Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Veik lög geta verið í nýsnævi eftir umhleypingar og éljagang síðustu daga. Stöðuleiki er sæmilegur í gryfju frá Bolungarvík í dag. Nýr vindfleki tók að byggjast upp í hvassri NA-lægri átt á Vestfjörðum í gær, sunnudag, og í SA-átt í dag, mánudag, á Norðurlandi. Óstöðugleiki getur leynst djúpt í snjóþekjunni frá því um miðjan mánuðinn en mikið álag þarf væntalega til þess að snjóflóð fari þar af stað.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 27. jan. 16:45

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Norðlæg eða norðvestlæg átt yfirleitt 5-15 m/s á fimmtudag og föstudag en hæg breytileg átt á laugardag. Snjókoma með köflum eða dálítil él um landið norðanvert, en léttskýjað að mestu syðra. Snjókomubakki kemur inn á landið norðanvert seint á fimmtudag og aðfaranótt föstudags en yfirleitt þurrt á laugardag. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 29. jan. 17:50


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica