Þetta viðvörunarkort er gefið út af Veðurstofu Íslands og sýnir núverandi ástand eldstöðvakerfa á landinu. Það er uppfært kl. 09:00 daglega.
Athugið að upplýsingar sem Veðurstofan birtir á vefjum sínum í rauntíma eru óyfirfarnar. Túlkun og úrvinnsla slíkra gagna er á ábyrgð notenda. Sjá skilmála Veðurstofunnar um notkun gagna.
Litakóðinn á kortinu (stækkanlegt) er í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefur flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla.
Tilkynningar verða gefnar eftir þörfum, bæði vegna vaxandi og dvínandi virkni, um eðli óróa eða goss; einkum vegna gosmakkar og líklegra áhrifa. Merking litanna er eftirfarandi: | |
---|---|
| GRÁTT: Eldstöðin virðist óvirk. Vöktun er þó lítil og því er ekki hægt að fullyrða að svo sé. |
| GRÆNT: Virk eldstöð, engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi: Umbrot eru talin afstaðin og engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. |
| GULT: Eldstöðin sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi: Umbrot hafa minnkað markvert en vel er fylgst með, ef vera kynni að þau aukist á ný. |
| APPELSÍNUGULT: Eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi eða, eldgos er í gangi, þó með lítilli eða engri öskuframleiðslu. |
| RAUTT: Eldgos er yfirvofandi eða hafið – líklegt er að aska berist upp í lofthjúpinn eða, eldgos stendur yfir og veruleg aska berst upp í andrúmsloftið. |
Aðlagað frá World Organisation of Volcano Observatories
Frekari upplýsingar má fá hjá jarðskjálftavaktinni ef nauðsyn krefur. Jarðskjálfta síðustu 48 klukkustunda má sjá á vefnum (óyfirfarnar frumniðurstöður).