Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 3-10 m/s, en 10-15 á Kjalarnesi fram á kvöld. Léttskýjað og frost 1 til 5 stig.
Hægviðri í fyrramálið, áfram léttskýjað og frost 4 til 10 stig. Hægt vaxandi sunnanátt síðdegis á morgun, þykknar upp og hlýnar, 8-13 seint annað kvöld og rigning eða slydda.
Spá gerð: 24.02 15:00. Gildir til: 26.02 00:00.

Suðurland

Norðan 5-13 m/s, en lægir í fyrramálið. Léttskýjað og kólnandi veður, frost 2 til 10 stig í kvöld. Snýst í suðlæga átt annað kvöld og þykknar upp.
Spá gerð: 24.02 09:59. Gildir til: 26.02 00:00.

Faxaflói

Norðaustan 5-13 og léttskýjað. Lægir í kvöld og kólnar, frost þá 2 til 10 stig. Hægt vaxandi sunnanátt síðdegis á morgun og þykknar upp, 8-13 annað kvöld og dálítil snjókoma eða rigning og hlýnandi veður.
Spá gerð: 24.02 09:59. Gildir til: 26.02 00:00.

Breiðafjörður

Norðaustan 5-13 og bjartviðri, frost 1 til 5 stig. Lægir í kvöld og herðir á frosti. Hægt vaxandi sunnanátt eftir hádegi morgun og þykknar upp, 8-15 og dálítil snjókoma undir kvöld, síðar slydda við sjóinn og hlýnar.
Spá gerð: 24.02 09:59. Gildir til: 26.02 00:00.

Vestfirðir

Norðaustan 5-13 og bjartviðri, frost 1 til 5 stig. Lægir í kvöld og herðir á frosti. Hægt vaxandi sunnanátt eftir hádegi morgun og þykknar upp, 8-15 og dálítil snjókoma undir kvöld, síðar slydda við sjóinn og hlýnar.
Spá gerð: 24.02 09:59. Gildir til: 26.02 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Norðan 5-10, skýjað og sums staðar dálítil él, frost 2 til 6 stig. Lægir og léttir til í kvöld, herðir á frosti. Hægt vaxandi sunnanátt á morgun og bjart, en 8-15 annað kvöld og skýjað.
Spá gerð: 24.02 09:59. Gildir til: 26.02 00:00.

Norðurland eystra

Norðvestan og norðan 5-13 og dálítil él, frost 2 til 6 stig. Lægir og léttir til í nótt og fyrramálið og kólnar meira. Sunnan 3-8 seinnipartinn á morgun.
Spá gerð: 24.02 09:59. Gildir til: 26.02 00:00.

Austurland að Glettingi

Norðvestan og norðan 5-13 og dálítil él, frost 2 til 6 stig. Lægir og léttir til í nótt og fyrramálið og kólnar meira. Sunnan 3-8 seinnipartinn á morgun.
Spá gerð: 24.02 09:59. Gildir til: 26.02 00:00.

Austfirðir

Norðvestan 8-15 og lítilsháttar él, einkum norðantil. Lægir á morgun og léttskýjað. Frost 0 til 5 stig. Sunnan 3-8 annað kvöld.
Spá gerð: 24.02 09:59. Gildir til: 26.02 00:00.

Suðausturland

Norðan 8-15 og bjartviðri. Hiti kringum frostmark, en kólnar í kvöld. Lægir á morgun og áfram bjart veður.
Spá gerð: 24.02 09:59. Gildir til: 26.02 00:00.

Miðhálendið

Norðan 8-15 og dálítil él, en léttskýjað sunnan jökla. Frost 5 til 10 stig. Lægir og léttir til í nótt og fyrramálið og herðir á frosti. Vaxandi sunnanátt seint á morgun og þykknar upp vestantil.
Spá gerð: 24.02 09:59. Gildir til: 26.02 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Sunnan 10-18 m/s og rigning, en þurrt að kalla á norðaustanverðu landinu. Dregur úr vindi síðdegis, breytileg átt 3-8 um kvöldið og smáskúrir, en áfram rigning sunnanlands. Hiti 2 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Gengur í norðan 8-15 og kólnar með snjókomu á norðanverðu landinu, en vestlægari sunnantil með dálitlum éljum. Hægari vindur um kvöldið, þurrt að kalla og frost þá 1 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 og víða slydda eða snjókoma og hiti kringum frostmark, en rigning við suðurströndina og frostlaust þar.

Á fimmtudag:
Gengur í hvassa norðanátt með snjókomu á norðurhelmingi landsins, en þurrt sunnantil. Frost 2 til 8 stig.

Á föstudag:
Norðan- og norðvestanátt með éljum á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost 4 til 12 stig.
Spá gerð: 24.02 09:03. Gildir til: 02.03 12:00.