Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 21. maí

    Nokkur hætta
  • mið. 22. maí

    Lítil hætta
  • fim. 23. maí

    Lítil hætta

Nýr snjór er til fjalla eftir snjókomu um helgina og búast má við að litlar spýjur geti fallið í kjölfarið. Undirliggjandi snjór er jafnhita og talinn stöðugur.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Búast má við að nýi snjórinn sem féll um helgina bindist illa við undirliggjandi snjó fyrst um sinn. Litlir vindflekar geta verið til staðar á svæðinu og snjóflóð gætu fallið í hitabreytingum og skúraveðri í vikunni. Með dægursveiflu og mildu veðri er líklegt að lagmótin styrkist og nýi snjórinn bráðni að einhverju leyti. Undirliggjandi snjór er jafnhita, rakur og einsleitur vorsnjór.

Nýleg snjóflóð

Engar tillkynningar hafa borist um nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Suð- og austlægar áttir og lítilsháttar skúrir með éljum til fjalla næstu daga. Milt í veðri og hægur vindur.

Spá gerð: 20. maí 11:07. Gildir til: 22. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica