Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 21. maí

    Nokkur hætta
  • mið. 22. maí

    Nokkur hætta
  • fim. 23. maí

    Lítil hætta

Nýr snjór er til fjalla eftir snjókomu um helgina og búast má við að vindflekar séu til staðar á vestlægum hléhlíðum. Þeir verða líklega óstöðugir fyrst um sinn og snjóflóð gætu fallið þegar hlýnar.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar eru til staðar ofarlega í fjöllum eftir þónokkra snjókomu um helgina.

Vot snjóflóð falla líklega á nýja snjónum þegar hitastig hækkar í vikunni.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Nýr snjór myndaði vindfleka á vestlægum hlíðum um helgina og geta þeir verið óstöðugir fyrst um sinn. Hlýnandi veður og dægursveifla hefur styrkjandi áhrif á snjóþekjuna. Undirliggjandi snjóþekja er einsleit, jafnhita og talin stöðug.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð hafa borist.

Veður og veðurspá

Hæg sunnanátt og skúrir á þriðjudag. Milt í veðri næstu daga og vægt næturfrost. Úrkomulítið á miðvikudag.

Spá gerð: 20. maí 15:23. Gildir til: 22. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica