Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 15-23 m/s og talsverð rigning, hlýnandi veður. Sunnan 13-20 undir morgun og áfram vætusamt. Hiti 4 til 8 stig. Suðvestan 10-15 í kvöld, slydduél og kólnar.
Spá gerð: 19.01 00:45. Gildir til: 20.01 00:00.

Suðurland

Suðaustan 15-23 m/s nærri miðnætti og talsverð rigning eða slydda. Hlýnandi veður. Suðvestan 13-20 á morgun og áfram vætusamt, hiti 4 til 8 stig. Suðvestan 10-15 annað kvöld og skúrir eða slydduél með kólnandi veðri.
Spá gerð: 18.01 21:56. Gildir til: 20.01 00:00.

Faxaflói

Suðaustan 15-23 m/s nærri miðnætti og talsverð rigning eða slydda. Hlýnandi veður. Suðvestan 13-20 á morgun og áfram vætusamt, hiti 4 til 8 stig. Suðvestan 10-15 annað kvöld og skúrir eða slydduél með kólnandi veðri.
Spá gerð: 18.01 21:56. Gildir til: 20.01 00:00.

Breiðafjörður

Gengur í suðaustan 18-25 í nótt með talsverðri rigningu eða slyddu, en snjókomu til fjalla í fyrstu. Hlýnandi veður. Suðvestan 15-23 á morgun, vætusamt og hiti 3 til 7 stig. Suðvestan 13-18 seint annað kvöld með skúrum eða éljum og kólnandi veðri.
Spá gerð: 18.01 21:56. Gildir til: 20.01 00:00.

Vestfirðir

Gengur í suðaustan 18-25 í nótt með talsverðri rigningu eða slyddu, en snjókomu til fjalla í fyrstu. Hlýnandi veður. Suðvestan 15-23 á morgun, vætusamt og hiti 3 til 7 stig. Suðvestan 13-18 seint annað kvöld með skúrum eða éljum og kólnandi veðri.
Spá gerð: 18.01 21:56. Gildir til: 20.01 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Vaxandi sunnanátt, 20-28 seint í nótt og rigning með köflum. Suðvestan 15-23 á morgun, skúrir og hiti 3 til 8 stig, en 13-18 seint annað kvöld með éljum og kólnandi veðri.
Spá gerð: 18.01 21:56. Gildir til: 20.01 00:00.

Norðurland eystra

Gengur í sunnan 20-28 seint í nótt með dálítilli rigningu og hlýnar. Snýst í suðvestan 15-23 á morgun með stöku skúrum vestantil, hiti 5 til 10 stig. Ívið hægari annað kvöld og fer að kólna.
Spá gerð: 18.01 21:56. Gildir til: 20.01 00:00.

Austurland að Glettingi

Vaxandi vindur í nótt og hlýnar. Sunnan 15-23 í fyrramálið og skýjað en úrkomulítið. Vestlægari eftir hádegi og rofar til. Hiti 6 til 12 stig.
Spá gerð: 18.01 21:56. Gildir til: 20.01 00:00.

Austfirðir

Vaxandi suðlæg átt í nótt og hlýnar, 13-20 í fyrramálið og rigning. Vestlægari eftir hádegi og léttir til. Hiti 7 til 13 stig.
Spá gerð: 18.01 21:56. Gildir til: 20.01 00:00.

Suðausturland

Sunnan 10-15 í nótt og talsverð eða mikil rigning. Suðvestan 13-20 eftir hádegi á morgun, skúrir og hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 18.01 21:56. Gildir til: 20.01 00:00.

Miðhálendið

Gengur í sunnan 20-28 í nótt með talsverðri snjókomu eða slyddu, en úrkomuminna norðantil. Hlýnandi veður. Suðvestan 18-25 á morgun með éljum eða slydduéljum og hita nálægt frostmarki.
Spá gerð: 18.01 21:56. Gildir til: 20.01 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðvestanátt, víða 15-20 m/s og él, en bjartviðri á austanverðu landinu. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Suðvestan 8-15 og dálítil él, en áfram bjart eystra. Hiti nálægt frostmarki. Vaxandi sunnanátt og fer að rigna sunnan- og vestanlands um kvöldið með hlýnandi veðri.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt 13-20 og talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Austurlandi. Vestlægari um kvöldið með éljum og kólnar, en rofar til um landið austanvert.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir stífa suðvestanátt með éljagangi, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti um og undir frostmarki.

Á laugardag:
Breytileg átt og líkur á snjókomu í flestum landshlutum. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 18.01 21:03. Gildir til: 25.01 12:00.