Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Snjór hefur styrkst nú þegar kólnað hefur eftir umhleypinga og stormviðri síðustu daga. Óstöðugir vindflekar geta þó verið til staðar til fjalla víðast hvar um landið og éljagangur á miðvikudag stuðlar að frekari vindflekamyndun. Aðfaranótt fimmtudags snýr í N-átt með éljagangi sem gæti myndað fleka á suðurvísandi viðhorfum. Hlýindi á föstudag sunnan- og vestanlands auka aftur líkur á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum. Þá snjóar á Norður- og Austurlandi úr S-áttum og búist við að vindflekar myndist á norðlægum viðhorfum.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 08. feb. 10:51

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

SV átt og éljagangur um land allt fram á fimmtudagsmorgun og úrkomulítið á fimmtudag. Á föstudag hvessir í sunnanáttum með snjókomu norðan- og austanlands en rignir á láglendi og hátt upp í fjöll sunnan- og vestanlands.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 08. feb. 09:25


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica