Útgáfa

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands er skráð í landskerfi bókasafna, www.leitir.is.

Sjá lista hér til vinstri; sjá einnig ritaskrá starfsmanna.

Upplýsingar um útgáfu sem ekki er aðgengileg rafrænt eru veittar á bókasafni á afgreiðslutíma Veðurstofunnar.

Skjöl á vef Veðurstofunnar eru jafnan á PDF-sniði. Forrit til að lesa PDF-skjöl.

Tímaritið Veðráttan

Veðurstofan gefur út tíðarfarsyfirlit liðins mánaðar í byrjun hvers mánaðar, byggt á athugunum í Reykjavík, á Akureyri, í Akurnesi, í Keflavík og á Hveravöllum. Niðurstöður mælinga á mönnuðum stöðvum eru birtar í tímaritinu Veðráttan 1924-1997. Hér á vef Veðurstofunnar eru meðaltalstöflur þar sem skoða má tímaraðir fyrir valdar veðurstöðvar, bæði mánaðargildi og ársgildi, en upplýsingarnar eru útdráttur úr Veðráttunni.

Forverar Veðráttunnar voru Íslensk veðurfarsbók, sem kom út á árunum 1920-1923, og Meteorologisk aarbog, II del. Færøerne, Island, Grønland og Vestindien, sem gefin var út af dönsku veðurstofunni - Danmarks Meteorologiske Institut 1873-1919.

Ofanflóðahættumat

Á vefsíðu ofanflóða er að finna útgefnar skýrslur og aðrar upplýsingar um hættumat fyrir þéttbýlisstaði sem búa við snjóflóðahættu.


Nýjar fréttir

Áfram þarf að reikna með nýju eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Uppfært 17. mars kl. 17:00

Þann 11. mars greindi Veðurstofan frá breytingum í staðsetningu jarðskjálfta síðustu vikur, þar sem þeir virtust staðsettir nokkur hundruð metrum austar en jarðskjálftar í aðdraganda síðustu atburða. Í upphafi var talið að þessir skjálftar væru gikkskjálftar vegna aukins þrýstings frá kvikusöfnun undir Svartsengi.

Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa greint staðsetningar skjálftanna betur með háupplausnargreiningu. Staðsetning jarðskjálfta er fundin út með merkjum frá nokkrum mælum á tilteknu svæði, því getur truflun frá einum mæli haft áhrif á það hvar jarðskjálftinn er staðsettur eftir yfirferð. Áhrif hvers og eins jarðskjálftamælis á svæðinu á niðurstöður staðsetninganna voru skoðuð. Það leiddi í ljós truflun á einum mæli sem olli því að jarðskjálftavirknin virtist austar en áður.

Lesa meira

Jarðskjálftahrina í gangi við Reykjanestá

Um kl. 14:30 í gær hófst nokkuð áköf jarðskjálftahrina nærri Reykjanestá. Mestur ákafi var í hrinunni í upphafi þegar um 50 – 60 jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt.

Lesa meira

Tíðarfar í febrúar 2025

Febrúar var óvenjulega hlýr, úrkomusamur og snjóléttur. Suðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Töluvert var um illviðri, sérstaklega í byrjun mánaðar. Verst var veðrið dagana 5. og 6. febrúar þegar mikið sunnan hvassviðri gekk yfir landið. Veðrið bættist í hóp verstu óveðra síðustu ára. Samgöngur lágu niðri og veðrið olli töluverðu tjóni víða um land.

Lesa meira

Ný rannsókn sýnir að rýrnun jökla á jörðinni herðir á sér

Samkvæmt rannsókn,sem birt er í dag í vísindaritinu Nature, hafa jöklar jarðar, að frátöldum stóru ísbreiðunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að meðaltali rýrnað um 273 milljarða tonna af ís árlega frá síðustu aldamótum. Rýrnunin samsvarar 273 rúmkílómetrum vatns. Lesa meira

Óveðrið 5.- 6. febrúar eitt öflugasta sunnan illviðrið síðustu ár

Mikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica