Veðurstofa íslands

Valmynd.


  •  Gul viðvörun  vegna veðurs: Austfirðir   Meira
Hlusta

Hvað er óson?

Barði Þorkelsson 30.3.2009

Óson er lofttegund, bláleit að lit og fremur lyktvond. Ósonsameindin (O3) er samsett úr þremur súrefnisfrumeindum. Óson er að finna í öllum lofthjúpnum, allt frá yfirborði jarðar.

Styrkur ósons er að jafnaði mestur í 15-25 km hæð og kallast það ósonlagið. Það gleypir skaðlega útfjólubláa geislun og hindrar að hún nái til jarðar og valdi spjöllum á lífríkinu. Óson við yfirborð telst til mengunarefna og getur valdið skaða.

Ósonsameindir (O3) myndast er þegar súrefnissameindir (O2) klofna í frumeindir sínar (O), en það gerist fyrir tilstuðlan útfjólublárrar geislunar (UV). Súrefnisfrumeindin getur síðan, með aðkomu þriðju efniseindar (M), bundist súrefnisameind og myndað ósonsameind.

Þessu má einnig lýsa með tveimur líkingum:

UV + O2 = O + O

O + O2 + M = O3 + M



Til baka

Tengt efni

  • Umhverfisráðuneytið
  • Umhverfisstofnun
  • Landgræðsla ríkisins
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn
  • Skógrækt ríkisins
  • Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
  • Norska loftrannsóknastofnunin
  • Samningurinn um loftmengun sem berst langar leiðir

vedur.is

  • Forsíða
  • Veður
  • Jarðhræringar
  • Vatnafar
  • Ofanflóð
  • Loftslag
  • Hafís
  • Mengun
  • Um Veðurstofuna

Mengun

  • Mengun
  • Geislun
  • Óson
  • Fróðleikur

Leit á vefsvæðinu


Aðrir tengdir vefir

  • English
  • Farsímavefur

Samskipti

© Veðurstofa Íslands | Bústaðavegi 7-9 | 105 Reykjavík | Sími 522 6000 | Fax 522 6001 | Veðursími 902 0600
Kennitala 630908-0350 | Hafa samband | Starfsfólk | Notkunarskilmálar | Veftré | Spurt og svarað um vefinn | Persónuvernd


Þetta vefsvæði byggir á Eplica