Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 29, 15. - 21. júlí 2024

29. viku ársins mældust um 660 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar. Virknin var dreifð um allt land en einnig var nokkur virkni á Reykjaneshrygg og Kolbeinseyjarhrygg. Stærstu skjálftar vikunnar voru á úthafshryggjunum, þeir voru 3,3 og 3,1 að stærð og báðir á Kolbeinseyjarhrygg. Stærsti skjálftinn á landi var 2,7 að stærð og varð hann fimmtudaginn 18. júlí við Nesjavallavirkjun.

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 28, 8.-14. júlí 2024

28. viku ársins mældust um 430 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar. Virknin var dreifð um allt land en einnig var nokkur virkni á Reykjaneshrygg og Kolbeinseyjarhrygg. Stærstu skjálftar vikunnar voru á úthafshryggjunum, þar af tveir sem voru 3,5 að stærð á Kolbeinseyjarhrygg. Stærsti skjálftinn á landi var 2,3 að stærð og varð hann sunnudaginn 14. júlí í Húsfellsbruna, um 5 km vestur af Vífilsfelli.


Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.


Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa.

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 27 1. – 7. júlí 2024

Útdráttur

Rúmlega 510 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 27, 1. til 7. júlí 2024.
4 jarðskjálftar mældust stærri en 3,0 að stærð, einn þeirra af stærð 3,3 mældist í vesturenda Langjökuls skammt norðaustan við Geitlandsjökul en þar mældust rétt tæplega 40 jarðskjálftar þann 3. júlí. Annar skjálfti af stærð 3,1 mældist við Lambafell í Þrengslunum en þar var skjálftakviða þann 5. júlí sem taldi um 60 jarðksjálfta. Sama dag mældust einnig um tugur skjálfta um 90km vestsuðvestur af Reykjanestá þar af mældust 2 stærri en 3,0 þar með talinn stærsti skjálfti vikunnar 3,4 að stærð.

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 26, 24. – 30. júní 2024

Tæplega 390 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 26, 24. til 30. júní. Í vikunni þar á undan mældust rúmlega 500 skjálftar. Áframhaldandi landris er í Svartsengi en minniháttar skjálftavirkni á svæðinu.
Stærstu jarðskjálftar vikunnar mældust 3,4 og 3,1 að stærð. Sá stærri mældist í Bárðarbungu þann 30. júní. Hinn mældist þann 25.júní og var staðsettur suðaustur af Heiðmörk. Örlítil virkni var í Öræfajökli en alls mældust 9 skjálftar þar í vikunni, sá stærsti 1.7 að stærð.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér:  SkjálftaLísa

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica