Þrívíddarmyndir og gervihnettir

15.1.2010

Kvikmyndaunnendur hafa líklega flestir orðið þess varir að á undanförnum árum hefur tækni til gerðar þvívíddarmynda fleytt fram.

Þrívíddarmyndir byggjast á því að sameinuð eru tvö sjónarhorn í einni mynd, eitt sjónarhorn fyrir hvort auga. Til þess að hvort auga nemi sitt“ sjónarhorn er algengast að myndirnar fyrir hægra og vinstra auga séu aðskildar á einhvern hátt, t.d. með litbrigðum eða (eins og nú er algengt í kvikmyndum) með skautun ljóssins.

Um hádegi þann 7. janúar 2010 fóru tvö tungl bandarísku veðurstofunnar á sama tíma yfir landið. Þeir sem eiga blá-rauð þrívíddargleraugu geta séð mun á háskýjum og láskýjum sem ekki er augljós í tvívíddarmyndinni. Ef vel er gáð má einnig sjá móta fyrir upphleyptu landslagi Vatnajökuls. Til samanburðar er hér einnig upphaflega gervihnattamyndin (miðhluti) þar sem erfitt er að greina misjafna skýjahæð.

Sama mynd í svart/hvítu
gervihnattamynd - Ísland og hafið umhverfis

Litmyndin sem fylgir fréttinni er fyrir algengustu blöndu af litum, það er að segja rautt fyrir vinstra auga og blágrænt fyrir hægra auga. Fleiri möguleikar eru til og á eftirfarandi tenglum má sjá þá alla.

vinstra - hægra:





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica