Útgáfa

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands er skráð í landskerfi bókasafna, www.leitir.is.

Sjá lista hér til vinstri; sjá einnig ritaskrá starfsmanna.

Upplýsingar um útgáfu sem ekki er aðgengileg rafrænt eru veittar á bókasafni á afgreiðslutíma Veðurstofunnar.

Skjöl á vef Veðurstofunnar eru jafnan á PDF-sniði. Forrit til að lesa PDF-skjöl.

Tímaritið Veðráttan

Veðurstofan gefur út tíðarfarsyfirlit liðins mánaðar í byrjun hvers mánaðar, byggt á athugunum í Reykjavík, á Akureyri, í Akurnesi, í Keflavík og á Hveravöllum. Niðurstöður mælinga á mönnuðum stöðvum eru birtar í tímaritinu Veðráttan 1924-1997. Hér á vef Veðurstofunnar eru meðaltalstöflur þar sem skoða má tímaraðir fyrir valdar veðurstöðvar, bæði mánaðargildi og ársgildi, en upplýsingarnar eru útdráttur úr Veðráttunni.

Forverar Veðráttunnar voru Íslensk veðurfarsbók, sem kom út á árunum 1920-1923, og Meteorologisk aarbog, II del. Færøerne, Island, Grønland og Vestindien, sem gefin var út af dönsku veðurstofunni - Danmarks Meteorologiske Institut 1873-1919.

Ofanflóðahættumat

Á vefsíðu ofanflóða er að finna útgefnar skýrslur og aðrar upplýsingar um hættumat fyrir þéttbýlisstaði sem búa við snjóflóðahættu.


Nýjar fréttir

Tíðarfar í nóvember 2023

Nóvember var þurr um land allt og tíðarfar gott. Það var hlýtt á sunanverðu landinu en kaldara norðanlands. Austlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum en það var tiltölulega hægviðrasamt.

Lesa meira

Jarðskjálftavirkni fer áfram minnkandi

Uppfært 1. desember kl. 16:45

Áfram dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga og mælast nú mun færri og smærri skjálftar heldur en síðustu vikur. Flestir skjálftar eru að mælast undir einum að stærð. Virknin er mest milli Sýlingarfells og Hagafells þar sem að kvikugangurinn liggur. Að öllum líkindum er kvikan sem er að safnast undir Svartsengi að fóðra þann kvikugang. Ennþá mælist aflögunum á stöðvum nálægt kvikuganginum en talið er að það sé vegna landriss sem er að eiga sé stað við Svartsengi.

Lesa meira

Hlýjasti október síðan mælingar hófust

Október 2023 var hlýjasti október mánuður sem mælst hefur á heimsvísu. Yfirborðshiti var að meðaltali  15,3 °C, sem er 0,85  °C yfir meðaltali samanburðartímabilsins 1991-2020 fyrir október og 0,4 °C  yfir fyrra meti, sem var október 2019. Hitafrávik á jörðinni fyrir október 2023 var það næst hæsta sem sést hefur síðan mælingar hófust, en metið á september mánuður þessa árs.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2023

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í október. Hiti á landsvísu var nærri meðallagi áranna 1991 til 2020. Það var að tiltölu kaldast á Norðausturlandi en hlýrra suðvestanlands. Það var sérlega hægviðrasamt í lok mánaðar.

Lesa meira

Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar

Í nýrri skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi segir að ekki verði um villst, að loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Til að tryggja að þær áskoranir verði ekki meiri en við er ráðið þarf umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna. Skýrslan var kynnt í dag og er hún fjórða samantektarskýrslan sem kemur út á vegum vísindanefndar sem skipuð er í hvert sinn af ráðherra. Fyrsta skýrslan kom út árið 2000, en síðasta skýrsla kom út 2018.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica