Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • þri. 30. apr.

    Nokkur hætta
  • mið. 01. maí

    Nokkur hætta
  • fim. 02. maí

    Nokkur hætta

Snjór sjatnaði í hlýindum þar síðustu helgi en þó minna í efstu fjöllum, þar er lagskiptur snjór og mögulega enn veikleiki í snjóþekju. Snjór verður fyrir áhrifum dægursveiflu og sólgeislunar, sérstaklega í suðlægum viðhorfum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Veikleiki er líklega enn til staðar efst til fjalla þar sem hlákuáhrif hafa verið minni.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Hláka og hlýindi byrjuðu í síðustu viku og snjór hefur sjatnað og styrkst að einhverju leiti, en talsverður snjór er enn hátt til fjalla og veikleikar gætu hafa varðveist. Við könnun á snjóalögum í Burstabrekkudal í síðustu viku kom ójafnt brot við miðlungs álag í samþjöppunarprófi á mörkum hjarns og nýrri snjós, en útvíkkað próf gaf enga niðurstöðu. Dægursveifla í hita og sólbráð hefur talsverð áhrif á efstu lög snjósins og því er möguleiki á votum flóðum, sérstaklega í suðlægum viðhorfum.

Nýleg snjóflóð

Víða eru yfirborðshreyfingar tengdar sólbráð og stórt vott flekaflóð féll í Flókadal um helgina. Stórt vott lausasnjóflóð féll einnig í Hestskarði í Siglufirði í hlýindum í síðustu viku.

Veður og veðurspá

Hæglætis veður næstu daga. Dægursveiflur í hitastigi og hlýindi í kortunum.

Spá gerð: 29. apr. 14:18. Gildir til: 01. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica