Fréttir og viðvaranir

Land rís í Svartsengi á sama hraða og áður - 14.5.2024

Gigur_08052024

Um 60 skjálftar hafa mælst á kvikuganginum síðasta sólarhring.  Þetta er svipuð skjálftavirkni og mælst hefur síðustu daga, en um 50 til 80 skjálftar hafa mælst á sólarhring, flestir þeirra á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar.

Lesa meira

Líkur hafa aukist á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli - 13.10.2023

Ruv--1-

Merki um landris á Reykjanesskaga mældust fljótlega eftir að eldgosinu við Litla Hrút lauk í byrjun ágúst í sumar.  Landrisið er á svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um 4 vikur. Nýjustu GPS mælingar gefa nú vísbendingar um hröðun á landrisinu.

Lesa meira

Merki um landris á Reykjanesskaga - 12.9.2023

Merki um landris er farið að sjást á Reykjanesskaga eftir að eldgosinu við Litla Hrút lauk

siðan byrjun águst.  Sérfræðingar á Veðurstofunni segja að þeim sýnist á GPS-mælum að landrisið sé á svipuðum slóðum og fyrir síðasta gos í sumar. Þó er aflögun ennþá of litil til að hún sjáist á gervitunglamyndum. Líklegast erum við að horfa á þessa langtímaviðvörun sem við höfum áður haft. Land hefur tekið að rísa um leið og fyrri tveimur gosum lauk en eitthvað hægara en vísbendingar benda til nú.

Lesa meira

Kaflaskil í eldvirkninni á Reykjanesskaga - 10.8.2023

Uppfært 10. ágúst 2023
Veðurstofan hefur uppfært hættumatskortið fyrir gosstöðvarnar við Litla-Hrút. Það skal tekið skýrt fram að enn er hætta nærri gossvæðinu. Mikill hiti leynist í nýja hrauninu. Sums staðar er aðeins þunn skel yfir annars funheitu og óstorknuðu hrauni. Jaðrar nýja hraunsins eru óstöðugir og úr þeim geta fallið stóri hraunmolar. Gas sem sleppur úr hrauninu getur safnast í dældir. Í kjölfar umbrotanna leynast líka sprungur á svæðinu sem skapa hættu.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica