Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg austlæg átt og léttskýjað. Frost 0 til 5 stig. Gengur í suðaustan 10-18 m/s með snjókomu eða slyddu í fyrramálið og síðar rigningu, en lægir í kvöld. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 09.12 00:14. Gildir til: 10.12 00:00.

Suðurland

Norðaustan 3-8 m/s, bjartviðri og hiti kringum frostmark. Gengur í suðaustan 13-20 undir morgun með snjókomu í fyrstu, en síðar slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri. Lægir um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 08.12 21:20. Gildir til: 10.12 00:00.

Faxaflói

Norðaustan 3-8 m/s, bjartviðri og hiti kringum frostmark. Gengur í suðaustan 13-20 undir morgun með snjókomu í fyrstu, en síðar slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri. Lægir um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 08.12 21:20. Gildir til: 10.12 00:00.

Breiðafjörður

Hæg norðaustanátt og skýjað með köflum, en gengur í austan 13-20 m/s um morgninum með slyddu eða snjókomu, hvassast á annesjum. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 08.12 21:20. Gildir til: 10.12 00:00.

Vestfirðir

Hæg norðaustanátt og skýjað með köflum, en gengur í austan 13-20 m/s um morgninum með slyddu eða snjókomu, hvassast á annesjum. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 08.12 21:20. Gildir til: 10.12 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Hægviðri, stöku él og frost 0 til 8 stig. Austlæg átt, 10-15 m/s og snjókoma með köflum eða skafrenningur og hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 08.12 21:20. Gildir til: 10.12 00:00.

Norðurland eystra

Hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítil él. Frost 0 til 10 stig. Hægt vaxandi austanátt á morgun, 10-18 m/s og snjókoma eða skafrenningur um kvöldið, hvassast á annesjum. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 08.12 21:20. Gildir til: 10.12 00:00.

Austurland að Glettingi

Hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítil él. Frost 0 til 10 stig. Hægt vaxandi austanátt á morgun, 10-18 m/s og snjókoma eða skafrenningur um kvöldið, hvassast á annesjum. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 08.12 21:20. Gildir til: 10.12 00:00.

Austfirðir

Hæg norðvestlæg eða breytileg átt og dálítil él. Hiti um frostmark. Gengur í austan 10-18 m/s með snjókomu og síðan slyddu undir kvöld, jafnvel talsverðri um tíma. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 08.12 21:20. Gildir til: 10.12 00:00.

Suðausturland

Norðvestlæg átt, 3-10 m/s, bjartviðri og hiti kringum frostmark, en gengur í suðaustan 10-18 með rigningu eða slyddu undir hádegi og hita 1 til 6 stig.
Spá gerð: 08.12 21:20. Gildir til: 10.12 00:00.

Miðhálendið

Hæg norðlæg átt, él og frost 5 til 15 stig. Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu undir hádegi, fyrust sunnan jökla og dregur úr frosti. Lægir heldur S til um kvöldið.
Spá gerð: 08.12 21:20. Gildir til: 10.12 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Útlit fyrir að gangi í norðanstorm eða -rok á V-verðu landinu, jafnvel ofsaveður, með snjókomu og blindbyl, einkum NV til. Mun hægari vindur A-lands og úrkomulítið þegar kemur fram á daginn. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag:
Norðanhvassviðri eða -stormur með snjókomu eða skafrenningi, en bjartviðri sunnan heiða. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu V til seinni partinn. Frost 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:
Norðanáttir með ofankomu og köldu veðri, en áfram bjart S og V til.

Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt með björtu veðri og talsverðu frosti, en dálítil él úti við sjávarsíðuna.

Á laugardag og sunnudag:
Líklega köld norðaustanátt með éljum, en bjartviðri syðra.
Spá gerð: 08.12 20:18. Gildir til: 15.12 12:00.