Hafístilkynningar síðustu 30 daga

20. maí 2024 14:16 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel1 og AVHRR. Ísröndin er um 60 sml norðvestur af Straumnesi. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 60 sml út af Straumnesi

13. maí 2024 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamynd og hefðbundinni tunglmynd (blanda af innrauðu og sýnilegu ljósi) frá því fyrir hádegi í dag, mán. 13. maí 2024.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á myndunum og mældist hún í um 72 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á mánudag og þriðjudag er útlit fyrir vestan- og suðvestanátt á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi. Á miðvikudag gera spár ráð fyrir að snúist í stífa norðaustanátt sem stendur út vikuna og þá ætti ísinn að fjarlægjast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. maí 2024 17:48 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum frá 4 maí. Hafísinn er næst landi í u.þ.b 65 sjómílna fjarlægð NV af Kóp.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. maí 2024 22:25 - Skip

Fiskiskip var að upplýsa um hafís, virðist vera Hafísspöng, sér ekki hvort hún sé stök eða byrjun á stærri fláka.
Suðvestur endi spangar endar á stað 66°03,5´N – 026°18´V og liggur þaðan til NNA. Virðist reka til Suð-Austurs.

30. apr. 2024 14:58 - Byggt á gervitunglamynd

Vegna skorts á nákvæmum gervitunglamyndum er hafískort ekki mjög áreiðanlegt og einnig er ekki mögulegt að skilgreina þéttleiki og eiginleiki hafíssins. Nýt kort verður gefið út þegar nákvæm gögn berast á ný.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. apr. 2024 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 21. apríl 2024. Ísinn hefur færst nær Íslandi síðustu daga, og í gær var meginísröndin um 42 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Það er útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga eða breytilega átt á svæðinu fram eftir vikunni, og ísinn gæti því rekið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica