Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • þri. 14. maí

    Lítil hætta
  • mið. 15. maí

    Lítil hætta
  • fim. 16. maí

    Lítil hætta

Snjór hefur sjatnaði í hlýindum en þó minna í efstu fjöll, einhver nýr snjór gæti hafa safnast um helgina, sérstaklega í hæstufjöll nyrst. Snjór verður fyrir áhrifum dægursveiflu og sólgeislunar. Snjóflóð af mannavöldum í Ólafsfirði á föstudaginn 10.maí.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vot snjóflóð geta fallið í bröttum brekkum vegna umferðar fólks eða sólbráðar.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Einhver nýr snjór gæti hafa safnast hátt til fjalla um helgina en annars er eldri snjór búinn að sjatna og styrkjast. Ekki er vitað um bindingu milli snjólaga þar sem nýr snjór féll. Dægursveifla í hita og sólbráð hefur talsverð áhrif á efstu lög snjósins og því er möguleiki á votum flóðum, sérstaklega í suðlægum viðhorfum. Fólk á ferð til fjalla getur sett af stað flóð í miklum bratta.

Nýleg snjóflóð

Vott lausaflóð féll undan sleðamanni í Ytrafjalli í Ólafsfirði, föstudaginn 10 maí.

Veður og veðurspá

Suðlægð eða breytilega átt og bjart og þurrt veður næstu daga.

Spá gerð: 13. maí 13:22. Gildir til: 15. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica