Hafístilkynningar síðustu 30 daga

02. maí 2024 22:25 - Skip

Fiskiskip var að upplýsa um hafís, virðist vera Hafísspöng, sér ekki hvort hún sé stök eða byrjun á stærri fláka.
Suðvestur endi spangar endar á stað 66°03,5´N – 026°18´V og liggur þaðan til NNA. Virðist reka til Suð-Austurs.

30. apr. 2024 14:58 - Byggt á gervitunglamynd

Vegna skorts á nákvæmum gervitunglamyndum er hafískort ekki mjög áreiðanlegt og einnig er ekki mögulegt að skilgreina þéttleiki og eiginleiki hafíssins. Nýt kort verður gefið út þegar nákvæm gögn berast á ný.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. apr. 2024 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 21. apríl 2024. Ísinn hefur færst nær Íslandi síðustu daga, og í gær var meginísröndin um 42 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Það er útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga eða breytilega átt á svæðinu fram eftir vikunni, og ísinn gæti því rekið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. apr. 2024 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS frá því í morgun, mánudag 15. apríl. Ísröndin er næst landi 70 sml norðvestur af Straumnesi. Í dag og á morgun er vestlæg og suðvestlæg átt ríkjandi á Grænlandssundi, og getur þá borgarís rekið nær landi. Á miðvikudag snýst í norðaustanátt sem ætti að halda ísnum fjarri landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. apr. 2024 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er dregið eftir gervitunglamynd frá í gær, 7. apríl. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga, sem ætti að halda ísnum fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica