September 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Í Reykjavík var meðalhitinn 9,4° sem er 2° yfir meðallagi. Úrkoman mældist 124,2 mm sem er tæplega tvöföld meðalúrkoma og sólskinsstundir mældust 76,1, 48,9 stundum færri en venja er. Álíka hlýtt var í september í fyrra en fara þarf aftur til ársins 1959 til að finna meiri mánaðarúrkomu, þá var hún 156,5 mm. Sólskinsstundir voru talsvert færri í september 1996.

Á Akureyri var meðalhitinn 9,2° sem er 2,9° yfir meðallagi. Úrkoman mældist 80,8 mm rúmlega tvöföld meðalúrkoma og sólskinsstundir 81,4 sem er 3,6 stundum undir meðallagi. Mun hlýrra var á Akureyri 1996, 11,4°, og síðast mældist meiri úrkoma í september árið 1981, 96,6 mm.

Í Akurnesi var meðalhitinn 8,8° og úrkoman þar mældist 108,6 mm.

Á Hveravöllum var meðahitinn 6,0°. Úrkoman mældist 93,2 mm og sólskinsstundir 89,1 mm.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica