Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 14. maí

    Lítil hætta
  • mið. 15. maí

    Lítil hætta
  • fim. 16. maí

    Lítil hætta

Snjóþekjan er almennt talin stöðug en vot snjóflóð geta fallið við sólbráð eða umferð fólks.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vot flóð geta fallið við sólbráð eða umferð fólks. Skíðamaður setti af stað vott flóð á miðvikudag.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Smá föl bættist við í vikunni og gætu litlir flekar hafa myndast hátt til fjalla. Eldri snjór var orðinn nokkuð einsleitur eftir frost og þýðu tímabil.

Nýleg snjóflóð

Skíðamaður setti af stað vott snjóflóð í Botnsdal í brattri brekku síðasta miðvikudag.

Veður og veðurspá

Breytilegar áttir, skýjað með köflum og úrkomulítið. Dægursveifla í hita.

Spá gerð: 14. maí 12:47. Gildir til: 15. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica