Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Nú er lægð stödd fyrir vestan land og hreyfist hún lítið sem ekkert í dag og á morgun. Hún beinir til okkar suðlægri átt, víða á bilinu 5-10 m/s með skúrum. Loftmassinn yfir landinu er svalur og óstöðugur og því ætti ekki að koma að óvart þó sumir skúrirnir verði á formi slydduélja, þ.e. að það sjáist hvítt með í úrkomunni. Á norðaustanverðu landinu ætti að vera þurrt og bjartir kaflar á þeim slóðum.

Á þriðjudag er svipað veður í kortunum áfram, suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en þurrt norðaustantil.
Spá gerð: 05.05.2024 06:44. Gildir til: 06.05.2024 00:00.

Veðuryfirlit

Um 500 km V af Reykjanesi er 995 mb lægð sem hreyfist lítið.
Samantekt gerð: 05.05.2024 03:18.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.04.2024 09:49.

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg átt, víða á bilinu 5-10 m/s og skúrir eða slydduél, en bjart með köflum á norðaustanverðu landinu. Hiti 4 til 10 stig yfir daginn.
Spá gerð: 05.05.2024 05:17. Gildir til: 06.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg suðlæg átt, en 5-10 m/s seinnipartinn og allan morgundaginn. Skúrir eða jafnvel slydduél. Hiti 3 til 9 stig.
Spá gerð: 05.05.2024 05:08. Gildir til: 06.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en bjartviðri á norðaustanverðu landinu. Hiti 3 til 10 stig að deginum.

Á miðvikudag:
Vestan 5-13 og lítilsháttar skúrir eða slydduél, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.

Á föstudag og laugardag:
Suðaustlæg átt og væta með köflum, en þurrt að kalla norðanlands. Hlýnar heldur í veðri.
Spá gerð: 04.05.2024 21:24. Gildir til: 11.05.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica