Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 30. apr.

    Lítil hætta
  • mið. 01. maí

    Lítil hætta
  • fim. 02. maí

    Lítil hætta

Skíðamaður setti af stað lausaflóð á Seljalandsdal í síðustu viku. Votar spýjur gætu fallið seinnipart dags

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Búast má við að snjóþekjan sé að verða nokkuð einsleit eftir frost og þýðu tímabil. Snjógryfja í Steiniðjugili 23.4. sýndi fremur einsleitan og jafnhita snjó. Þó gætu votar spýjur fallið á svæðinu einkum seinnipart dags brekkum sem vísa móti sól.

Nýleg snjóflóð

Skíðamaður setti af stað lausaflóð á Seljalandsdal í síðustu viku

Veður og veðurspá

Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Hiti yfir frostmarki á láglendi næturfrost til fjalla.

Spá gerð: 29. apr. 14:27. Gildir til: 01. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica