Spá um snjóflóðahættu
Mat á snjóflóðaaðstæðum
Snjór hefur styrkst nú þegar kólnað hefur eftir umhleypinga og stormviðri síðustu daga. Óstöðugir vindflekar geta þó verið til staðar til fjalla víðast hvar um landið og éljagangur á miðvikudag stuðlar að frekari vindflekamyndun. Aðfaranótt fimmtudags snýr í N-átt með éljagangi sem gæti myndað fleka á suðurvísandi viðhorfum. Hlýindi á föstudag sunnan- og vestanlands auka aftur líkur á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum. Þá snjóar á Norður- og Austurlandi úr S-áttum og búist við að vindflekar myndist á norðlægum viðhorfum.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 08. feb. 10:51
Snjóflóðaspá fyrir valin svæði 

Suðvesturhornið
-
fim. 09. feb.
Töluverð hætta -
fös. 10. feb.
Töluverð hætta -
lau. 11. feb.
Töluverð hætta

Norðanverðir Vestfirðir
-
fim. 09. feb.
Nokkur hætta -
fös. 10. feb.
Töluverð hætta -
lau. 11. feb.
Nokkur hætta

Tröllaskagi utanverður
-
fim. 09. feb.
Nokkur hætta -
fös. 10. feb.
Nokkur hætta -
lau. 11. feb.
Nokkur hætta

Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
-
fim. 09. feb.
Nokkur hætta -
fös. 10. feb.
Nokkur hætta -
lau. 11. feb.
Nokkur hætta

Austfirðir
-
fim. 09. feb.
Nokkur hætta -
fös. 10. feb.
Nokkur hætta -
lau. 11. feb.
Nokkur hætta
Veðurútlit með tilliti til snjóflóða
SV átt og éljagangur um land allt fram á fimmtudagsmorgun og úrkomulítið á fimmtudag. Á föstudag hvessir í sunnanáttum með snjókomu norðan- og austanlands en rignir á láglendi og hátt upp í fjöll sunnan- og vestanlands.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 08. feb. 09:25