Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 5-10 m/s og rigning í fyrstu, en síðar vestlægari og styttir upp. Hiti 4 til 8 stig. Norðan 8-15 eftir hádegi, léttir til og kólnar.
Spá gerð: 21.10 00:12. Gildir til: 22.10 00:00.

Suðurland

Sunnan 8-13 m/s og talsverð rigning fram á nótt, en snýst síðan í vestan 5-10 og styttir upp. Norðan 8-13 eftir hádegi og léttir til. Hiti 4 til 9 stig, en 1 til 5 stig undir kvöld.
Spá gerð: 20.10 21:15. Gildir til: 22.10 00:00.

Faxaflói

Sunnan 8-13 m/s og talsverð rigning fram undir miðnætti, en síðan vestan 5-10 og úrkomulítið í nótt. Vaxandi norðaustanátt með morgninum og léttir til, 10-15 seinni partinn. Hiti 4 til 9 stig, en 0 til 5 stig um kvöldið.
Spá gerð: 20.10 21:15. Gildir til: 22.10 00:00.

Breiðafjörður

Suðaustlæg átt, 5-10 m/s og rigning í fyrstu, en síðan norðlægari og rofar til. Norðaustan 10-18 eftir hádegi og skýjað. Hiti 4 til 9 stig fram á nótt, en kónar síðan og nærri frostmarki um kvöldið.
Spá gerð: 20.10 21:15. Gildir til: 22.10 00:00.

Vestfirðir

Austlæg átt, 3-10 m/s fram á nótt og rigning, en síðan vaxandi norðaustanátt, 10-18 m/s og slydda undir morgun, en snjókoma til fjalla. Úrkomuminna S til. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost undir kvöld.
Spá gerð: 20.10 21:15. Gildir til: 22.10 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Suðaustan 8-15 m/s og dálítil rigning fram á nótt, en síðan norðlægari. Norðan 10-15 undir hádegi og rigning eða slydda með köflum, talsverð á Ströndum, en snjókoma til fjalla. Hiti 1 til 5 stig, en kringum frostmark um kvöldið.
Spá gerð: 20.10 21:15. Gildir til: 22.10 00:00.

Norðurland eystra

Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning eða slydda, en norðvestan 10-15 undir hádegi og snjókoma til fjalla. Norðan 8-13 og él um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig um kvöldið.
Spá gerð: 20.10 21:15. Gildir til: 22.10 00:00.

Austurland að Glettingi

Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning eða slydda, en vestan 8-15 m/s og úrkomulítið undir morgun. Norðvestan 10-18 og rigning upp úr hádegi og snjókoma til fjalla. Norðan 8-15 og él seint um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 20.10 21:15. Gildir til: 22.10 00:00.

Austfirðir

Suðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil rigning, en vestan 8-15 og léttir til í fyrramálið. Gengur í norðvestan 15-23 seinni partinn með skúrum eða éljum, hvassast syðst. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 20.10 21:15. Gildir til: 22.10 00:00.

Suðausturland

Suðvestan 8-15 m/s og rigning, sums staðar talsverð rigning. Vestlægari og styttir upp í fyrramálið, en snýst í norðvestan 13-23 m/s eftir hádegi, hvassast A til. Hiti 3 til 9 stig.
Spá gerð: 20.10 21:15. Gildir til: 22.10 00:00.

Miðhálendið

Sunnan 13-20 m/s og snjókoma, en norðvestan 8-15 og él með morgninum. Norðan 13-20 síðdegis, hvassast austast og él, en léttir til sunnan jökla. Hiti kringum frostmark, frost 1 til 6 stig undir kvöld.
Spá gerð: 20.10 21:15. Gildir til: 22.10 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustanátt, yfirleitt 10-15 m/s. Él um landið N-vert, annars bjart köflum, en líkur á éljum um tíma allra syðst. Frost 0 til 8 stig, en nærri frostmarki við suðurströndina.

Á fimmtudag:
Stíf norðanátt og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt og bjart syðra. Frost 0 til 7 stig, en um frostmark við sjávarsíðuna.

Á föstudag:
Minnkandi norðanátt og dálítil él NA-lands, en léttir til í öðrum landshlutum og kólnar í veðri.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Útlit fyrir hæga vinda og bjartviðri í flestum landshlutum, en áfram kalt í veðri.

Á sunnudag:
Gengur líklega í hvassa austanátt með snjókomu eða slyddu SA til á landinu og hlýnar heldur.
Spá gerð: 20.10 20:04. Gildir til: 27.10 12:00.