Heimasíða Veðurstofu Íslands
              Eldingar        Skýringar
Forsíða > Veður > Veðurathuganir > Eldingar > Þrumuspá

Spákort sem sýna veltimætti

Veltimætti (CAPE), er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðrum.

CAPE (Convective Available Potential Energy) er vísir sem sýnir hve mikil orka leysist úr læðingi við að loft við yfirborð lyftist upp í gegnum lofthjúpinn. CAPE hefur eininguna J/kg. Þegar loft er stöðugt, t.d. hlýrra og léttara loft ofaná kaldara og eðlisþyngra, þá þarf að beita orku til að lyfta kalda loftinu upp. Hins vegar getur loft verið óstöðugt, en þá losnar orka við að lyfta loftinu. Þar sem CAPE er jákvætt eru því líkur á að loft í neðri lögum rísi upp af sjálfsdáðum og uppstreymi geti myndast.

Á eftirfarandi spákortum er óstöðugt loft sýnt með gulum og grænum litum.

Spákort úr ECM-líkani sem sýnir veltimætti næstu daga.

Spákort úr Harmonie-líkani sem sýnir veltimætti næstu daga.