Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 19, 6. maí – 12. maí 2024

Um 980 skjálftar mældust þessa viku sem eru fleiri en í síðustu viku þegar rúmlega 800 skjálftar mældust. Þar af hafa um 860 verið yfirfarnir. Virknin var nokkuð dreyfð um landið en mesta virknin var á Reykjanesskaganum, við kvikuganginn og í hrinu við Trölladyngju þann 9. maí. Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 6. maí við Kleifarvatnog mældist 3,3 að stærð. Fannst hann víða á Reykjanesskaganum og höfuðborgarsvæðinu.

Eldgosið sem hófst 16. mars Sundhnjúksgígaröð dó út í vikunni og var goslokum lýst yfir þann 9. maí.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Titill Jarðskjálftayfirlit viku 18, 29. apríl – 5. maí 2024

Útdráttur

Um 830 skjálftar mældust þessa viku sem eru fleiri en í síðustu viku þegar 650 skjálftar mældust. Virknin var nokkuð dreyfð um landið. Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 5. maí, við Eldey á Reykjaneshrygg og mældist 3,5 að stærð.

Eldgosið sem hófst 16. mars á Sundhnjúksgígaröð stendur enn yfir og virkni er ennþá bundin við einn gíg.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 17, 22. - 28. apríl 2024

Um 650 skjálftar mældust þessa viku sem eru fleiri en í síðustu viku þegar 450 skjálftar mældust. Virknin var nokkuð dreifð um landið. Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 22. apríl, við Reykjanestá og mældist 3,1 að stærð. 

Eldgosið sem hófst 16. mars á Sundhnjúksgígaröð stendur enn yfir og virkni er ennþá bundin við einn gíg. 

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega. 

 

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa 

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 16, 15. - 21. apríl 2024

Tæplega 450 skjálftar mældust þessa viku sem eru færri en í síðustu viku þegar um 700 skjálftar mældust. Virknin var nokkuð dreyfð um landið en helst ber að nefna skjálftann sem varð í Bárðarbungu þann 21.apríl en hann mældist 5.4 að stærð. Stórir skjálftar eru algengir í Bárðarbungu en þetta er stærsti skjálfti frá því að eldsumbrotunum lauk í Holuhrauni 2015. Áframhaldandi smáskjálftavirkni var einnig í Bárðarbungu eins og sést hefur síðustu vikur.

Eldgosið sem hófst 16. mars á Sundhnjúksgígaröð stendur enn yfir, en virkni er bundin við einn gíg.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í fréttá forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: SkjálftaLísa

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica