Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Á norðanverðum Vestfjörðum var mikill skafrenningur í ANA hríðarveðri á sunnudag og talsverð snjósöfnun í fjöll. Aðfaranótt mánudags hlánaði á láglendi en áfram hefur verið frost í efri hluta fjalla. Fjöldi snjóflóða féll sem er til marks um víðtækan óstöðugleika undir nýja snjónum sem enn getur hlaupið á ef bætir á snjó eða vegna annarra veðrabrigða. Á Norðurlandi hefur einnig hlýnað og nokkur snjóflóð fallið. Á Austurlandi hefur hlýnað upp fyrir fjallatoppa og snjóþekjan hefur öll náð frostmarki og er stöðugleiki hennar talinn góður.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 06. apr. 19:00

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Aðfaranótt þriðjudags er spáð kólnandi veðri og NA éljagangi á norðanverðum Vestfjörðum en hvassri SV-átt en lítilli úrkomu á Norðurlandi. Snýst í norðlæga átt 8-15 m/s þriðjudagskvöld með dálítilli snjókomu norðantil, en hægari og léttir til um landið suðvestanvert. Hiti um og undir frostmarki. Tíðindalítið veður á Austurlandi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 06. apr. 19:02


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica