Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það er rólegt veður þessa dagana. Vindur er að snúast í norðlæga átt og á morgun verður kaldi eða stinningskaldi á Austfjörðum, en annars hægari vindur. Lítilsháttar skúrir eða él á Norður- og Austurlandi, en bjart með köflum suðvestanlands. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðra.

Á þriðjudag er útlit fyrir norðan golu eða kalda. Bjart veður sunnan heiða, en skýjað og úrkomulítið norðantil. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 28.04.2024 15:27. Gildir til: 29.04.2024 00:00.

Veðuryfirlit

200 km SA af Hvarfi er 1009 mb lægð sem þokast S, en frá henni er lægðardrag til A. Á Norðursjó er 995 mb lægð á NV-leið, en skammt SA af Svalbarða er hægfara 1028 mb hæð.
Samantekt gerð: 28.04.2024 20:00.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.04.2024 09:49.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan og austan 3-10 m/s, en 10-15 syðst. Víða léttskýjað um landið vestanvert, en stöku skúrir austantil og við suðurströndina.

Norðlæg átt 3-10 í dag, en 8-13 á Austfjörðum. Dálitlar skúrir eða él á Norður- og Austurlandi, en bjart með köflum suðvestanlands.

Hiti 2 til 12 stig yfir daginn, hlýjast sunnan heiða.
Spá gerð: 29.04.2024 00:18. Gildir til: 30.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 3-8 m/s, en norðlægari í dag. Lengst af bjart og hiti 6 til 11 stig, en um frostmark í nótt.
Spá gerð: 29.04.2024 00:18. Gildir til: 30.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan 3-10 m/s. Skýjað og hiti 0 til 5 stig, en yfirleitt léttskýjað og hiti að 12 stigum sunnantil.

Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-10, hvassast vestast. Skýjað og dálítil rigning sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 4 til 10 stig að deginum.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og víða þurrt en rigning suðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt. Víða rigning með köflum og milt.
Spá gerð: 28.04.2024 20:01. Gildir til: 05.05.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica