Textaspá

Suðurland

Suðvestan 3-8 m/s og bjartviðri, en þykknar upp síðdegis. Hiti 9 til 14 stig. Sunnan 3-8 á morgun,rigning í fyrramálið, en smá væta seinnipartinn. Hiti 8 til 12 stig.
Spá gerð: 14.08.2020 09:48. Gildir til: 16.08.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu sunnanlands og með austurströndinni, hiti 10 til 16 stig. Yfirleitt léttskýjað í öðrum landshlutum og hiti 15 til 22 stig.

Á mánudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola. Víða bjart veður, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast inn til landsins.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austan- og norðaustan 5-13 m/s. Skýjað að mestu og dálítil væta af og til, en þurrt að kalla á Vesturlandi og Vestfjörðum. Kólnandi veður.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustanátt. Skýjað og úrkomulítið, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti frá 5 stigum í innsveitum norðaustanlands upp í 14 stig á Suðurlandi.
Spá gerð: 14.08.2020 09:16. Gildir til: 21.08.2020 12:00.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica