Íslensk eldfjöll

Jarðskjálftaforsíða

Stuttar skýringar

Punktarnir á kortinu tákna upptök jarðskjálfta á síðustu 48 klukkustundum og eru niðurstöður úr SIL jarðskjálftakerfinu. Litir punktanna gefa til kynna hve langt er síðan jarðskjálftinn varð, samkvæmt litakvarðanum á kortinu.

Upptök jarðskjálfta stærri en þrír á Richterkvarða eru táknuð með grænum stjörnum. Punktar með ljósgráum hring tákna jarðskjálftaupptök úr sjálfvirkri úrvinnslu, en punktar með svörtum hring þau upptök sem hafa verið yfirfarin og leiðrétt. Kortið er uppfært á fimm mínútna fresti. Með því að smella á kortið er farið inn á stærra kort.

Efst til hægri er tafla með upplýsingum um stærð, upphafstíma, gæði og staðsetningu stærstu jarðskjálftanna, sem hafa orðið á síðustu 48 klukkustundum.

Staðsetning er gefin sem fjarlægð frá gefnu kennileiti og gæðadálkurinn sýnir annað hvort að skjálftaupptök hafa verið yfirfarin eða gæðastuðul sjálfvirkrar niðurstöðu. Því hærri gæðastuðull því meiri líkur á nákvæma staðsetningu.

Fyrir neðan töfluna er hnappur sem vísar á skráningarform þar sem hægt er að senda tilkynningu um fundna jarðskjálfta og aðra jarðvá.

Þar fyrir neðan birtist svo athugasemd jarðvísindamanns þegar við á, t.d. vegna jarðskjálftavirkni, eldgoss o.fl.

Fyrir neðan athugasemdadálkinn er svo vísað í nýjasta vikuyfirlitið. Þar birtist stuttur texti um jarðskjálftavirknina en frekari upplýsingar má fá með því að smella á "meira".

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica