Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • lau. 18. maí

    Lítil hætta
  • sun. 19. maí

    Nokkur hætta
  • mán. 20. maí

    Nokkur hætta

Það mun snjóa á sunnudag og líklegt er að nýi snjórinn muni ekki bindast vel við eldri snjó fyrst um sinn. Vindflekar gætu myndast í vestlægum viðhorfum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lítil snjóflóð gætu fallið í nýsnævinu.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Á sunnudag snjóar til fjalla og er líklegt að nýi snjórinn muni ekki bindast vel við eldri snjó fyrst um sinn. Vindflekar gætu myndast í vestlægum viðhorfum. Hlýtt hefur verið í veðri og talið er að eldri snjór sé almennt nokkuð stöðugur.

Nýleg snjóflóð

Litlar spýjur hafa fallið í glijum og undan klettum í hlýindum.

Veður og veðurspá

Vaxandi V/NV-átt á laugardag og bjartviðri. Snýst í A/NA-átt á sunnudag með snjókomu. Á mánudag er útlit fyrir hlýnandi veður með úrkomu á köflum.

Spá gerð: 17. maí 14:48. Gildir til: 20. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica