Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 3-8 m/s og léttskýjað, en þykknar upp seint í kvöld. Skýjað og dálitil rigning í fyrramálið en úrkomuminna eftir hádegi. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 14.08 15:40. Gildir til: 16.08 00:00.

Suðurland

Suðvestan 3-8 m/s og bjartviðri, en þykknar upp síðdegis. Hiti 9 til 14 stig. Sunnan 3-8 á morgun,rigning í fyrramálið, en smá væta seinnipartinn. Hiti 8 til 12 stig.
Spá gerð: 14.08 09:48. Gildir til: 16.08 00:00.

Faxaflói

Suðvestan 3-8 m/s, en heldur hvassari norðantil. Léttskýjað, en þykknar upp í kvöld. Suðlæg átt og rigning í nótt, en suðvestan 5-10 og dregur úr úrkomu á morgun, nema á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hiti 9 til 14 stig.
Spá gerð: 14.08 09:48. Gildir til: 16.08 00:00.

Breiðafjörður

Suðvestan 8-13 og léttskýjað, en hægari seinnipartinn. Suðvestan 5-10 á morgun og rigning með köflum, en 10-15 við norðanvert Snæfellsnes. Hiti 9 til 14 stig.
Spá gerð: 14.08 09:48. Gildir til: 16.08 00:00.

Vestfirðir

Suðvestan 8-15 m/s og léttskýjað, en hægari sunnantil. Dregur úr vindi seinnipartinn. Sunnan 3-8 og rigning með köflum á morgun, en dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti 9 til 15 stig.
Spá gerð: 14.08 09:48. Gildir til: 16.08 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Suðvestan 8-18 og léttskýjað, hvassast við ströndina. Dregur úr vindi undir kvöld. Suðvestan 5-10 á morgun, skýjað og rigning á víð og dreif, en þurrt síðdegis. Hiti 10 til 15 stig.
Spá gerð: 14.08 09:48. Gildir til: 16.08 00:00.

Norðurland eystra

Suðvestan 8-15 og léttskýjað, sums staðar snarpar vindhviður vestantil. Lægir í kvöld. Hæg breytileg átt á morgun, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 10 til 16 stig.
Spá gerð: 14.08 09:48. Gildir til: 16.08 00:00.

Austurland að Glettingi

Vestan 8-13 og léttskýjað. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hæg breytileg átt og skýjað með köflum á morgun. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á Héraði.
Spá gerð: 14.08 09:48. Gildir til: 16.08 00:00.

Austfirðir

Suðvestan 3-10 og léttskýjað. Hæg breytileg átt a morgun og áfram bjart, en þokuloft á stöku stað. Hiti 14 til 20 stig.
Spá gerð: 14.08 09:48. Gildir til: 16.08 00:00.

Suðausturland

Vestan og suðvestan 5-10 m/s og léttskýjað, en 10-15 austan Öræfa. Suðvestan 5-10, skýjað með köflum og úrkomulítið á morgun. Hiti 13 til 22 stig.
Spá gerð: 14.08 09:48. Gildir til: 16.08 00:00.

Miðhálendið

Suðvestan 8-18 og léttskýjað, hvassast norðan jökla. Suðlæg átt 5-13 á morgun og dálítil væta, en þurrt norðan Vatnajökuls. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Spá gerð: 14.08 09:48. Gildir til: 16.08 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu sunnanlands og með austurströndinni, hiti 10 til 16 stig. Yfirleitt léttskýjað í öðrum landshlutum og hiti 15 til 22 stig.

Á mánudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola. Víða bjart veður, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast inn til landsins.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austan- og norðaustan 5-13 m/s. Skýjað að mestu og dálítil væta af og til, en þurrt að kalla á Vesturlandi og Vestfjörðum. Kólnandi veður.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustanátt. Skýjað og úrkomulítið, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti frá 5 stigum í innsveitum norðaustanlands upp í 14 stig á Suðurlandi.
Spá gerð: 14.08 09:16. Gildir til: 21.08 12:00.