Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Verkalýðsdagurinn heilsar með hægum vindi og yfirleitt björtu veðri en norðaustanlands verður skýjað fram yfir hádegi. Síðdegis í dag verður suðlæg átt, 3-8 m/s vestanlands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn.

Á morgun verður sunnan og suðvestan 5-13 m/s, hvassast við fjöll á Vesturlandi. Dálítil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en bjart að mestu norðaustantil. Hiti 6 til 11 stig.
Spá gerð: 01.05.2024 06:32. Gildir til: 02.05.2024 00:00.

Veðuryfirlit

350 km V af Bjargtöngum er 1012 mb lægð sem hreyfist lítið. 300 km NV af Írlandi er 996 mb lægð sem þokast SV. 700 km SA af Hvarfi er hægfara 1028 mb hæð.
Samantekt gerð: 01.05.2024 07:27.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.04.2024 09:49.

Veðurhorfur á landinu

Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum. Sunnan 3-10 m/s í kvöld og á morgun og skúrir vestanlands. Hiti 3 til 11 stig að deginum.
Spá gerð: 01.05.2024 10:22. Gildir til: 03.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt og bjart með köflum. Sunnan 3-8 m/s og skúrir í nótt og á morgun. Hiti 5 til 9 stig.
Spá gerð: 01.05.2024 10:24. Gildir til: 03.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan 5-13 m/s og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi fram undir kvöld. Hiti 2 til 9 stig.

Á laugardag:
Suðlæg átt 3-10 og dálítil væta, en styttir upp um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 11 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 og skúrir eða slydduél, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Kólnar heldur.

Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt og skúrir eða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 9 stig að deginum.
Spá gerð: 01.05.2024 08:30. Gildir til: 08.05.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica