Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 07, 12. – 18. febrúar 2024

Rúmlega 860 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 7, 12. til 18. febrúar 2024. 4 skjálftar mældust 3,0 eða stærri, tveir þann 12. febrúar á Reykjaneshrygg, sá fyrri kl. 04:17 um 150 km frá landi og seinni kl. 12:28 um 75km SV af Reykjanestá. Í Bárðarbungu mælist svo skjálfti af stærð 3,7 þann 16. febrúar kl. 21:44 en um 25 jarðskjálftar mældust í og umhverfis Bárðarbunguöskujna. Suðvestan við land við Eldey um 15km frá Reykjanestá mældust um 100 jarðskjálftar í vikunni í þremur þyrpingum, þar mældist jarðskjálfti 3,3 að stærð sama kvöld þann 16. febrúar, kl. 22:11. Heilt yfir dróg úr jarðskjálfavirkninni á Reykjanesskaga m.v. í viku 06, (en þá hófst Eldgos austan við Sýlingarfell þann 8. febrúar sem svo lauk svo rúmum sólarhring síðar 9. febrúar)

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit vika 4, 22.-28. janúar 2024

Í vikunni mældust um 670 skjálftar, þar af hafa um 530 verið yfirfarnir. Um 320 skjálftar urðu á Reykjanesskaganum. Þar varð annar af stærstu skjálftunum sem mældust í vikunni, M3,1 vestan Bláfjalla snemma að morgni laugardags. Nokkur eftirskjálftavirkni fylgdi.  Skjálfti af sömu stærð varð einnig við Eldey þann 25. janúar.


Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 03, 15. – 21. Janúar 2024

Tæplega 3000 skjálftar mældust á landinu í þriðju viku ársins 2024. Um 650 skjálftar hafa verið yfirfarnir.

Stærsti skjálfti vikunnar var í Bárðarbungu þann 17. janúar og var af stærð 4,1. Næststærsti skjálftinn varð þann 15. janúar, 2,7 að stærð á sama svæði.

Það heldur áfram aukin virkni við Grímsfjall og hafa um 25 skjálftar mælst þar í vikunni, enn jökulhlaupið sem staðið hefur yfir þar er í rénun. https://www.vedur.is/um-vi/frettir/hlaup-hafid-ur-grimsvotnum

Áfram dregur úr skjálftavirkni yfir kvikuganginum við Grindavík og hægt hefur verulega á breytingum tendgum kvikuganginum sem áður sáust á GPS mælum. Því eru allar líkur til þess að kvika flæði ekki lengur inn í kvikuganginn sem myndaðist 14. janúar. Áfram sjást þó skýr merki um landris við Svartsengi. Of snemmt er að fullyrða um hvort að hraðinn á landrisinu nú sé meiri en hann var fyrir gosið 14. janúar. Enginn virkni hefur sést frá aðfaranótt 16. janúar á gosstöðvunum norðan við Grindavík og eldgosinu var formlega lýst lokið, þann 19. janúar.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Skjálftavirkni 8.-14. janúar 2024, vika 2

Í vikunni mældust á milli tvö og þrjú þúsund jarðskjálftar, þegar þetta er ritað hafa um 700 þeirra verið yfirfarnir. Mesta virknin greindist við kvikuganginn nærri Grindavík en kvikuhlaup hófst með kröftugri jarðskj þar aðfararnótt sunnudags 14. janúar og eldgos um 5 klukkustundum síðar. Stærsti skjálfti vikunnar varð við Grímsvötn að morgni 11. janúar. Skjálftinn var um M4,2 að stærð og er sá stærsti við Vötnin sem skráður hefur verið á stafræna skjálftanetið (frá 1991). Skjálftanum fylgdi ekki mikil eftirskjálftavirkni. Dagana á undan hafði hægt vaxandi hlaupórói mælst á jarðskjálftanemanum á Grímsfjalli og daginn fyrir skjálftann mældist vaxandi hlaupvatn í Gígjukvísl og því ljóst að Grímsvatnahlaup væri hafið.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica