Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • þri. 30. apr.

    Nokkur hætta
  • mið. 01. maí

    Nokkur hætta
  • fim. 02. maí

    Nokkur hætta

Snjór sjatnaði í hlýindum þar síðustu helgi en þó minna í efstu fjöllum, þar er lagskiptur snjór og mögulega enn veikleiki í snjóþekju. Snjór verður fyrir áhrifum dægursveiflu og sólgeislunar, sérstaklega í suðlægum viðhorfum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Veikleiki er líklega enn til staðar efst til fjalla þar sem hlákuáhrif hafa verið minni.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór hefur blotnað og sjatnað talsvert eftir hláku um þar síðustu helgi. Enn er mikill snjór ofarlega til fjalla og snjór þar er lagskiptur og hafa flekar líklega varðveist þar. Snjógryfjur frá 23.apríl í 1200 m hæð sýndu lagskiptan snjó, þar sem sólbráð hafði áhrif á efstu lög þekjunnar og hjarnlinsur voru í efstu lögum. Stöðugleikapróf gáfu engar niðurstöður. Stöðugleiki snjós gæti minnkað yfir daginn með dægursveiflu og sólargeislun og því möguleiki á votum flóðum, sérstaklega í A-S vísandi hlíðum þar sem sól skín lengur.

Nýleg snjóflóð

Stórt vott flekaflóð féll í Ljósavatnsskarði í síðustu viku. Fremur stórt vott flekaflóð féll þar síðustu helgi sunnan við Hlíðarskál og annað inná Glerárdal. Margar votar spýjur féllu á svæðinu þegar hlýindin hófust í síðustu viku.

Veður og veðurspá

Hæglætis veður næstu daga. Dægursveiflur í hitastigi og hlýindi í kortunum.

Spá gerð: 29. apr. 14:13. Gildir til: 01. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica