Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg austlæg átt og léttskýjað. Hiti nálægt frostmarki en frost 0 til 5 stig í kvöld og nótt. Vaxandi suðaustanátt annað kvöld.
Spá gerð: 13.11 05:34. Gildir til: 14.11 00:00.

Suðurland

Austlæg átt, 5-10 m/s, en 10-15 syðst. Skýjað með köflum og skúrir eða slydduél við ströndina. Norðan 3-8 m/s og léttir til þegar kemur fram á morguninn. Frystir í nótt og frost 0 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 12.11 22:02. Gildir til: 14.11 00:00.

Faxaflói

Austan 5-10 m/s, skýjað með köflum og stöku skúrir eða slydduél en þurrt í nótt. Austan 3-8 og léttir til á morgun. Frystir í nótt, frost 0 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 12.11 22:02. Gildir til: 14.11 00:00.

Breiðafjörður

Austlæg átt, 5-10, en hægari síðdegis á morgun. Skýjað með köflum en léttskýjað á morgun. Frystir í nótt, frost 0 til 4 stig á morgun.
Spá gerð: 12.11 22:02. Gildir til: 14.11 00:00.

Vestfirðir

Austlæg átt, 3-8, en hæg breytileg átt annað kvöld. Skýjað með köflum, en léttskýjað á morgun. Frystir í nótt, frost 0 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 12.11 22:02. Gildir til: 14.11 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Suðaustlæg átt, 3-8, en hæg breytileg átt síðdegis á morgun. Skýjað með köflum en léttskýjað á morgun. Stöku él við ströndina annað kvöld. Frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 12.11 22:02. Gildir til: 14.11 00:00.

Norðurland eystra

Suðaustlæg átt, 3-8 og bjartviðri en stöku él austast í nótt. Hæg breytileg átt og él á morgun. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum.
Spá gerð: 12.11 22:02. Gildir til: 14.11 00:00.

Austurland að Glettingi

Norðlæg átt, 3-8. Norðvestan 5-10 annað kvöld. Él og frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 12.11 22:02. Gildir til: 14.11 00:00.

Austfirðir

Norðlæg átt, 3-8 og él, en norðvestan 5-13 seinnipartinn og hvassast og úrkomulítið syðst. Frost 0 til 4 stig.
Spá gerð: 12.11 22:02. Gildir til: 14.11 00:00.

Suðausturland

Norðaustan 5-13 og dálítil él, hvassast við ströndina. Norðan og norðvestan 5-13 á morgun og léttir til, hvassast austan Öræfa. Vægt frost, en frost 1 til 5 stig annað kvöld.
Spá gerð: 12.11 22:02. Gildir til: 14.11 00:00.

Miðhálendið

Austlæg eða breytileg átt, 3-13, hvassast og él syðst. Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 á morgun. Éljagangur norðan Vatnajökuls, en léttir til S- og V-til. Frost 2 til 12 stig.
Spá gerð: 12.11 22:02. Gildir til: 14.11 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Hvöss sunnanátt og rigning eða slydda, einkum S- og V-lands. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig. Snýst í hægari suðvestanátt síðdegis og styttir upp V-til, en él þar um kvöldið og kólnandi veður.

Á laugardag:
Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari og léttskýjað um landið A-vert. Frostlaust við SV- og V-ströndina, annars 0 til 7 stiga frost.

Á sunnudag:
Hæg vestlæg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum V-lands. Frost 0 til 10 stig, kaldast á NA- og A-landi.

Á mánudag:
Suðaustanátt og bjartviðri N-lands, annars skýjað en úrkomulítið.
Spá gerð: 13.11 08:21. Gildir til: 20.11 12:00.