Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Almennt er lítill snjór í fjöllum og gamli snjórinn er orðinn harðpakkaður eftir frost/þíðu kafla. Í vikunni hefur bætt aftur á snjó en í litlu magni. Hvöss A-átt með skafrenningi á laugardag gæti myndað afmarkaða skafla í giljum og hlíðum með vestlægt viðhorf.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 06. des. 15:09

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Hæg norðlæg átt á föstudag og úrkomulítið en smá él á NA-landi. Hvöss A-átt á suðurlandi á laugardag og gæti snjóað nokkuð syðst á landinu. Hægari NA-átt á sunnudag og él nyrðra. Ný lægð kemur svo upp að landinu á mánudag með snjókomu á sunnanverðu landinu
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 06. des. 14:05


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica